Sérstaka veiðigjaldið lækkar umtalsvert Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 14. júní 2013 08:00 Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verður sérstaka veiðigjaldið svipað og á yfirstandandi fiskveiðiári en þó nokkru lægra. Að næsta fiskveiðiári loknu er gert ráð fyrir að gerð hafi verið varanleg breyting á veiðigjaldalögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra lagði í fyrrakvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld til eins árs. Samkvæmt frumvarpinu verður sérstaka veiðigjaldið lækkað nokkuð frá því sem til stóð. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að veiðigjöld skili ríkinu alls 9,8 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Nái það fram að ganga verða veiðigjöld því talsvert lægri en til stóð því áætlað hefur verið að veiðigjöld myndu skila 13,8 milljörðum á næsta fiskveiðiári og síðan hækka ár frá ári til fiskveiðiársins 2016 til 2017. Munurinn er ríflega fjórir milljarðar en á móti gætu tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hækkað um allt að 600 milljónir þar sem lægri veiðigjöld leiða til minni frádráttar frá tekjuskattstofni. Sigurður Ingi segir að með lækkun sérstaka veiðigjaldsins sé brugðist við neikvæðum áhrifum þess á sjávarútvegsfyrirtæki auk þess sem tekið sé tillit til þess að verð á bolfisksafurðum hafi lækkað um allt að 30% á mörkuðum. „Við höfðum af því áhyggjur að sérstaka veiðigjaldið myndi leggjast af miklum þunga á ákveðinn hluta útgerðarinnar. Það hefur komið á daginn strax fyrsta árið að fyrirtæki hafa þurft að segja upp fólki og þá hefur orðið samþjöppun í greininni,“ segir Sigurður og bætir við að við því hafi orðið að bregðast. Alþingi samþykkti lögin um sérstakt veiðigjald í lok júní 2012. Kveða þau á um að útgerðir greiði hlutfall af framlegð í gjald. Á fyrsta fiskveiðiárinu, því yfirstandandi, var þó ákveðið að byggja gjaldtökuna á fastri krónutölu á þorskígildiskíló. Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga verður gjaldtakan með svipuðum hætti.Sigurður Ingi JóhannssonHin leiðin, sem núgildandi lög kveða á um að eigi að nota á næsta fiskveiðiári, er í uppnámi vegna skorts á gögnum sem nauðsynleg eru til þess að reikna út gjaldið. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta veiðigjaldsálagningunni til bráðabirgða til eins árs en síðan er gert ráð fyrir að varanleg breyting verði gerð á veiðigjaldalögunum. Sigurður Ingi segir hins vegar að varanlega breytingin verði ekki í anda þess frumvarps sem nú hefur verið kynnt. „Við erum að bregðast við þessum vanda með mjög stuttum fyrirvara enda áttu lögin, sem komið hefur í ljós að eru óframkvæmanleg, að taka gildi 1. september. Því erum við nú að leysa þann vanda til bráðabirgða.“ Þá segir Sigurður Ingi að varanlega breytingin muni byggja á þeirri hugmyndafræði sem ríkisstjórnin kynnti í stjórnarsáttmála sínum um fast veiðigjald og afkomutengt gjald. „Vinna við þá breytingu er hafin en frumvarpið nú byggir ekki á henni. Það miðast annars vegar við að taka tillit til þessara þátta sem ég nefndi áðan og hins vegar það að ríkissjóður þarf á fjármunum að halda í ljósi versnandi afkomu.“ Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjöld muni skila ríkissjóði 9,8 milljörðum í tekjur á næsta fiskveiðiári. Sú upphæð gæti hins vegar lækkað. Þannig var áætlað að veiðigjöld myndu skila 10,5 milljörðum á yfirstandandi fiskveiðiári. Raunveruleg upphæð verður hins vegar nær 8,3 milljörðum þar sem skuldsettar útgerðir hafa fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu. Sá afsláttur verður áfram í boði á næsta fiskveiðiári.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.Mynd/Stefán KarlssonKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er gagnrýnin á frumvarp Sigurðar Inga. „Mér finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og ríkisstjórnin heldur blaðamannafund og talar um slæmar horfur í ríkisfjármálum þá er hún að leggja fram tvö frumvörp sem draga úr tekjum ríkisins um átta milljarða á ári. Þá er ég að vísa til lækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og lækkun á sérstaka veiðigjaldinu.“ Þá segir Katrín að tímasetningin á lækkun veiðigjaldsins sé einkennileg í ljósi sterkari stöðu fiskistofna. „Nú liggur fyrir ný veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun sem bendir til þess að óhætt sé að veiða meiri fisk á næsta fiskveiðiári og spáir stofnunin aukningu á útflutningsverðmæti um 15 til 16 milljarða króna. Þannig að ég hefði talið að útgerðin ætti að vera aflögufær á þessum tímapunkti.“ Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra lagði í fyrrakvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld til eins árs. Samkvæmt frumvarpinu verður sérstaka veiðigjaldið lækkað nokkuð frá því sem til stóð. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að veiðigjöld skili ríkinu alls 9,8 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Nái það fram að ganga verða veiðigjöld því talsvert lægri en til stóð því áætlað hefur verið að veiðigjöld myndu skila 13,8 milljörðum á næsta fiskveiðiári og síðan hækka ár frá ári til fiskveiðiársins 2016 til 2017. Munurinn er ríflega fjórir milljarðar en á móti gætu tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hækkað um allt að 600 milljónir þar sem lægri veiðigjöld leiða til minni frádráttar frá tekjuskattstofni. Sigurður Ingi segir að með lækkun sérstaka veiðigjaldsins sé brugðist við neikvæðum áhrifum þess á sjávarútvegsfyrirtæki auk þess sem tekið sé tillit til þess að verð á bolfisksafurðum hafi lækkað um allt að 30% á mörkuðum. „Við höfðum af því áhyggjur að sérstaka veiðigjaldið myndi leggjast af miklum þunga á ákveðinn hluta útgerðarinnar. Það hefur komið á daginn strax fyrsta árið að fyrirtæki hafa þurft að segja upp fólki og þá hefur orðið samþjöppun í greininni,“ segir Sigurður og bætir við að við því hafi orðið að bregðast. Alþingi samþykkti lögin um sérstakt veiðigjald í lok júní 2012. Kveða þau á um að útgerðir greiði hlutfall af framlegð í gjald. Á fyrsta fiskveiðiárinu, því yfirstandandi, var þó ákveðið að byggja gjaldtökuna á fastri krónutölu á þorskígildiskíló. Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga verður gjaldtakan með svipuðum hætti.Sigurður Ingi JóhannssonHin leiðin, sem núgildandi lög kveða á um að eigi að nota á næsta fiskveiðiári, er í uppnámi vegna skorts á gögnum sem nauðsynleg eru til þess að reikna út gjaldið. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta veiðigjaldsálagningunni til bráðabirgða til eins árs en síðan er gert ráð fyrir að varanleg breyting verði gerð á veiðigjaldalögunum. Sigurður Ingi segir hins vegar að varanlega breytingin verði ekki í anda þess frumvarps sem nú hefur verið kynnt. „Við erum að bregðast við þessum vanda með mjög stuttum fyrirvara enda áttu lögin, sem komið hefur í ljós að eru óframkvæmanleg, að taka gildi 1. september. Því erum við nú að leysa þann vanda til bráðabirgða.“ Þá segir Sigurður Ingi að varanlega breytingin muni byggja á þeirri hugmyndafræði sem ríkisstjórnin kynnti í stjórnarsáttmála sínum um fast veiðigjald og afkomutengt gjald. „Vinna við þá breytingu er hafin en frumvarpið nú byggir ekki á henni. Það miðast annars vegar við að taka tillit til þessara þátta sem ég nefndi áðan og hins vegar það að ríkissjóður þarf á fjármunum að halda í ljósi versnandi afkomu.“ Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjöld muni skila ríkissjóði 9,8 milljörðum í tekjur á næsta fiskveiðiári. Sú upphæð gæti hins vegar lækkað. Þannig var áætlað að veiðigjöld myndu skila 10,5 milljörðum á yfirstandandi fiskveiðiári. Raunveruleg upphæð verður hins vegar nær 8,3 milljörðum þar sem skuldsettar útgerðir hafa fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu. Sá afsláttur verður áfram í boði á næsta fiskveiðiári.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.Mynd/Stefán KarlssonKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er gagnrýnin á frumvarp Sigurðar Inga. „Mér finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og ríkisstjórnin heldur blaðamannafund og talar um slæmar horfur í ríkisfjármálum þá er hún að leggja fram tvö frumvörp sem draga úr tekjum ríkisins um átta milljarða á ári. Þá er ég að vísa til lækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og lækkun á sérstaka veiðigjaldinu.“ Þá segir Katrín að tímasetningin á lækkun veiðigjaldsins sé einkennileg í ljósi sterkari stöðu fiskistofna. „Nú liggur fyrir ný veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun sem bendir til þess að óhætt sé að veiða meiri fisk á næsta fiskveiðiári og spáir stofnunin aukningu á útflutningsverðmæti um 15 til 16 milljarða króna. Þannig að ég hefði talið að útgerðin ætti að vera aflögufær á þessum tímapunkti.“
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira