Viðskipti innlent

Bein útsending: Forstjóri Kauphallarinnar kynnir sér Marel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi.

Hversu vel þekkirðu vaxtarfyrirtækið Marel, sögu þess og starfsemi? Vísir í samstarfi við Nasdaq á Íslandi (Kauphöllin) býður upp á opið streymi frá spjalli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel og Magnúsar Harðarsonar, forstjóra Nasdaq Iceland klukkan 12 þann 7. september.

Marel var stofnað árið 1983 og er eitt þekktasta og stærsta fyrirtækið á landinu og jafnframt það stærsta sem skráð er í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. Í raun er félagið samofið upphafi og sögu íslensks hlutabréfamarkaðar en félagið var skráð árið 1992 í Kauphöllina, ári eftir að hlutabréfaviðskipti hófust hér á landi. Félagið hefur frá árinu 2019 einnig verið skráð í Euronext Kauphöllina í Amsterdam.

Árni og Magnús munu spjalla um starfsemi og stefnu Marel, sem með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi er að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu. Frá skráningu í íslensku Nasdaq kauphöllina 1992, hefur Marel vaxið frá því að vera með 45 starfsmenn í um 6.800 starfsmenn í 30 löndum í dag, þar af 720 á Íslandi.

Marel velti 1,2 milljörðum evra árið 2020, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Fyrsta Marel-vogin var hönnuð árið 1978 á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og varð kveikjan að gagnabyltingu í íslenskum sjávarútvegi.

Allar götur síðan hefur Marel byggt á gagnasöfnun og nýsköpun til þess að auka verðmæti og minnka sóun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×