Fleiri fréttir Ríki deila nú frekar skattupplýsingum Ísland stendur vel hvað varðar upplýsingaskipti á sviði skattamála á milli landa. OECD birti í gær nýja skýrslu um stöðu mála í tengslum við fund G8 ríkjanna. Um gífurlegar fjárhæðir er að tefla. 19.6.2013 07:00 Meðalupphæð samninga 37,3 milljónir á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðin var á tímabilinu 7. til 13. júní þinglýst 104 kaupsamningum húsnæði, samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár. Á sama tíma voru þinglýstir samningar tólf á Suðurnesjum, sextán á Akureyri og átta á Árborgarsvæðinu. 18.6.2013 12:42 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15.6.2013 10:00 Vinna ensím úr þorski í Grindavík Nýverið var sett á laggirnar ensímvinnsla í Codland-fullvinnsluklasanum í Grindavík. Ensímin eru unnin úr innyflum þorsksins en rannsóknir hafa sýnt að þau hafa einstaka eiginleika og nýtast í ýmiskonar vörur og áframvinnslu. 14.6.2013 14:13 Bjóða út byggingarrétt í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási Borgarráð hefur ákveðið að efna til sölu byggingarréttar í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási með nýjum skilyrðum. Horfið er frá sölu lóða á föstu verði með viðbótargjaldi en þær þess í stað boðnar út. Kaupendum byggingaréttar er boðið upp á staðgreiðsluafslátt eða afborgunarlaus lán fyrstu þrjú árin sem bera enga vexti fyrsta hálfa árið. 14.6.2013 13:31 Gengi Össurar lækkar meira hér en í Kaupmannahöfn Gengi hlutabréfa í Össuri hf. hefur lækkað um 4,6% í Kauphöllinni það sem af er deginum. Hinsvegar hefur gengið aðeins lækkað um 1,26% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn á sama tíma. 14.6.2013 13:24 Fasteignamat hækkar um 4,3% Mest var hækkunin í Strandabyggð en fasteignamatið lækkaði á Suðurnesjum. 14.6.2013 12:50 Eskja vígir nýja fiskimjölsverksmiðju Þann 1.júní s.l vígði Eskja hf. nýja fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Var öllum íbúum Austurlands boðið að heimsækja verksmiðjuna og komu yfir 600 manns í vígsluhátíð félagsins. 14.6.2013 12:36 Skráð atvinnuleysi í maí var 4,3% Skráð atvinnuleysi í maí var 4,3%, en að meðaltali voru 7.515 atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 483 að meðaltali frá apríl eða um 0,6 prósentustig. Skráð atvinnuleysi að meðaltali frá janúar til maí 2013 var 5,1%. 14.6.2013 12:21 Deloitte hlýtur jafnlaunavottun VR Deloitte er sjöunda fyrirtækið til að hljóta jafnlaunavottun VR. Með jafnlaunavottuninni hefur Deloitte fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að Deloitte sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85. 14.6.2013 12:00 Stöðva þarf áform um einokum í akstri til og frá Leifsstöð Samkeppniseftirlitið segir að stöðva þurfi áform um einokun í áætlunarakstri milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. Af þessum ástæðum hefur eftirlitið beint þeim tilmælum til innanríkisráðherra og Vegagerðarinnar að leita þegar í stað allra leiða til að stöðva áform Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um að koma á einokun á leiðinni. 14.6.2013 11:46 Segir efnahag Skipta sterkan eftir breytingar "Efnahagur félagsins verður sterkur eftir þessar breytingar og með lækkun skulda mun fjármagnskostnaðurinn lækka verulega,“ segir Benedikt Sveinsson, formaður stjórnar Skipta hf en eins og fram kom í fréttum í morgun hafa Skipti hf. nú uppfyllt öll skilyrði sem sett voru fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. 14.6.2013 11:10 AGS segir lítið svigrúm til skuldaniðurfellinga Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að lítið fjárhagslegt svigrúm sé til frekari skuldaniðurfellinga hjá heimilunum eins og ríkisstjórnin hefur lofað. 