Fleiri fréttir

Negotium afsalar sér starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Negotium hf. hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem verðbréfafyrirtæki með ótvíræðum og óafturkræfum hætti á grundvelli þess að engin eftirlitskyld starfsemi hafi verið stunduð á þeim tíma sem félagið hafði starfsleyfi.

Róleg vika á fasteignamarkaðinum

Rólegt var á fasteignamarkaði borgarinnar í síðustu viku. Alls var þinglýst 80 kaupsamningum um fasteignir en þessi fjöldi hefur verið rúmlega 100 samningar að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.

Sömdu um eignarhald og rekstur á ljósleiðara

Míla og utanríkisráðuneytið hafa undirritað samning um eignarhald og rekstur á ljósleiðara sem liggur umhverfis landið, en ljósleiðarinn var lagður á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Reiknar með gjaldeyriskaupum Seðlabankans á næstunni

Greining Arion banka reiknar með því að á næstunni, eða fyrr eða síðar, taki Seðlabanki Íslands aftur til við að kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði til að styrkja óskuldsettann gjaldeyrisforða sinn. Raunar furðar greiningin sig á því að Seðlabankinn sé ekki þegar farinn að kaupa gjaldeyri á ný.

Nýr framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans

Eric Figueras hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans. Eric hefur yfirgripsmikla reynslu af fjarskiptamarkaði og hefur starfað við fjarskipti og upplýsingatækni undanfarin 20 ár, í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum auk Íslands. Hann starfaði hjá Símanum á árunum 1998-2004.

Greiðsla á risavöxnum ríkisbréfaflokk veikir gengi krónunnar

Ríkissjóður þarf að greiða upp rúmlega 74 milljarða kr. á föstudag en þá er risavaxinn flokkur ríkisskuldabréfa á gjalddaga. Um er að ræða flokkinn RIKB13. Veikingu krónunnar að undanförnu má sennilega rekja til þessa uppgjörs.

Ögmundur segir aðkomu bresks auðmanns af hinu góða

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að aðkoma breska auðmannsins Sir Richard George að byggingu risahesthúss í Víðidal í Húnaþingi sé af hinu góða. Þarna sé um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi að ræða.

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs mun verra en áður var talið

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta fjórðung ársins kom töluvert verr út en gert hafði verið ráð fyrir, segir Greining Arion banka. Ríkissjóður skilaði neikvæðri afkomu um 7,5 milljarða króna, en handbært fé frá rekstri var neikvætt um 11 milljarða. Áætlað var að handbært fé yrði jákvætt um 4,7 milljarða króna á tímabilinu. Það merkir að útkoman er tæpum 16 milljörðum verri en áætlað var. Afkoman er jafnframt töluvert verri en verið hefur undanfarin tvö ár.

Afkoma Seltjarnarnes margfalt betri en áætlanir

Afkoma Seltjarnarnesbæjar var jákvæð um 229 milljónir kr. á síðastliðnu ári, sem er margfalt betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt áætlunum var reiknað með 21 milljón kr. afgangi.

Nýherji eflir þjónustuna á Vestfjörðum

Nýherji hefur tekið við alrekstri upplýsingakerfa Bolungarvíkur, en samningurinn felur í sér rekstur á útstöðvum notenda og miðlægum kerfum sveitarfélagsins. Einnig var samið um Rent a Prent prentþjónustu, sem er umhverfisvæn alhliða prentþjónusta; felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði og fækkun á prenturum.

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum í þessum mánuði en Peningastefnunefnd bankans gefur út ákvörðun sína í miðri næstu viku.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans ekki verið minni í þrjú ár

Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur ekki verið minni í þrjú ár. Verðmæti forðans fór undir 500 milljarða króna í apríl og var kominn niður í rétt tæplega 480 milljarða kr. um síðustu mánaðarmót. Hefur forðinn þar með ekki verið minni síðan í maí árið 2010.

Fullyrðir að verðlag hafi lækkað

Verðbólguhraði hefur minnkað umtalsvert á undanförnum mánuðum samhliða styrkingu krónunnar, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir það rangt, sem Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, fullyrðir að verðlag hafi ekki lækkað samhliða sterkara gengi krónunnar.

Ekki nægilegt vatnsmagn til að framleiða orku

Landsvirkjun hefur óskað eftir því við Alcoa Fjarðarál að tímabundið verði dregið úr orkunotkun. Ástæðan er sú að óvenjulegt veðurfar í vetur hefur leitt til þess að staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar á norður og austurlandi er verri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi vetrar. Veðurspár gera ráð fyrir einhverjum hlýindum á hálendinu um helgina, en síðan er gert ráð fyrir kólnandi veðri og ekki útlit fyrir breytingu þar á fyrr en eftir miðjan mánuð.

