Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir eiga um þriðjung hlutabréfa í Kauphöllinni

Lífeyrissjóðir landsins eiga í eigin nafni 31% af hlutabréfum félaga sem eru skráð á aðallista Kauphallarinnar eða um 124 milljarða kr.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að lífeyrissjóðirnir áttu í apríl 228 milljarða kr. í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er um að ræða skráð hlutbréf, óskráð hlutabréf og bréf í ýmsum framtakssjóðum.

Innlend hlutabréf nema nú 9,3% af hreinni eign sjóðanna til greiðslu lífeyris. Misjafnt er hversu stóran hluta lífeyrissjóðirnir stefna að því að eiga í innlendum hlutabréfum en algengt er að hlutföllin liggi á bilinu 5-20%. Við búumst við því að endurfjárfestingaþörf sjóðanna á næstu árum verði 135 milljarðar kr. á ári.

„Samkvæmt gögnum frá Kauphöllinni yfir 20 stærstu eigendur skráðra félaga eiga lífeyrissjóðirnir um 124 milljarða kr. í skráðum félögum á aðallista Kauphallarinnar í eigin nafni. Það má vænta þess að hlutdeild þeirra sé í raun nokkuð stærri þar sem hlutdeild þeirra nær væntanlega ekki í öllum tilfellum upp í hluta stærstu eigenda auk þess sem þeir eigi eitthvað af skráðri eign í gegnum sjóði,“ segir í Morgunkorninu.

„Lífeyrissjóðirnir hafa jafnframt verið atkvæðamiklir eigendur í framtakssjóðum, s.s. Framtakssjóð Íslands og SÍA. Ekki er ólíklegt að eitthvað af þeim félögum sem fyrrgreindir sjóðir eiga verði skráð á markað í fullnustu tímans en þannig hefur m.a. verið opinberlega gefið út að Sjóvá sem er í eigu SÍA 1 verði skráð á markað.

Athyglisvert er að sjá hvernig eign lífeyrissjóðanna skiptist á milli félaga. Lífeyrissjóðirnir eiga hlutfallslega mest í Icelandair hvort sem litið er til hlutfallslegrar eignar eða markaðsvirðis eignarhlutans. Lífeyrissjóðirnir eiga aftur minnst í VÍS bæði hlutfallslega og að markaðsvirði. Lífeyrissjóðirnir eignuðust reyndar ekki stóra hlutdeild í VÍS við skráningu og hafa aukið hlut sinn nokkuð hratt. „Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.