14.6.2013 11:00 Meiri kraftur í einkaneyslu kemur á óvart Meiri vöxtur virðist ætla að verða í einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi en á þeim fyrsta ef marka má tölur Seðlabanka Íslands um greiðslukortaveltu í maí sl. sem birtar voru í gær. Benda þær jafnframt til þess að gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna hafi verið umfram neysluútgjöld Íslendinga erlendis, og er það í fyrsta sinn sem slíkt er upp á teningnum í maímánuði, a.m.k. eins langt aftur og tölur Seðlabankans um kortaveltu ná. 14.6.2013 10:59 Fasteignir á Íslandi metnar á 4.956 milljarða Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 4,3% frá yfirstandandi ári og verður 4.956 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2014 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. 14.6.2013 10:47 Býður flugfargjöld innanlands án skatta og gjalda Dagana 14. – 18. júní mun Flugfélag Íslands bjóða öll fargjöld innanlands án skatta og gjalda sé bókað á netinu. Eina sem þarf að gera er að fara inná vef félagsins og slá inn flugsláttinn SUMAR. 14.6.2013 10:41 Ráðgjafafyrirtækið One Global Consulting tekið til starfa Ráðgjafafyrirtækið One Global Consulting (OGC) tók nýlega til starfa. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en það sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem eru í samskiptum við erlenda aðila eða starfrækja skrifstofur á erlendri grund. 14.6.2013 10:34 Endurskipulagningu Skipta endanlega lokið Skipti hf. hefur þann 13. júní 2013 uppfyllt öll skilyrði vegna samnings um fjárhagslega endurskipulagningu skulda félagsins, dags. 5. apríl 2013, með undirritun lánasamnings við Arion banka að fjárhæð 19 milljarðar kr. og með móttöku áskriftarloforða frá fagfjárfestum að nýjum skuldabréfaflokki félagsins að fjárhæð 8 milljarðar kr. 14.6.2013 09:30 Heildaraflinn jókst um 27,3% milli ára í maí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 27,3% meiri en í maí 2012. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 1,9% miðað við sama tímabil 2012, sé hann metinn á föstu verði. 14.6.2013 09:12 Launakostnaður eykst í iðnaði og byggingastarfsemi Heildarlaunakostnaður á greidda stund lækkaði frá fyrri ársfjórðungi um 0,5% í iðnaði og 0,4% í byggingarstarfsemi. Þá hækkaði heildarlaunakostnaður um 0,8% í samgöngum og 2,3% í verslun. 14.6.2013 09:09 Sérstaka veiðigjaldið lækkar umtalsvert Ríkisstjórnin hefur kynnt frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld. Til stendur að lækka gjöldin umtalsvert frá því sem til stóð en breytingin er til bráðabirgða til eins fiskveiðiárs. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að varanleg breyting taki gildi. 14.6.2013 08:00 Hæstiréttur: Bætur miðast við fasta búsetu Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið voru sýknuð í Hæstarétti af öllum kröfum einstaklings um meintar ólögmætar skerðingar á greiðslum úr almannatryggingakerfinu. Með dóminum er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að réttur fólks til greiðslna byggist á því hve lengi fólk hefur haft fasta búsetu hér á landi. 14.6.2013 07:29 Erlenda kortaveltan var 6.8 milljarðar í maí Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í maí s.l. var 6,8 milljarðar kr. sem er aukning um 16,5% frá sama tímabili í fyrra. 14.6.2013 07:06 Gjaldeyrisforðinn er 490 milljarðar Heildargjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 490,3 milljörðum kr. í lok maí og hækkaði um 10,4 milljarða kr. milli mánaða. 14.6.2013 07:01 Hluta af ákæru gegn Björk vísað frá Dómari vísaði í dag frá hluta af ákæru sérstaks saksóknara á hendur Björk Þórarinsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kaupþings. Saksóknari mótmælti ákvörðuninni ekki. 13.6.2013 16:26 Stjórnendur fyrirtækja bjartsýnni en áður Mikil breyting til hins betra hefur orðið á væntingum stjórnenda til aðstæðna í atvinnulífinu á næstunni. Nú væntir helmingur stjórnenda þess að þær batni á næstu sex mánuðum en einungis 6% að þær versni. 