Stærsta rafíþróttamót heims haldið á Íslandi í nóvember Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 13:11 Frá lokadegi League of Legends Mid-Season Invitational mótsins sem haldið var í Reykjavík í maí. Riot Games/Colin Young-Wolff Stærsta rafíþróttamót heims, heimsmeistaramótið í League of Legends, verður haldið í Reykjavík dagana 5. október til 6. nóvember. Þetta staðfestu Riot Games, framleiðendur vinsæla tölvuleiksins og skipuleggjendur mótsins, fyrr í dag. Um er að ræða lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta er í annað sinn sem stórt mót í League of Legends tölvuleiknum fer fram í Reykjavík en síðastliðið vor fór þar fram boðsmótið Mid-Season Invitational í Laugardalshöll. Áður var uppi orðrómur um að heimsmeistaramótið yrði haldið hérlendis og fullyrti netmiðilinn Dot Esports í gær að mótið myndi hefjast í Reykjavík í október. Upphaflega stóð til að halda það í Kína en hætt við það vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda og fylgdust um 100 milljón áhorfendur með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins árið 2019 í beinni útsendingu. „Við erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á ótrúlega upplifun af heimsmeistaramótinu á Íslandi, þar sem bestu liðin og leikmennirnir fá tækifæri til að keppa,“ er haft eftir John Needham, yfirmanni rafíþrótta hjá Riot Games, í tilkynningu frá Íslandsstofu. Stendur yfir í rúmar fjórar vikur Að sögn Íslandsstofu má búast við miklum umsvifum í kringum mótið, en í heildina er reiknað með að um og yfir 600 starfsmenn og keppendur fylgi mótinu sem stendur í rúmar fjórar vikur. Mótið verður leikið í gömlu Laugardalshöllinni og er gert ráð fyrir að því fylgi lítið rask fyrir aðra starfsemi í Laugardalshöll þar sem fjöldabólusetningum verður lokið. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), segir að það sé mikill heiður að Riot komi aftur til Íslands. Þetta sé í fyrsta skipti í sögu leiksins sem allir alþjóðlegu viðburðir ársins fari fram í sama landi. „Með þessum viðburðum kemur mikil landkynning, gjaldeyristekjur og svo er þetta gífurleg innspýting á áhuga og framtakssemi í rafíþróttasamfélagið á Íslandi. Þetta styrkir líka stöðu íslenskra rafíþrótta og íslensks leikjaiðnaðar á alþjóðavettvangi sem getur skilað miklu til samfélagsins á komandi árum og áratugum,“ segir hann í tilkynningu. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ákvörðun Riot sé mikill gæðastimpill á fagmennsku íslenskra fyrirtækja sem vinna við framkvæmd viðburða. „Að sama skapi eru þetta spennandi tækifæri fyrir bæði íslenskar rafíþróttir og íslenskan leikjaiðnað, en við gerum ráð fyrir að mikill áhugi verði á mótinu og Íslandi á meðan á því stendur.” Leikjavísir Ferðamennska á Íslandi League of Legends Rafíþróttir Tengdar fréttir Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15 Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Um er að ræða lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta er í annað sinn sem stórt mót í League of Legends tölvuleiknum fer fram í Reykjavík en síðastliðið vor fór þar fram boðsmótið Mid-Season Invitational í Laugardalshöll. Áður var uppi orðrómur um að heimsmeistaramótið yrði haldið hérlendis og fullyrti netmiðilinn Dot Esports í gær að mótið myndi hefjast í Reykjavík í október. Upphaflega stóð til að halda það í Kína en hætt við það vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda og fylgdust um 100 milljón áhorfendur með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins árið 2019 í beinni útsendingu. „Við erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á ótrúlega upplifun af heimsmeistaramótinu á Íslandi, þar sem bestu liðin og leikmennirnir fá tækifæri til að keppa,“ er haft eftir John Needham, yfirmanni rafíþrótta hjá Riot Games, í tilkynningu frá Íslandsstofu. Stendur yfir í rúmar fjórar vikur Að sögn Íslandsstofu má búast við miklum umsvifum í kringum mótið, en í heildina er reiknað með að um og yfir 600 starfsmenn og keppendur fylgi mótinu sem stendur í rúmar fjórar vikur. Mótið verður leikið í gömlu Laugardalshöllinni og er gert ráð fyrir að því fylgi lítið rask fyrir aðra starfsemi í Laugardalshöll þar sem fjöldabólusetningum verður lokið. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), segir að það sé mikill heiður að Riot komi aftur til Íslands. Þetta sé í fyrsta skipti í sögu leiksins sem allir alþjóðlegu viðburðir ársins fari fram í sama landi. „Með þessum viðburðum kemur mikil landkynning, gjaldeyristekjur og svo er þetta gífurleg innspýting á áhuga og framtakssemi í rafíþróttasamfélagið á Íslandi. Þetta styrkir líka stöðu íslenskra rafíþrótta og íslensks leikjaiðnaðar á alþjóðavettvangi sem getur skilað miklu til samfélagsins á komandi árum og áratugum,“ segir hann í tilkynningu. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ákvörðun Riot sé mikill gæðastimpill á fagmennsku íslenskra fyrirtækja sem vinna við framkvæmd viðburða. „Að sama skapi eru þetta spennandi tækifæri fyrir bæði íslenskar rafíþróttir og íslenskan leikjaiðnað, en við gerum ráð fyrir að mikill áhugi verði á mótinu og Íslandi á meðan á því stendur.”
Leikjavísir Ferðamennska á Íslandi League of Legends Rafíþróttir Tengdar fréttir Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15 Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15
Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent