Viðskipti innlent

Veiðigjöldin verða lækkuð um milljarða

Með nýju stjórnarfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem lagt var fram á Alþingi í gærkvöldi er ætlunin að lækka veiðigjöldin um 9,6 milljarða króna á næstu tveimur árum.

Í frumvarpinu segir m.a. að þegar litið er til lækkunar veiðigjaldanna í 9,8 milljarða kr. á næsta fiskveiðiári, eins og kveðið er á um í frumvarpinu, má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum lækki um 3,2 milljarða kr. á rekstrargrunni 2013.

"Þegar metin eru áhrif breytinga veiðigjalda á tekjur ríkissjóðs 2014 skiptir einnig verulegu máli hvert veiðigjaldið verður á fiskveiðiárinu 2014/2015. Ef gert er ráð fyrir að gjaldtakan verði sú sama í krónum talið á því fiskveiðiári, eða alls 9,8 milljarðar kr., þá má áætla að tekjur ríkissjóðs á rekstrargrunni árið 2014 geti lækkað um 6,4 milljarða kr. árið 2014 frá því sem reiknað var með í fyrri ríkisfjármálaáætlun."  Sjá nánar hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×