13.6.2013 14:44 Skora á stjórnvöld að setja gömlu bankana í þrot Aðstandendur vefsíðunnar snjóhengjan.is skora á stjórnvöld að setja inn ákvæði í íslenska löggjöf um að náist ekki nauðasamningar fyrir næstu áramót þá beri slitastjórnum bankanna að setja þá í þrot. 13.6.2013 13:17 Minnstu almennu útlán ÍLS í níu ár Almenn útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í maí sl. voru þau minnstu í a.m.k. níu ár. Námu þau alls 530 milljónir kr. í maí, sem jafngildir ríflega 41% samdrætti frá sama mánuði í fyrra, en þá höfðu þau einnig dregist umtalsvert saman milli ára. 13.6.2013 12:30 Lífeyrissjóðirnir eiga um þriðjung hlutabréfa í Kauphöllinni Lífeyrissjóðir landsins eiga í eigin nafni 31% af hlutabréfum félaga sem eru skráð á aðallista Kauphallarinnar eða um 124 milljarða kr. 13.6.2013 11:18 Starfsmönnum fækkar á meðan nemendum fjölgar Starfsmönnum í háskóla fækkaði um 4,6 prósent á milli áranna 2010 og 2011, en á sama tíma fjölgaði nemendum á háskólastigi um 1,7 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 13.6.2013 11:00 Damanaki setur íslenskum stjórnvöldum úrslitakosti Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri ESB segir að íslensk stjórnvöld verði að semja strax um makrílveiðar sínar eða sæta viðskiptaþvingunum ella. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. 13.6.2013 10:41 Könnun sýnir nægt framboð af starfsfólki á landinu Nægt framboð er af starfsfólki um þessar mundir til að sinna eftirspurn fyrirtækja. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda í atvinnulífinu telur að ekki sé skortur á starfsfólki. Einungis 13% stjórnenda finna fyrir skorti á starfsfólki en 87% ekki. 13.6.2013 10:21 Væri akkur í Landsbankanum á markað Forstjóri Kauphallar Íslands er jákvæður í garð hugmynda um að Landsbankinn verði skráður á markað. Það verði þó ekki hægt fyrr en búið er að endursemja um tæplega 300 milljarða skuld hans við gamla bankann. 13.6.2013 10:00 Sameiginlegt átak gegn svartri vinnu í sumar Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Ríkisskattstjóri munu í sumar taka höndum saman á nýjan leik og ráðast í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. 13.6.2013 09:57 Kjartan og Ármann kaupa hlut í Auði Capital Fjárfestahópur undir forystu Ármanns Þorvaldssonar hefur keypt meginþorra eignarhluta Höllu Tómasdóttur í Auði Capital. Ásamt Ármanni eru þeir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Guðjón Reynisson, forstjóri leikfangaverslunarinnar Hamleys, hluti af fjárfestahópnum með Bretanum Ian Stewart. 13.6.2013 09:47 Ryanair hefur áhuga á flugi til Íslands "Ryanair hefur átt viðræður við flugvallayfirvöld á Íslandi, en á þessum tímapunkti eru þær aðeins á könnunarstigi", segir Robin Kiely, talsmaður Ryanair, aðspurður um hvort félagið hyggist bæta Íslandi við leiðakerfi sitt. 13.6.2013 09:45 Áfram dregur úr almennum lánum ÍLS en vanskil minnka Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í maí s.l. námu einum milljarði króna, en þar af voru 530 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í maí í fyrra um 890 milljónum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 9,9 milljónir króna. 13.6.2013 09:25 Íslenskir launamenn eru tvo daga að vinna fyrir tímatekjum forstjóra Launamaður á Íslandi, sem er með meðallaun, er að jafnaði tvo vinnudaga að vinna fyrir sömu upphæð og íslenskur forstjóri fær að meðaltali í kaup á hverjum klukkutíma. 13.6.2013 09:16 Dótturfélög Regins hf. sameinuð Dótturfélag Regins hf., Reginn atvinnuhúsnæði og dótturfélög þess Reginn A1 ehf., Reginn A2 ehf. og Reginn A3 ehf., hafa verið sameinuð með staðfestingu á samrunaáætlun á hluthafafundi félaganna þann 11. júní 2013. 