Stærsta rafíþróttamót heims haldið á Íslandi í nóvember Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 13:11 Frá lokadegi League of Legends Mid-Season Invitational mótsins sem haldið var í Reykjavík í maí. Riot Games/Colin Young-Wolff Stærsta rafíþróttamót heims, heimsmeistaramótið í League of Legends, verður haldið í Reykjavík dagana 5. október til 6. nóvember. Þetta staðfestu Riot Games, framleiðendur vinsæla tölvuleiksins og skipuleggjendur mótsins, fyrr í dag. Um er að ræða lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta er í annað sinn sem stórt mót í League of Legends tölvuleiknum fer fram í Reykjavík en síðastliðið vor fór þar fram boðsmótið Mid-Season Invitational í Laugardalshöll. Áður var uppi orðrómur um að heimsmeistaramótið yrði haldið hérlendis og fullyrti netmiðilinn Dot Esports í gær að mótið myndi hefjast í Reykjavík í október. Upphaflega stóð til að halda það í Kína en hætt við það vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda og fylgdust um 100 milljón áhorfendur með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins árið 2019 í beinni útsendingu. „Við erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á ótrúlega upplifun af heimsmeistaramótinu á Íslandi, þar sem bestu liðin og leikmennirnir fá tækifæri til að keppa,“ er haft eftir John Needham, yfirmanni rafíþrótta hjá Riot Games, í tilkynningu frá Íslandsstofu. Stendur yfir í rúmar fjórar vikur Að sögn Íslandsstofu má búast við miklum umsvifum í kringum mótið, en í heildina er reiknað með að um og yfir 600 starfsmenn og keppendur fylgi mótinu sem stendur í rúmar fjórar vikur. Mótið verður leikið í gömlu Laugardalshöllinni og er gert ráð fyrir að því fylgi lítið rask fyrir aðra starfsemi í Laugardalshöll þar sem fjöldabólusetningum verður lokið. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), segir að það sé mikill heiður að Riot komi aftur til Íslands. Þetta sé í fyrsta skipti í sögu leiksins sem allir alþjóðlegu viðburðir ársins fari fram í sama landi. „Með þessum viðburðum kemur mikil landkynning, gjaldeyristekjur og svo er þetta gífurleg innspýting á áhuga og framtakssemi í rafíþróttasamfélagið á Íslandi. Þetta styrkir líka stöðu íslenskra rafíþrótta og íslensks leikjaiðnaðar á alþjóðavettvangi sem getur skilað miklu til samfélagsins á komandi árum og áratugum,“ segir hann í tilkynningu. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ákvörðun Riot sé mikill gæðastimpill á fagmennsku íslenskra fyrirtækja sem vinna við framkvæmd viðburða. „Að sama skapi eru þetta spennandi tækifæri fyrir bæði íslenskar rafíþróttir og íslenskan leikjaiðnað, en við gerum ráð fyrir að mikill áhugi verði á mótinu og Íslandi á meðan á því stendur.” Leikjavísir Ferðamennska á Íslandi League of Legends Rafíþróttir Tengdar fréttir Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15 Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira
Um er að ræða lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta er í annað sinn sem stórt mót í League of Legends tölvuleiknum fer fram í Reykjavík en síðastliðið vor fór þar fram boðsmótið Mid-Season Invitational í Laugardalshöll. Áður var uppi orðrómur um að heimsmeistaramótið yrði haldið hérlendis og fullyrti netmiðilinn Dot Esports í gær að mótið myndi hefjast í Reykjavík í október. Upphaflega stóð til að halda það í Kína en hætt við það vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda og fylgdust um 100 milljón áhorfendur með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins árið 2019 í beinni útsendingu. „Við erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á ótrúlega upplifun af heimsmeistaramótinu á Íslandi, þar sem bestu liðin og leikmennirnir fá tækifæri til að keppa,“ er haft eftir John Needham, yfirmanni rafíþrótta hjá Riot Games, í tilkynningu frá Íslandsstofu. Stendur yfir í rúmar fjórar vikur Að sögn Íslandsstofu má búast við miklum umsvifum í kringum mótið, en í heildina er reiknað með að um og yfir 600 starfsmenn og keppendur fylgi mótinu sem stendur í rúmar fjórar vikur. Mótið verður leikið í gömlu Laugardalshöllinni og er gert ráð fyrir að því fylgi lítið rask fyrir aðra starfsemi í Laugardalshöll þar sem fjöldabólusetningum verður lokið. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), segir að það sé mikill heiður að Riot komi aftur til Íslands. Þetta sé í fyrsta skipti í sögu leiksins sem allir alþjóðlegu viðburðir ársins fari fram í sama landi. „Með þessum viðburðum kemur mikil landkynning, gjaldeyristekjur og svo er þetta gífurleg innspýting á áhuga og framtakssemi í rafíþróttasamfélagið á Íslandi. Þetta styrkir líka stöðu íslenskra rafíþrótta og íslensks leikjaiðnaðar á alþjóðavettvangi sem getur skilað miklu til samfélagsins á komandi árum og áratugum,“ segir hann í tilkynningu. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ákvörðun Riot sé mikill gæðastimpill á fagmennsku íslenskra fyrirtækja sem vinna við framkvæmd viðburða. „Að sama skapi eru þetta spennandi tækifæri fyrir bæði íslenskar rafíþróttir og íslenskan leikjaiðnað, en við gerum ráð fyrir að mikill áhugi verði á mótinu og Íslandi á meðan á því stendur.”
Leikjavísir Ferðamennska á Íslandi League of Legends Rafíþróttir Tengdar fréttir Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15 Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira
Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15
Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00