Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 4,3%

Jóhannes Stefánsson skrifar
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Persónuverndar. Mynd/ GVA
Nýtt fasteignamat fyrir árið 2014 var kynnt á fundi í húsakynnum Þjóðskrár nú í morgun. Fasteignamatið hækkar töluvert frá fyrra ári, eða um 4,3% að meðaltali.

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir hækkunina mis mikla á milli sveitarfélaga en hvað varðar tegundir eigna séu það sumarbústaðir og frístundahús sem hækki mest.

„Við erum að sjá meðaltalshækkun á fasteignamati á landinu sem er 4,3%. Það er mjög jöfn hækkun á atvinnuhúsnæði, það eru 4,1% bæði á höfðuborgarsvæðinu og landsbyggðini. Mesta hækkunin er hinsvegar í sumarbústöðum og frístundahúsum en það hækkar mest um 9,2%."

Þá segir Margrét: „Það eru ákveðin hverfi eða svæði sem hækka mun meira og önnur sem lækka. Mesta hækkunin er í Strandabyggð sem er að hækka um 16% og svo Vestmannaeyjar um 10%. Vestmannaeyjar var hástökkvarinn í fyrra þannig að þeir hækka aftur umfram meðaltalið.

Margrét segir fasteignamat einungis hafa lækkað á Suðurnesjum, en lækkunin hafi þó verið mjög lítil. Aðspurð að því hvaða þýðingu hækkunin hafi segir hún: „Stundum er þetta notað sem viðmið fyrir kaupverð ef sala á að eiga sér stað. Þetta er samkvæmt lögum fyrst og fremst skattstofn fyrir fasteignaskatt sem sveitarfélögin innheimta og fasteignagjöld eins og sorphirðugjöld, lóðarleigu- fráveitugjald og svo framvegis.

Flestir geta því átt von á því að fá hærri reikning frá sveitarfélaginu á næsta ári en á þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×