Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóða orðnar 2.474 milljarðar

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.474 milljörðum kr. í lok mars sem er rúmlega 29 milljarða kr. hækkun frá fyrri mánuði eða 1,2%. Þar af nam eign samtryggingardeilda lífeyrissjóða 2.229 milljörðum kr. á móti 245 milljarða kr. eign séreignardeilda.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðla bankans. Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.775 milljörðum kr. í lok mars og hækkaði um tæpa 27 milljarða kr. milli mánaða eða 1,5%.

Hækkunin skýrist aðallega af tæplega 25 milljarða kr. hækkun á eign lífeyrissjóðanna á skuldabréfum og rúmlega 3 milljarða kr. hækkun á eign þeirra á hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum.

Erlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 559 milljarða kr. í lok mars og hækkaði um tæpa 2 milljarða kr. frá fyrri mánuði eða um 0,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×