Viðskipti innlent

Félag atvinnurekenda krefst svara um lögmæti netsölu á áfengi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ólafur segir stjórnvöld hafa leiðbeiningarskyldu gagnvart fyrirtækjunum, sem búi við mikla óvissu.
Ólafur segir stjórnvöld hafa leiðbeiningarskyldu gagnvart fyrirtækjunum, sem búi við mikla óvissu. Vísir/Vilhelm

Félag atvinnurekenda hefur enn ekki fengið svar við fyrirspurn sinni um lögmæti netsölu á áfengi, þrátt fyrir að hún hafi legið inni um nokkurt skeið hjá tveimur ráðuneytum.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir ekki hægt að draga aðra ályktun af afskiptaleysi stjórnvalda en að netsalan sé lögleg. Þrátt fyrir það hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins kært starfsemina til lögreglu og skattayfirvalda, að því er kemur fram í Fréttablaðinu.

„Þarna er skrítin staða uppi. Ráðamenn segjast ekki sjá annað en að starfsemin sé lögleg en opinber stofnun stendur í því að kæra menn. ÁTVR virðist þannig vísvitandi vinna gegn fyrirsjáanleika og öryggi í viðskiptum með þessa löglegu vöru,“ segir Ólafur.

Félag atvinnurekenda sendi erindi á fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem áframsendi það á dómsmálaráðuneytið eftir að hafa borist ítrekun. Síðan eru liðnar tvær vikur en ekkert svar hefur borist frá dómsmálráðuneytinu.

Þess ber að geta að bæði ráðuneytin eru á forræði Sjálfstæðisflokksins, sem hefur barist fyrir því að liðka fyrir sölu á áfengi, til dæmis með því að heimila sölu þess í matvöruverslunum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.