13.6.2013 08:18 Sala á nautakjöti hefur aukist um 5,5% Landssamtök sláturleyfishafa hafa tekið saman nýjar framleiðslu- og sölutölur kjötgreina fyrir maí þar sem m.a. kemur fram að sala á nautakjöti sl. 12 mánuði, júní 2012-maí 2013, nam 4.235 tonnum sem er 5,5% meira en 12 mánaða tímabilið þar á undan. Þá kemur fram í samantektinni að framleiðslan hafi, á sama tímabili, numið 4.247 tonnum sem er aukning um 5,9% miðað við tímabilið júní 2011-maí 2012. 13.6.2013 07:58 Útboð hafa minnkað snjóhengjuna um tæpa 100 milljarða Gjaldeyrisútboð Seðlabankans hafa minnkað kvikar krónueignir, eða svokallaða snjóhengju um 99 milljarða kr. frá því í júní árið 2011. 13.6.2013 07:52 Veiðigjöldin verða lækkuð um milljarða Með nýju stjórnarfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem lagt var fram á Alþingi í gærkvöldi er ætlunin að lækka veiðigjöldin um 9,6 milljarða króna á næstu tveimur árum. 13.6.2013 07:27 Hópuppsagnir algengar Tíu prósent fyrirtækja í landinu gripu til hópuppsagna frá upphafi hruns í október 2008 til ársloka 2011 og 16 prósent fyrirtækja lækkuðu laun starfsmanna. 13.6.2013 07:23 Viðræður hafnar um sölu á eignum Dróma og Hildu Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), Drómi hf., (eignasafn SPRON og Frjálsa ) og Arion banki hf. hafa ritað undir viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um kaup og sölu á eignum Dróma hf. til ESÍ og Arion banka hf. Samhliða munu fara fram viðræður um kaup Arion banka á einstaklingslánum Hildu ehf., dótturfélags ESÍ. 13.6.2013 07:14 Óvissa um áform ríkisins Aðhaldssöm ríkisfjármál eru mikilvæg vegna afnáms hafta og markmiða um stöðugleika og verðbólgu. Eftir afnám verður lánsfjármögnun ríkisins erfiðari. Ný skýrsla um afnám hafta bíður samstarfs við ríkisstjórn. 13.6.2013 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ríki deila nú frekar skattupplýsingum Ísland stendur vel hvað varðar upplýsingaskipti á sviði skattamála á milli landa. OECD birti í gær nýja skýrslu um stöðu mála í tengslum við fund G8 ríkjanna. Um gífurlegar fjárhæðir er að tefla. 19.6.2013 07:00
Meðalupphæð samninga 37,3 milljónir á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðin var á tímabilinu 7. til 13. júní þinglýst 104 kaupsamningum húsnæði, samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár. Á sama tíma voru þinglýstir samningar tólf á Suðurnesjum, sextán á Akureyri og átta á Árborgarsvæðinu. 18.6.2013 12:42
Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15.6.2013 10:00
Vinna ensím úr þorski í Grindavík Nýverið var sett á laggirnar ensímvinnsla í Codland-fullvinnsluklasanum í Grindavík. Ensímin eru unnin úr innyflum þorsksins en rannsóknir hafa sýnt að þau hafa einstaka eiginleika og nýtast í ýmiskonar vörur og áframvinnslu. 14.6.2013 14:13
Bjóða út byggingarrétt í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási Borgarráð hefur ákveðið að efna til sölu byggingarréttar í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási með nýjum skilyrðum. Horfið er frá sölu lóða á föstu verði með viðbótargjaldi en þær þess í stað boðnar út. Kaupendum byggingaréttar er boðið upp á staðgreiðsluafslátt eða afborgunarlaus lán fyrstu þrjú árin sem bera enga vexti fyrsta hálfa árið. 14.6.2013 13:31
Gengi Össurar lækkar meira hér en í Kaupmannahöfn Gengi hlutabréfa í Össuri hf. hefur lækkað um 4,6% í Kauphöllinni það sem af er deginum. Hinsvegar hefur gengið aðeins lækkað um 1,26% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn á sama tíma. 14.6.2013 13:24
Fasteignamat hækkar um 4,3% Mest var hækkunin í Strandabyggð en fasteignamatið lækkaði á Suðurnesjum. 14.6.2013 12:50
