Viðskipti innlent

Blái Herinn og Kristinn Jón hlutu styrki frá Ergo

Frá afhendingu styrkjanna. Með styrkhöfum er Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo (lengst til vinstri).
Frá afhendingu styrkjanna. Með styrkhöfum er Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo (lengst til vinstri).
Í ár hlutu Blái Herinn og Kristinn Jón Ólafsson styrki frá Umhverfissjóði Ergo.

Í tilkynningu segir að Blái Herinn vinnur að hreinsun í náttúru Íslands og hefur frá stofnun hreinsað yfir eitt þúsund tonn af rusli. Kristinn Jón vinnur að verkefni sem byggir á fræðslu og upplýsingastarfsemi til barna og foreldra til að minnka rafmagnsnotkun á heimilum.

Umhverfissjóður Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, hefur veitt tveimur verkefnum styrki, samtals að fjárhæð 1 milljón króna. Styrkirnir eru veittir árlega til að styðja við frumkvöðlaverkefni á sviði umferðar- og umhverfismála. Markmiðið með styrkjunum er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum.

Ergo óskar Bláa Hernum og Kristni Jóni innilega til hamingju og áframhaldandi velgengni í þessum verkefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×