Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 13:14 Vinnumálastofnun hefur birt tölur fyrir ágústmánuð. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi var 5,5% í ágúst en mældist 6,1% í júlí. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði. Atvinnuleysi var 7,4% í júní, 9,1% í maí, 10,4% í apríl og 11,0% í mars 2021. Atvinnulausir voru alls 11.499 í lok ágúst, 6.158 karlar og 5.341 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 404 frá júlílokum og atvinnulausum konum um 634. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að áfram muni draga úr atvinnuleysi í september og það verði á bilinu 5,1% til 5,4%. Þó megi gera ráð fyrir að 200 til 300 einstaklingar komi aftur inn á atvinnuleysisskrá í september þegar ráðningarstyrk lýkur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu á miðvikudag að vinnuátakið Hefjum störf hafi gengið vonum framar. Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið og stefnir atvinnuleysi hratt niður á við. Vinnumálastofnun Áfram hæst hlutfall á Suðurnesjum Af þeim 1.038 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í ágúst fóru um 500 á ráðningarstyrk. Þá bættust við rúmlega þúsund nýir atvinnuleitendur í ágúst. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,7% og minnkaði úr 10,9% í júlí. Næst mest var atvinnuleysið 6,1% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,7% frá því í júlí. Alls höfðu 5.083 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok ágúst og fækkaði um 278 frá júlí. Þeir voru 3.051 í ágústlok 2020, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. 12,8 prósent atvinnuleysi hjá erlendum ríkisborgurum Alls voru 4.492 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði þeim um 440 frá júlí. Í ágúst 2020 var fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara 7.173 og hefur fækkað um 2.681 frá þeim tíma. Mesta hlutfallslega fækkun atvinnulausra frá júlí var meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara. Þessi fjöldi samsvarar um 12,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 39% í ágúst. Atvinnulausum fækkaði í nær öllum atvinnugreinum í ágúst frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi eða á bilinu 11% til 13% og í menningartengdri starfsemi um 12% milli mánaða. Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01 Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34 Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Atvinnuleysi var 7,4% í júní, 9,1% í maí, 10,4% í apríl og 11,0% í mars 2021. Atvinnulausir voru alls 11.499 í lok ágúst, 6.158 karlar og 5.341 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 404 frá júlílokum og atvinnulausum konum um 634. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að áfram muni draga úr atvinnuleysi í september og það verði á bilinu 5,1% til 5,4%. Þó megi gera ráð fyrir að 200 til 300 einstaklingar komi aftur inn á atvinnuleysisskrá í september þegar ráðningarstyrk lýkur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu á miðvikudag að vinnuátakið Hefjum störf hafi gengið vonum framar. Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið og stefnir atvinnuleysi hratt niður á við. Vinnumálastofnun Áfram hæst hlutfall á Suðurnesjum Af þeim 1.038 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í ágúst fóru um 500 á ráðningarstyrk. Þá bættust við rúmlega þúsund nýir atvinnuleitendur í ágúst. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,7% og minnkaði úr 10,9% í júlí. Næst mest var atvinnuleysið 6,1% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,7% frá því í júlí. Alls höfðu 5.083 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok ágúst og fækkaði um 278 frá júlí. Þeir voru 3.051 í ágústlok 2020, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. 12,8 prósent atvinnuleysi hjá erlendum ríkisborgurum Alls voru 4.492 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði þeim um 440 frá júlí. Í ágúst 2020 var fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara 7.173 og hefur fækkað um 2.681 frá þeim tíma. Mesta hlutfallslega fækkun atvinnulausra frá júlí var meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara. Þessi fjöldi samsvarar um 12,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 39% í ágúst. Atvinnulausum fækkaði í nær öllum atvinnugreinum í ágúst frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi eða á bilinu 11% til 13% og í menningartengdri starfsemi um 12% milli mánaða.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01 Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34 Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01
Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46