Viðskipti innlent

Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun

Árni Sæberg skrifar
Skemmtanaþyrstir hafa verið i vandræðum í kvöld enda hefur verið nær ómögulegt að greiða með kortum.
Skemmtanaþyrstir hafa verið i vandræðum í kvöld enda hefur verið nær ómögulegt að greiða með kortum. Vísir

Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld.

Andrés Jónsson samskiptafulltrúi SaltPay segir að búið sé að greiða úr meirihluta vandans en að einhver truflun gæti verið á þjónustunni enn. Hann biðst afsökunar og þakkar biðlundina fyrir hönd fyrirtækisins. Hann segir þeirra besta fólk vinna í því að laga kerfið.

Andrés segir truflanirnar orsakast af svokallaðri DDoS-árás en slík árás felst í því að netkerfi fyrirtækisins fær tímabundið yfir sig gríðarlegan fjölda beiðna úr mörgum ólíkum áttum.

Hann segir ekki komið í ljós hvort árásinni sé beint sérstaklega að SaltPay.

Vísi hafa borist símtöl frá veitingamönnum í kvöld sem hafa verið í miklum vandræðum vegna truflana á greiðslumiðlunarþjónustu. „Heyrðu, ég verð að fara að slökkva elda,“ sagði einn þeirra og skellti á.


Tengdar fréttir

Netárás skýri truflanir á þjónustu SaltPay

Fjármálafyrirtækið SaltPay segir að síðdegis í dag hafi verið gerð tölvuárás á fyrirtækið sem varð til þess að talsverðar truflanir hafa orðið á þjónustufyrirtækisins. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.