Eskja vígir nýja fiskimjölsverksmiðju Þann 1.júní s.l vígði Eskja hf. nýja fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Var öllum íbúum Austurlands boðið að heimsækja verksmiðjuna og komu yfir 600 manns í vígsluhátíð félagsins. 14.6.2013 12:36
Skráð atvinnuleysi í maí var 4,3% Skráð atvinnuleysi í maí var 4,3%, en að meðaltali voru 7.515 atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 483 að meðaltali frá apríl eða um 0,6 prósentustig. Skráð atvinnuleysi að meðaltali frá janúar til maí 2013 var 5,1%. 14.6.2013 12:21
Deloitte hlýtur jafnlaunavottun VR Deloitte er sjöunda fyrirtækið til að hljóta jafnlaunavottun VR. Með jafnlaunavottuninni hefur Deloitte fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að Deloitte sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85. 14.6.2013 12:00
Stöðva þarf áform um einokum í akstri til og frá Leifsstöð Samkeppniseftirlitið segir að stöðva þurfi áform um einokun í áætlunarakstri milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. Af þessum ástæðum hefur eftirlitið beint þeim tilmælum til innanríkisráðherra og Vegagerðarinnar að leita þegar í stað allra leiða til að stöðva áform Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um að koma á einokun á leiðinni. 14.6.2013 11:46
Segir efnahag Skipta sterkan eftir breytingar "Efnahagur félagsins verður sterkur eftir þessar breytingar og með lækkun skulda mun fjármagnskostnaðurinn lækka verulega,“ segir Benedikt Sveinsson, formaður stjórnar Skipta hf en eins og fram kom í fréttum í morgun hafa Skipti hf. nú uppfyllt öll skilyrði sem sett voru fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. 14.6.2013 11:10
AGS segir lítið svigrúm til skuldaniðurfellinga Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að lítið fjárhagslegt svigrúm sé til frekari skuldaniðurfellinga hjá heimilunum eins og ríkisstjórnin hefur lofað. 14.6.2013 11:00
Meiri kraftur í einkaneyslu kemur á óvart Meiri vöxtur virðist ætla að verða í einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi en á þeim fyrsta ef marka má tölur Seðlabanka Íslands um greiðslukortaveltu í maí sl. sem birtar voru í gær. Benda þær jafnframt til þess að gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna hafi verið umfram neysluútgjöld Íslendinga erlendis, og er það í fyrsta sinn sem slíkt er upp á teningnum í maímánuði, a.m.k. eins langt aftur og tölur Seðlabankans um kortaveltu ná. 14.6.2013 10:59
Fasteignir á Íslandi metnar á 4.956 milljarða Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 4,3% frá yfirstandandi ári og verður 4.956 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2014 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. 14.6.2013 10:47
Býður flugfargjöld innanlands án skatta og gjalda Dagana 14. – 18. júní mun Flugfélag Íslands bjóða öll fargjöld innanlands án skatta og gjalda sé bókað á netinu. Eina sem þarf að gera er að fara inná vef félagsins og slá inn flugsláttinn SUMAR. 14.6.2013 10:41
Ráðgjafafyrirtækið One Global Consulting tekið til starfa Ráðgjafafyrirtækið One Global Consulting (OGC) tók nýlega til starfa. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en það sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem eru í samskiptum við erlenda aðila eða starfrækja skrifstofur á erlendri grund. 14.6.2013 10:34
Endurskipulagningu Skipta endanlega lokið Skipti hf. hefur þann 13. júní 2013 uppfyllt öll skilyrði vegna samnings um fjárhagslega endurskipulagningu skulda félagsins, dags. 5. apríl 2013, með undirritun lánasamnings við Arion banka að fjárhæð 19 milljarðar kr. og með móttöku áskriftarloforða frá fagfjárfestum að nýjum skuldabréfaflokki félagsins að fjárhæð 8 milljarðar kr. 14.6.2013 09:30
Heildaraflinn jókst um 27,3% milli ára í maí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 27,3% meiri en í maí 2012. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 1,9% miðað við sama tímabil 2012, sé hann metinn á föstu verði. 14.6.2013 09:12
