Viðskipti innlent

Lóðirnar hans Skúla í Hvammsvík flugu út

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skúli Mogensen hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu.
Skúli Mogensen hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu. Vísir/Vilhelm

Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu.

Viðskiptablaðið greinir frá en í frétt blaðsins segir að lóðirnar hafi nánast selt samstundis upp, færri hafi komist að en vildu.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins getur hver og einn kaupandi reist allt að 300 fermetra hús á lóðunum sem eru frá hálfum hektara til eins hektara að stærð. Verð á lóðunum var frá sex milljónum króna til fimmtán milljónir króna.

Greint var frá því seint á síðasta ári að Skúli hefði ásamt fjölskyldu sinni hug á því að byggja sjóböð í Hvammsvík. Í viðtali við mbl.is í síðustu viku sagði Skúli að draumurinn væri að byggja þarna upp fyrsta flokks gistingu og ýmsa þjónustu og afþreyingu, þar á meðal veitingastað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×