Viðskipti innlent

Efnismóttöku hætt og lokað á Kleppssvæðinu í Sundahöfn

Efnismóttöku á Kleppssvæði í Sundahöfn á vegum Faxaflóahafna er því hætt og verður henni lokað frá og með 21. maí 2013.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að á vegum Faxaflóahafna hefur um langan tíma verið sinnt móttöku á burðarhæfu fyllingarefni, sem til hefur fallið úr framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fyllingarefni hefur verið nýtt til landgerðar og þróunar hafnarlands við Gömlu höfnina og Sundahöfn.

Með þessum hætti hefur höfnin fengið fyllingarefni með hagkvæmum hætti en í staðinn hefur þeim sem í framkvæmdum hafa staðið boðist stuttar vegalengdir við brottflutning efnis og umhverfisáhrifum og kostnaði við flutning efnis með þessu haldið í lágmarki.

Þetta verklag við efnisflutninga og móttöku fyllingarefnis er víða þekkt og hefur um langan aldur verið stundað við þróun lands og uppbyggingu borgarsvæða.

Nú sér fyrir endann á þróun hafnarlands hér í Reykjavík og fyllingar komnar í útmörk þeirra heimilda, sem samþykkt skipulagsáform leyfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×