Viðskipti innlent

Góður árangur hjá GAMMA sjóði

Einn af sjóðum GAMMA, Total Return Fund (TRF), hefur verið starfræktur í 1 ár og var ávöxtun hans á fyrsta rekstrarárinu 15,9% að nafnvirði eða 12,2% að raunvirði. 

Á sama tíma hefur hlutabréfavísitala Kauphallar OMX6 hækkað um 9,4% og Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI um 5,4% að nafnverði. Sjóðurinn er rafrænt skráður og opinn fyrir almenna fjárfesta.

Í tilkynningu segir að TRF hefur það markmið að viðhalda og auka að raunvirði verðmæti eigenda sjóðsins og er góður valkostur fyrir fjárfesta sem vilja spara til millilangs og langs tíma. Fjárfestingarheimildir sjóðsins gefa sjóðnum tækifæri til að ná fram mikilli eignadreifingu og miklum sveigjanleika í fjárfestingarákvörðunum.

Sjóðsstjóri er Valdimar Ármann, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur en helstu fjárfestingaákvarðanir og eignasamsetning er ákvörðuð af fjárfestingarteymi GAMMA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×