Óvissa um áform ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu í gær ákvörðun um stýrivexti. Fréttablaðið/Anton „Ákveðin óvissa ríkir um áform í opinberum fjármálum,“ vitnaði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti á kynningarfundi bankans í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar er áréttað mikilvægi þess að jöfnuður náist sem fyrst á ríkissjóði þannig að samspil stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum stuðli með sem minnstum tilkostnaði að ytra jafnvægi þjóðarbúsins, efnahagslegum stöðugleika og verðbólgu í samræmi við markmið. „Miðað við þá stöðu sem við erum nú í er auðvitað heppilegast að hafa þetta samspil þannig að ríkisfjármálastefnan sé aðeins aðhaldssamari og þá hægt að hafa aðeins slakari peningastefnu vegna þess að það þýðir að raungengi krónunnar verður þá lægra en ella.“ Lægra raungengi samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og verðbólgu um leið og viðskiptaafgangur getur orðið meiri. „Og það er ekki gott ef peningastefnan og ríkisfjármálastefnan fara að toga of mikið í sitt hvora áttina,“ sagði Már, en bætti um leið við að ekki væru sérstök merki um slíkt. Már rifjaði einnig upp varnaðarorð bankans í janúar um að undirstöður tekjuhliðar fjárlaga kynnu að vera ekki nógu traustar. Seðlabankinn hafi haft af því áhyggjur að útkoman yrði eitthvað verri en að hafi verið stefnt. Hvað framhaldið varðaði þyrfti að bíða framvindunnar við gerð nýrra fjárlaga. Þá áréttaði Már að aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum væri líka mikilvæg vegna losunar fjármagnshafta. „Því þegar þau verða losuð þá verður lánsfjármögnun ríkissjóðs erfiðari og dýrari.“ Hvað varðar breytingar á áætlun um losun gjaldeyrishafta sagði Már stöðugt unnið að endurskoðun á þeirri áætlun. „Spurningin er bara hvenær verður gefin út ný skýrsla og það verður náttúrulega ekki gert nema í samvinnu við nýja ríkisstjórn.“ Framvinduna sagði Már að stórum hluta ráðast af því hvernig farið yrði að með bú föllnu bankanna. „Það verður að einhverju leyti að koma fyrst, þótt hægt sé að vinna samhliða að mjög mörgu. Við höldum áfram útboðunum og undirbúum ýmislegt sem boðað var í síðustu áætlun.“ Þar á meðal er könnun lagalegra skilyrða útgöngugjalds, eða -skatts sem kynni að verða lagður á og varúðarreglurnar sem Seðlabankinn hafi boðað. „Losun fjármagnshafta er miklu meira ein einhver tæknileg fiff varðandi einhver útboð. Þetta er spurningin um Ísland í heild sinni.“Stýrivextir óbreyttir en hagvöxtur óljós Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar bankans. Sjö daga veðlánavextir eru 6,0 prósent. „Nefndin bendir á að hagvöxtur virðist hafa verið heldur minni á fyrsta fjórðungi ársins en bankinn spáði í Peningamálum í maí,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í gær. Of snemmt væri þó að fullyrða að hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild hafi versnað. „Fyrir það fyrsta eru hagvaxtartölur oftar en ekki endurskoðaðar frá fyrstu tölum, en því til viðbótar benda nýjustu tölur um eftirspurn til þess að efnahagsbatinn sé í samræmi við spá bankans,“ bætti hann við. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
„Ákveðin óvissa ríkir um áform í opinberum fjármálum,“ vitnaði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti á kynningarfundi bankans í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar er áréttað mikilvægi þess að jöfnuður náist sem fyrst á ríkissjóði þannig að samspil stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum stuðli með sem minnstum tilkostnaði að ytra jafnvægi þjóðarbúsins, efnahagslegum stöðugleika og verðbólgu í samræmi við markmið. „Miðað við þá stöðu sem við erum nú í er auðvitað heppilegast að hafa þetta samspil þannig að ríkisfjármálastefnan sé aðeins aðhaldssamari og þá hægt að hafa aðeins slakari peningastefnu vegna þess að það þýðir að raungengi krónunnar verður þá lægra en ella.“ Lægra raungengi samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og verðbólgu um leið og viðskiptaafgangur getur orðið meiri. „Og það er ekki gott ef peningastefnan og ríkisfjármálastefnan fara að toga of mikið í sitt hvora áttina,“ sagði Már, en bætti um leið við að ekki væru sérstök merki um slíkt. Már rifjaði einnig upp varnaðarorð bankans í janúar um að undirstöður tekjuhliðar fjárlaga kynnu að vera ekki nógu traustar. Seðlabankinn hafi haft af því áhyggjur að útkoman yrði eitthvað verri en að hafi verið stefnt. Hvað framhaldið varðaði þyrfti að bíða framvindunnar við gerð nýrra fjárlaga. Þá áréttaði Már að aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum væri líka mikilvæg vegna losunar fjármagnshafta. „Því þegar þau verða losuð þá verður lánsfjármögnun ríkissjóðs erfiðari og dýrari.“ Hvað varðar breytingar á áætlun um losun gjaldeyrishafta sagði Már stöðugt unnið að endurskoðun á þeirri áætlun. „Spurningin er bara hvenær verður gefin út ný skýrsla og það verður náttúrulega ekki gert nema í samvinnu við nýja ríkisstjórn.“ Framvinduna sagði Már að stórum hluta ráðast af því hvernig farið yrði að með bú föllnu bankanna. „Það verður að einhverju leyti að koma fyrst, þótt hægt sé að vinna samhliða að mjög mörgu. Við höldum áfram útboðunum og undirbúum ýmislegt sem boðað var í síðustu áætlun.“ Þar á meðal er könnun lagalegra skilyrða útgöngugjalds, eða -skatts sem kynni að verða lagður á og varúðarreglurnar sem Seðlabankinn hafi boðað. „Losun fjármagnshafta er miklu meira ein einhver tæknileg fiff varðandi einhver útboð. Þetta er spurningin um Ísland í heild sinni.“Stýrivextir óbreyttir en hagvöxtur óljós Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar bankans. Sjö daga veðlánavextir eru 6,0 prósent. „Nefndin bendir á að hagvöxtur virðist hafa verið heldur minni á fyrsta fjórðungi ársins en bankinn spáði í Peningamálum í maí,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í gær. Of snemmt væri þó að fullyrða að hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild hafi versnað. „Fyrir það fyrsta eru hagvaxtartölur oftar en ekki endurskoðaðar frá fyrstu tölum, en því til viðbótar benda nýjustu tölur um eftirspurn til þess að efnahagsbatinn sé í samræmi við spá bankans,“ bætti hann við.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira