Viðskipti innlent

Ryanair hefur áhuga á flugi til Íslands

„Ryanair hefur átt viðræður við flugvallayfirvöld á Íslandi, en á þessum tímapunkti eru þær aðeins á könnunarstigi", segir Robin Kiely, talsmaður Ryanair, aðspurður um hvort félagið hyggist bæta Íslandi við leiðakerfi sitt.

Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is. Þar segir að líkt og kom fram hér á síðunni í vikunni þá leitar írska flugfélagið nýrra tækifæra á Norðurlöndum. Robin Kiely segir í samtali við Túrista að lág flugvallagjöld séu forsenda fyrir nýjum áfangastöðum. Að hans sögn er mikil eftirspurn eftir þessu stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu og starfsmenn þess eigi í viðræðum við stjórnendur flugvalla mjög víða.

Ryanair er eitt umsvifamesta flugfélag Evrópu en í fyrra flugu um áttatíu milljónir farþega með félaginu. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×