Launakostnaður eykst í iðnaði og byggingastarfsemi Heildarlaunakostnaður á greidda stund lækkaði frá fyrri ársfjórðungi um 0,5% í iðnaði og 0,4% í byggingarstarfsemi. Þá hækkaði heildarlaunakostnaður um 0,8% í samgöngum og 2,3% í verslun. 14.6.2013 09:09
Sérstaka veiðigjaldið lækkar umtalsvert Ríkisstjórnin hefur kynnt frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld. Til stendur að lækka gjöldin umtalsvert frá því sem til stóð en breytingin er til bráðabirgða til eins fiskveiðiárs. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að varanleg breyting taki gildi. 14.6.2013 08:00
Hæstiréttur: Bætur miðast við fasta búsetu Tryggingastofnun ríkisins og íslenska ríkið voru sýknuð í Hæstarétti af öllum kröfum einstaklings um meintar ólögmætar skerðingar á greiðslum úr almannatryggingakerfinu. Með dóminum er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að réttur fólks til greiðslna byggist á því hve lengi fólk hefur haft fasta búsetu hér á landi. 14.6.2013 07:29
Erlenda kortaveltan var 6.8 milljarðar í maí Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í maí s.l. var 6,8 milljarðar kr. sem er aukning um 16,5% frá sama tímabili í fyrra. 14.6.2013 07:06
Gjaldeyrisforðinn er 490 milljarðar Heildargjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 490,3 milljörðum kr. í lok maí og hækkaði um 10,4 milljarða kr. milli mánaða. 14.6.2013 07:01
Hluta af ákæru gegn Björk vísað frá Dómari vísaði í dag frá hluta af ákæru sérstaks saksóknara á hendur Björk Þórarinsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kaupþings. Saksóknari mótmælti ákvörðuninni ekki. 13.6.2013 16:26
Stjórnendur fyrirtækja bjartsýnni en áður Mikil breyting til hins betra hefur orðið á væntingum stjórnenda til aðstæðna í atvinnulífinu á næstunni. Nú væntir helmingur stjórnenda þess að þær batni á næstu sex mánuðum en einungis 6% að þær versni. 13.6.2013 14:44
Skora á stjórnvöld að setja gömlu bankana í þrot Aðstandendur vefsíðunnar snjóhengjan.is skora á stjórnvöld að setja inn ákvæði í íslenska löggjöf um að náist ekki nauðasamningar fyrir næstu áramót þá beri slitastjórnum bankanna að setja þá í þrot. 13.6.2013 13:17
Minnstu almennu útlán ÍLS í níu ár Almenn útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í maí sl. voru þau minnstu í a.m.k. níu ár. Námu þau alls 530 milljónir kr. í maí, sem jafngildir ríflega 41% samdrætti frá sama mánuði í fyrra, en þá höfðu þau einnig dregist umtalsvert saman milli ára. 13.6.2013 12:30
Lífeyrissjóðirnir eiga um þriðjung hlutabréfa í Kauphöllinni Lífeyrissjóðir landsins eiga í eigin nafni 31% af hlutabréfum félaga sem eru skráð á aðallista Kauphallarinnar eða um 124 milljarða kr. 13.6.2013 11:18
Starfsmönnum fækkar á meðan nemendum fjölgar Starfsmönnum í háskóla fækkaði um 4,6 prósent á milli áranna 2010 og 2011, en á sama tíma fjölgaði nemendum á háskólastigi um 1,7 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 13.6.2013 11:00
Damanaki setur íslenskum stjórnvöldum úrslitakosti Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri ESB segir að íslensk stjórnvöld verði að semja strax um makrílveiðar sínar eða sæta viðskiptaþvingunum ella. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. 13.6.2013 10:41
Könnun sýnir nægt framboð af starfsfólki á landinu Nægt framboð er af starfsfólki um þessar mundir til að sinna eftirspurn fyrirtækja. Yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda í atvinnulífinu telur að ekki sé skortur á starfsfólki. Einungis 13% stjórnenda finna fyrir skorti á starfsfólki en 87% ekki. 13.6.2013 10:21
