Raungengi krónunnar það hæsta frá hruni 8. maí 2013 07:55 Í apríl síðastliðnum hækkaði raungengi íslensku krónunnar um 5,3% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 81 stigi, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessa miklu hækkun á raungenginu nú má nánast að öllu leyti rekja til hækkunar á nafngengi krónunnar um 5,2% á milli mars og apríl m.v. vísitölu meðalgengis. Líkt og búast mátti við þá voru verðlagsáhrifin lítil, enda hækkaði vísitala neysluverðs um 0,2% á milli mars og apríl sem svipar til þeirrar verðlagsbreytingar sem er að jafnaði í okkar helstu viðskiptalöndum. Tölur um raungengi krónunnar má sjá i gögnum sem Seðlabanki Íslands birti í gær. Hækkandi raungengi getur verið nokkuð tvíbent sverð fyrir íslenskt hagkerfi um þessar mundir. Þörf er á verulegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyris til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Hærra raungengi rýrir samkeppnisstöðu útflutningsgreina og eykur innflutta neyslu, hvort sem er í formi utanlandsferða eða meiri kaupa á innfluttum varningi. Ef raungengi hækkar verulega til viðbótar gætu þessi áhrif farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyrisútflæðis og veikari krónu. Sígandi lukka er því best í þessum efnum, frekar en raungengið styrkist hratt á meðan enn eru gjaldeyrishöft og ekki hefur verið rekið smiðshöggið á uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, endurfjármögnun skuldabréfa Landsbankans og fleiri mál sem talin eru forsenda þess að hægt sé að aflétta höftunum. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Í apríl síðastliðnum hækkaði raungengi íslensku krónunnar um 5,3% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 81 stigi, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessa miklu hækkun á raungenginu nú má nánast að öllu leyti rekja til hækkunar á nafngengi krónunnar um 5,2% á milli mars og apríl m.v. vísitölu meðalgengis. Líkt og búast mátti við þá voru verðlagsáhrifin lítil, enda hækkaði vísitala neysluverðs um 0,2% á milli mars og apríl sem svipar til þeirrar verðlagsbreytingar sem er að jafnaði í okkar helstu viðskiptalöndum. Tölur um raungengi krónunnar má sjá i gögnum sem Seðlabanki Íslands birti í gær. Hækkandi raungengi getur verið nokkuð tvíbent sverð fyrir íslenskt hagkerfi um þessar mundir. Þörf er á verulegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyris til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Hærra raungengi rýrir samkeppnisstöðu útflutningsgreina og eykur innflutta neyslu, hvort sem er í formi utanlandsferða eða meiri kaupa á innfluttum varningi. Ef raungengi hækkar verulega til viðbótar gætu þessi áhrif farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyrisútflæðis og veikari krónu. Sígandi lukka er því best í þessum efnum, frekar en raungengið styrkist hratt á meðan enn eru gjaldeyrishöft og ekki hefur verið rekið smiðshöggið á uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, endurfjármögnun skuldabréfa Landsbankans og fleiri mál sem talin eru forsenda þess að hægt sé að aflétta höftunum.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun