Viðskipti innlent

Útboð hafa minnkað snjóhengjuna um tæpa 100 milljarða

Gjaldeyrisútboð Seðlabankans hafa minnkað kvikar krónueignir, eða svokallaða snjóhengju um 99 milljarða kr. frá því í júní árið 2011.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar segir að núgildandi áætlun um losun fjármagnshafta sem kynnt var í mars 2011 er skipt upp í tvo áfanga. Fyrri áfangi losunar fjármagnshafta (þar sem við erum núna) felst í aðgerðum er miða af því að lækka stöðu aflandskróna. Gjaldeyrisútboð Seðlabankans eru fyrstu og einu skrefin sem stigin hafa verið í þeim áfanga.

Útboðin hófust í júní 2011 en frá þeim tíma hafa kvikar krónueignir erlendra aðila lækkað um 99 milljarða kr. í gegnum útboðin. Þessu til viðbótar hafa einstök viðskipti, eins og Avens samningur, lækkað stöðu kvikra krónueigna um 140 milljarða kr.

"Í dag eru kvikar krónueignir í kringum 351 milljarður kr. (m.v. síðustu birtingu Seðlabankans og eftir að við tökum tillit til síðustu útboða) eða sem nemur ríflega 20% af landsframleiðslu landsins," segir í Markaðspunktunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×