Úr 80 þúsund í ríflega 264 þúsund Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 16:29 Boeing 737 MAX þotur Icelandair. Vilhelm Gunnarsson Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með Icelandair í ágúst, samanborið við tæplega 80 þúsund á sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar í millilandaflugi rúmlega 241 þúsund samanborið við um 67 þúsund í ágúst 2020 og 195 þúsund í júlí 2021. Farþegar til Íslands voru 145 þúsund í ágúst, samanborið við tæplega 53 þúsund fyrir ári. Tengifarþegum heldur áfram að fjölga en þeir voru 72 þúsund samanborið við um 1.300 í fyrra og um 51 þúsund í júlí í ár. Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir ágústmánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Að sögn félagsins var sætanýting í millilandaflugi 72% samanborið við 68% í ágúst í fyrra. Hækkaði hún úr rúmum 70% í júlí 2021 þrátt fyrir áhrif útbreiðslu delta afbrigðisins á Íslandi og á lykilmörkuðum félagsins erlendis. Farþegar í innanlandsflugi voru 22.600 samanborið við 12.400 á sama tíma í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 55% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Ætla að ná 75 prósent af flugáætlun ársins 2019 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að flugfélagið hafi farið úr 30 brottförum á viku frá Keflavík í maí í um 200 brottfarir á viku í ágúst. Stundvísi í millilandaflugi var 87%. „Sem það flugfélag sem flytur flesta ferðamenn til landsins þá hefur þessi hraða uppbygging skipt sköpum fyrir íslenska ferðaþjónustu á undanförnum mánuðum en við fluttum yfir 150 þúsund ferðamenn til landsins í sumar. Þá hefur góður árangur náðst í fraktflutningum til og frá landinu að undanförnu en mesta aukningin er á Norður-Atlantshafinu þar sem við höldum áfram að styrkja stöðu okkar,“ segir Bogi í tilkynningu. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi jókst um 61% á milli ára í ágúst, að sögn félagsins. Fraktflutningar jukust um 39% á milli ára í ágúst og hafa aukist um 21% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýrri vetraráætlun Icelandair er stefnt að 160 brottförum á viku til 25 áfangastaða sem jafngildir um 65 til 75% af áætlun ársins 2019. „Uppbyggingin heldur því áfram með það að markmiði að ná stöðugleika í fluginu á ný og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem félagið býr yfir til að aðlaga flugáætlun okkar að aðstæðum hverju sinni og grípa þau tækifæri sem gefast á hverjum tíma hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Boga í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Farþegar til Íslands voru 145 þúsund í ágúst, samanborið við tæplega 53 þúsund fyrir ári. Tengifarþegum heldur áfram að fjölga en þeir voru 72 þúsund samanborið við um 1.300 í fyrra og um 51 þúsund í júlí í ár. Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir ágústmánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Að sögn félagsins var sætanýting í millilandaflugi 72% samanborið við 68% í ágúst í fyrra. Hækkaði hún úr rúmum 70% í júlí 2021 þrátt fyrir áhrif útbreiðslu delta afbrigðisins á Íslandi og á lykilmörkuðum félagsins erlendis. Farþegar í innanlandsflugi voru 22.600 samanborið við 12.400 á sama tíma í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 55% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Ætla að ná 75 prósent af flugáætlun ársins 2019 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að flugfélagið hafi farið úr 30 brottförum á viku frá Keflavík í maí í um 200 brottfarir á viku í ágúst. Stundvísi í millilandaflugi var 87%. „Sem það flugfélag sem flytur flesta ferðamenn til landsins þá hefur þessi hraða uppbygging skipt sköpum fyrir íslenska ferðaþjónustu á undanförnum mánuðum en við fluttum yfir 150 þúsund ferðamenn til landsins í sumar. Þá hefur góður árangur náðst í fraktflutningum til og frá landinu að undanförnu en mesta aukningin er á Norður-Atlantshafinu þar sem við höldum áfram að styrkja stöðu okkar,“ segir Bogi í tilkynningu. Fjöldi seldra blokktíma í leigustarfsemi jókst um 61% á milli ára í ágúst, að sögn félagsins. Fraktflutningar jukust um 39% á milli ára í ágúst og hafa aukist um 21% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýrri vetraráætlun Icelandair er stefnt að 160 brottförum á viku til 25 áfangastaða sem jafngildir um 65 til 75% af áætlun ársins 2019. „Uppbyggingin heldur því áfram með það að markmiði að ná stöðugleika í fluginu á ný og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem félagið býr yfir til að aðlaga flugáætlun okkar að aðstæðum hverju sinni og grípa þau tækifæri sem gefast á hverjum tíma hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Boga í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fjöldi farþega þrefaldaðist milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga. 6. júlí 2021 17:50