Engin sátt ef launþegar fá ekki sitt

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ lýsir bæði furðu sinni og undran yfir yfirlýsingu Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þess efnis að það fyrirtækin í landinu skili ekki styrkingu krónunnar til neytenda vegna þess að þau geri ráð fyrir því að þetta sé tímabundin styrking og að framundan sé frekari veiking krónunnar.

IFS greining spáir óbreyttum stýrivöxtum

IFS greining telur að Seðlabankinn haldi vöxtum óbreyttum vegna óvissu um áhrif gengisstyrkingar, efndir kosningaloforða og launaþróunar. Virkir raunstýrivextir, ef miðað er við 12 mánaða verðbólgu, eru nú um 2,09% en raunstýrivextir m.v. veðlánavexti Seðlabankans eru um 2,72%.

70 ungmenni ráðin til sumarstarfa

Síldarvinnslan gekk nýlega frá ráðningu um 70 ungmenna til sumarstarfa í Neskaupstað. Um er að ræða ráðningu í tvo starfsmannahópa; annars vegar starfsmenn í fiskiðjuver og hins vegar hóp sem sinnir umhverfisverkefnum.

Ingólfur ráðinn forstöðumaður hagdeildar Samskipa

Ingólfur Rúnar Ingólfsson hefur verð ráðinn forstöðumaður hagdeildar hjá Samskipum. Ingólfur er viðskiptafræðingur með Cand oecon gráðu frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Instituto De Empresa (IE) í Madrid. Hann er einnig löggiltur verðbréfamiðlari frá Háskóla Íslands.

Lýsing tapaði engu á Exista-fléttunni

Í yfirlýsingu frá Lýsingu segir að af marggefnu tilefni áréttar Lýsing hf. það sem fram kemur í ákæru sérstaks saksóknara vegna greiðslu hlutafjár í Exista árið 2008, að lán frá félaginu að fjárhæð 1 milljarður króna "var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos þar sem innstæðan lá óhreyfð fram á sumarið 2009“.

Fjórðungur starfsmanna íslenskra fyrirtækja er óvirkur

Í nýrri könnun Dale Carnegie og MMR kemur fram að allt að 25% starfsmanna íslenskra fyrirtækja eru óvirkir í starfi. Slíkir starfsmenn eru óánægðir, sjá fyrirtækið ekki fyrir sér sem framtíðar vinnustað, skapa úlfúð og finna sig ekki í starfi.

Hagsjá: Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í maí og að þar ráði mestu óvissan um myndun nýrrar ríkisstjórnar og hvað hún ætli sér í ríkisfjármálum á kjörtímabilinu.

Vill Lýð í 18 mánaða fangelsi

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, krefst átján mánaða fangelsisdóms yfir Lýði Guðmundssyni í Exista-málinu svokallaða. Þá krefst hann sex til átta mánaða fangelsisdóms yfir lögmanninum Bjarnfreði Ólafssyni. Þessar kröfur setti hann fram í málflutningsræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun.

Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal

Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.

Eignir lífeyrissjóða orðnar 2.474 milljarðar

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.474 milljörðum kr. í lok mars sem er rúmlega 29 milljarða kr. hækkun frá fyrri mánuði eða 1,2%. Þar af nam eign samtryggingardeilda lífeyrissjóða 2.229 milljörðum kr. á móti 245 milljarða kr. eign séreignardeilda.

Raungengi krónunnar það hæsta frá hruni

Í apríl síðastliðnum hækkaði raungengi íslensku krónunnar um 5,3% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 81 stigi, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008.

Góður árangur hjá GAMMA sjóði

Einn af sjóðum GAMMA, Total Return Fund (TRF), hefur verið starfræktur í 1 ár og var ávöxtun hans á fyrsta rekstrarárinu 15,9% að nafnvirði eða 12,2% að raunvirði.

Landsbankinn færir kortatryggingar sínar frá VÍS til TM

Landsbankinn hefur í kjölfar útboðs gert samning við Tryggingamiðstöðina (TM) um kortatryggingar kreditkorta bankans og tók samningurinn gildi þann 1. maí. Frá og með þeim degi munu allar kortatryggingar færast yfir til TM frá VÍS, sem hefur séð um tryggingarnar undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir