Viðskipti innlent

Hlutir í TM rjúka upp um 34% í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni

Hlutir í Tryggingamiðstöðinni  (TM) hafa hækkað um rúmlega 34% í Kauphöllinni í morgun sé miðað við útboðsgengi þeirra.

Þegar þetta er skrifað er gengið komið í 27 kr. En útboðsgengi þeirra nam rúmum 20 kr. Veltan með hlutina í TM nemur yfir 200 milljónum kr. Það sem af er morgni.



Eins og kunnugt er af fréttum var gífurleg eftirspurn eftir hlutum í TM þegar þeir voru boðnir út í síðasta mánuði. Hægt hefði verið að selja rúmlega 80 falt meira magn hluta en í boði voru í útboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×