Væri akkur í Landsbankanum á markað Forstjóri Kauphallar Íslands er jákvæður í garð hugmynda um að Landsbankinn verði skráður á markað. Það verði þó ekki hægt fyrr en búið er að endursemja um tæplega 300 milljarða skuld hans við gamla bankann. 13.6.2013 10:00
Sameiginlegt átak gegn svartri vinnu í sumar Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Ríkisskattstjóri munu í sumar taka höndum saman á nýjan leik og ráðast í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. 13.6.2013 09:57
Kjartan og Ármann kaupa hlut í Auði Capital Fjárfestahópur undir forystu Ármanns Þorvaldssonar hefur keypt meginþorra eignarhluta Höllu Tómasdóttur í Auði Capital. Ásamt Ármanni eru þeir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Guðjón Reynisson, forstjóri leikfangaverslunarinnar Hamleys, hluti af fjárfestahópnum með Bretanum Ian Stewart. 13.6.2013 09:47
Ryanair hefur áhuga á flugi til Íslands "Ryanair hefur átt viðræður við flugvallayfirvöld á Íslandi, en á þessum tímapunkti eru þær aðeins á könnunarstigi", segir Robin Kiely, talsmaður Ryanair, aðspurður um hvort félagið hyggist bæta Íslandi við leiðakerfi sitt. 13.6.2013 09:45
Áfram dregur úr almennum lánum ÍLS en vanskil minnka Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í maí s.l. námu einum milljarði króna, en þar af voru 530 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í maí í fyrra um 890 milljónum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 9,9 milljónir króna. 13.6.2013 09:25
Íslenskir launamenn eru tvo daga að vinna fyrir tímatekjum forstjóra Launamaður á Íslandi, sem er með meðallaun, er að jafnaði tvo vinnudaga að vinna fyrir sömu upphæð og íslenskur forstjóri fær að meðaltali í kaup á hverjum klukkutíma. 13.6.2013 09:16
Dótturfélög Regins hf. sameinuð Dótturfélag Regins hf., Reginn atvinnuhúsnæði og dótturfélög þess Reginn A1 ehf., Reginn A2 ehf. og Reginn A3 ehf., hafa verið sameinuð með staðfestingu á samrunaáætlun á hluthafafundi félaganna þann 11. júní 2013. 13.6.2013 08:18
Sala á nautakjöti hefur aukist um 5,5% Landssamtök sláturleyfishafa hafa tekið saman nýjar framleiðslu- og sölutölur kjötgreina fyrir maí þar sem m.a. kemur fram að sala á nautakjöti sl. 12 mánuði, júní 2012-maí 2013, nam 4.235 tonnum sem er 5,5% meira en 12 mánaða tímabilið þar á undan. Þá kemur fram í samantektinni að framleiðslan hafi, á sama tímabili, numið 4.247 tonnum sem er aukning um 5,9% miðað við tímabilið júní 2011-maí 2012. 13.6.2013 07:58
Útboð hafa minnkað snjóhengjuna um tæpa 100 milljarða Gjaldeyrisútboð Seðlabankans hafa minnkað kvikar krónueignir, eða svokallaða snjóhengju um 99 milljarða kr. frá því í júní árið 2011. 13.6.2013 07:52
Veiðigjöldin verða lækkuð um milljarða Með nýju stjórnarfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem lagt var fram á Alþingi í gærkvöldi er ætlunin að lækka veiðigjöldin um 9,6 milljarða króna á næstu tveimur árum. 13.6.2013 07:27
Hópuppsagnir algengar Tíu prósent fyrirtækja í landinu gripu til hópuppsagna frá upphafi hruns í október 2008 til ársloka 2011 og 16 prósent fyrirtækja lækkuðu laun starfsmanna. 13.6.2013 07:23
Viðræður hafnar um sölu á eignum Dróma og Hildu Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), Drómi hf., (eignasafn SPRON og Frjálsa ) og Arion banki hf. hafa ritað undir viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um kaup og sölu á eignum Dróma hf. til ESÍ og Arion banka hf. Samhliða munu fara fram viðræður um kaup Arion banka á einstaklingslánum Hildu ehf., dótturfélags ESÍ. 13.6.2013 07:14
Óvissa um áform ríkisins Aðhaldssöm ríkisfjármál eru mikilvæg vegna afnáms hafta og markmiða um stöðugleika og verðbólgu. Eftir afnám verður lánsfjármögnun ríkisins erfiðari. Ný skýrsla um afnám hafta bíður samstarfs við ríkisstjórn. 13.6.2013 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent