Sérstaka veiðigjaldið lækkar umtalsvert Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 14. júní 2013 08:00 Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verður sérstaka veiðigjaldið svipað og á yfirstandandi fiskveiðiári en þó nokkru lægra. Að næsta fiskveiðiári loknu er gert ráð fyrir að gerð hafi verið varanleg breyting á veiðigjaldalögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra lagði í fyrrakvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld til eins árs. Samkvæmt frumvarpinu verður sérstaka veiðigjaldið lækkað nokkuð frá því sem til stóð. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að veiðigjöld skili ríkinu alls 9,8 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Nái það fram að ganga verða veiðigjöld því talsvert lægri en til stóð því áætlað hefur verið að veiðigjöld myndu skila 13,8 milljörðum á næsta fiskveiðiári og síðan hækka ár frá ári til fiskveiðiársins 2016 til 2017. Munurinn er ríflega fjórir milljarðar en á móti gætu tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hækkað um allt að 600 milljónir þar sem lægri veiðigjöld leiða til minni frádráttar frá tekjuskattstofni. Sigurður Ingi segir að með lækkun sérstaka veiðigjaldsins sé brugðist við neikvæðum áhrifum þess á sjávarútvegsfyrirtæki auk þess sem tekið sé tillit til þess að verð á bolfisksafurðum hafi lækkað um allt að 30% á mörkuðum. „Við höfðum af því áhyggjur að sérstaka veiðigjaldið myndi leggjast af miklum þunga á ákveðinn hluta útgerðarinnar. Það hefur komið á daginn strax fyrsta árið að fyrirtæki hafa þurft að segja upp fólki og þá hefur orðið samþjöppun í greininni,“ segir Sigurður og bætir við að við því hafi orðið að bregðast. Alþingi samþykkti lögin um sérstakt veiðigjald í lok júní 2012. Kveða þau á um að útgerðir greiði hlutfall af framlegð í gjald. Á fyrsta fiskveiðiárinu, því yfirstandandi, var þó ákveðið að byggja gjaldtökuna á fastri krónutölu á þorskígildiskíló. Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga verður gjaldtakan með svipuðum hætti.Sigurður Ingi JóhannssonHin leiðin, sem núgildandi lög kveða á um að eigi að nota á næsta fiskveiðiári, er í uppnámi vegna skorts á gögnum sem nauðsynleg eru til þess að reikna út gjaldið. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta veiðigjaldsálagningunni til bráðabirgða til eins árs en síðan er gert ráð fyrir að varanleg breyting verði gerð á veiðigjaldalögunum. Sigurður Ingi segir hins vegar að varanlega breytingin verði ekki í anda þess frumvarps sem nú hefur verið kynnt. „Við erum að bregðast við þessum vanda með mjög stuttum fyrirvara enda áttu lögin, sem komið hefur í ljós að eru óframkvæmanleg, að taka gildi 1. september. Því erum við nú að leysa þann vanda til bráðabirgða.“ Þá segir Sigurður Ingi að varanlega breytingin muni byggja á þeirri hugmyndafræði sem ríkisstjórnin kynnti í stjórnarsáttmála sínum um fast veiðigjald og afkomutengt gjald. „Vinna við þá breytingu er hafin en frumvarpið nú byggir ekki á henni. Það miðast annars vegar við að taka tillit til þessara þátta sem ég nefndi áðan og hins vegar það að ríkissjóður þarf á fjármunum að halda í ljósi versnandi afkomu.“ Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjöld muni skila ríkissjóði 9,8 milljörðum í tekjur á næsta fiskveiðiári. Sú upphæð gæti hins vegar lækkað. Þannig var áætlað að veiðigjöld myndu skila 10,5 milljörðum á yfirstandandi fiskveiðiári. Raunveruleg upphæð verður hins vegar nær 8,3 milljörðum þar sem skuldsettar útgerðir hafa fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu. Sá afsláttur verður áfram í boði á næsta fiskveiðiári.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.Mynd/Stefán KarlssonKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er gagnrýnin á frumvarp Sigurðar Inga. „Mér finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og ríkisstjórnin heldur blaðamannafund og talar um slæmar horfur í ríkisfjármálum þá er hún að leggja fram tvö frumvörp sem draga úr tekjum ríkisins um átta milljarða á ári. Þá er ég að vísa til lækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og lækkun á sérstaka veiðigjaldinu.“ Þá segir Katrín að tímasetningin á lækkun veiðigjaldsins sé einkennileg í ljósi sterkari stöðu fiskistofna. „Nú liggur fyrir ný veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun sem bendir til þess að óhætt sé að veiða meiri fisk á næsta fiskveiðiári og spáir stofnunin aukningu á útflutningsverðmæti um 15 til 16 milljarða króna. Þannig að ég hefði talið að útgerðin ætti að vera aflögufær á þessum tímapunkti.“ Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra lagði í fyrrakvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld til eins árs. Samkvæmt frumvarpinu verður sérstaka veiðigjaldið lækkað nokkuð frá því sem til stóð. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að veiðigjöld skili ríkinu alls 9,8 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Nái það fram að ganga verða veiðigjöld því talsvert lægri en til stóð því áætlað hefur verið að veiðigjöld myndu skila 13,8 milljörðum á næsta fiskveiðiári og síðan hækka ár frá ári til fiskveiðiársins 2016 til 2017. Munurinn er ríflega fjórir milljarðar en á móti gætu tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hækkað um allt að 600 milljónir þar sem lægri veiðigjöld leiða til minni frádráttar frá tekjuskattstofni. Sigurður Ingi segir að með lækkun sérstaka veiðigjaldsins sé brugðist við neikvæðum áhrifum þess á sjávarútvegsfyrirtæki auk þess sem tekið sé tillit til þess að verð á bolfisksafurðum hafi lækkað um allt að 30% á mörkuðum. „Við höfðum af því áhyggjur að sérstaka veiðigjaldið myndi leggjast af miklum þunga á ákveðinn hluta útgerðarinnar. Það hefur komið á daginn strax fyrsta árið að fyrirtæki hafa þurft að segja upp fólki og þá hefur orðið samþjöppun í greininni,“ segir Sigurður og bætir við að við því hafi orðið að bregðast. Alþingi samþykkti lögin um sérstakt veiðigjald í lok júní 2012. Kveða þau á um að útgerðir greiði hlutfall af framlegð í gjald. Á fyrsta fiskveiðiárinu, því yfirstandandi, var þó ákveðið að byggja gjaldtökuna á fastri krónutölu á þorskígildiskíló. Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga verður gjaldtakan með svipuðum hætti.Sigurður Ingi JóhannssonHin leiðin, sem núgildandi lög kveða á um að eigi að nota á næsta fiskveiðiári, er í uppnámi vegna skorts á gögnum sem nauðsynleg eru til þess að reikna út gjaldið. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta veiðigjaldsálagningunni til bráðabirgða til eins árs en síðan er gert ráð fyrir að varanleg breyting verði gerð á veiðigjaldalögunum. Sigurður Ingi segir hins vegar að varanlega breytingin verði ekki í anda þess frumvarps sem nú hefur verið kynnt. „Við erum að bregðast við þessum vanda með mjög stuttum fyrirvara enda áttu lögin, sem komið hefur í ljós að eru óframkvæmanleg, að taka gildi 1. september. Því erum við nú að leysa þann vanda til bráðabirgða.“ Þá segir Sigurður Ingi að varanlega breytingin muni byggja á þeirri hugmyndafræði sem ríkisstjórnin kynnti í stjórnarsáttmála sínum um fast veiðigjald og afkomutengt gjald. „Vinna við þá breytingu er hafin en frumvarpið nú byggir ekki á henni. Það miðast annars vegar við að taka tillit til þessara þátta sem ég nefndi áðan og hins vegar það að ríkissjóður þarf á fjármunum að halda í ljósi versnandi afkomu.“ Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjöld muni skila ríkissjóði 9,8 milljörðum í tekjur á næsta fiskveiðiári. Sú upphæð gæti hins vegar lækkað. Þannig var áætlað að veiðigjöld myndu skila 10,5 milljörðum á yfirstandandi fiskveiðiári. Raunveruleg upphæð verður hins vegar nær 8,3 milljörðum þar sem skuldsettar útgerðir hafa fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu. Sá afsláttur verður áfram í boði á næsta fiskveiðiári.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.Mynd/Stefán KarlssonKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er gagnrýnin á frumvarp Sigurðar Inga. „Mér finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og ríkisstjórnin heldur blaðamannafund og talar um slæmar horfur í ríkisfjármálum þá er hún að leggja fram tvö frumvörp sem draga úr tekjum ríkisins um átta milljarða á ári. Þá er ég að vísa til lækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og lækkun á sérstaka veiðigjaldinu.“ Þá segir Katrín að tímasetningin á lækkun veiðigjaldsins sé einkennileg í ljósi sterkari stöðu fiskistofna. „Nú liggur fyrir ný veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun sem bendir til þess að óhætt sé að veiða meiri fisk á næsta fiskveiðiári og spáir stofnunin aukningu á útflutningsverðmæti um 15 til 16 milljarða króna. Þannig að ég hefði talið að útgerðin ætti að vera aflögufær á þessum tímapunkti.“
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira