Viðskipti innlent

Lýsir skæru ljósi ef hann kemst í snertingu við nauðgunarlyf

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kubburinn er hannaður til að lýsa skæru ljósi komist hann í snertingu við nauðgunarlyf.
Kubburinn er hannaður til að lýsa skæru ljósi komist hann í snertingu við nauðgunarlyf.
Sex nemendur við Háskólann í Reykjavík vinna að þróun lítils kubbs úr plasti sem ætlað er að lýsa skæru ljósi komist hann í snertingu við nauðgunarlyf. Kubbinn kalla þau safeCube og vonast hópurinn til að koma honum á markað innan skamms.

„Við erum í áfanga í HR sem gengur út á stofnun nýsköpunarfyrirtækja og við fengum þessa hugmynd í hópverkefni sem við unnum að,“ segir Jón Ragnar Jónsson, einn nemendanna, en hópurinn er í samvinnu við efnafræðidoktor í Noregi að útfæra kubbinn. Er honum ætlað að greina efnabreytinguna sem á sér stað þegar helstu nauðgunarlyfjum er smyglað í drykki, en meðal þeirra eru smjörsýra og Rohypnol. Jón segist ekki vita um sambærilega vöru á markaðnum, en hópurinn gekk úr skugga um það í upphafi verkefnisins.

„Stærð kubbsins er á stærð við ísmola og við höfum sett okkur í samband við fjölda skemmtistaða sem hafa lýst yfir áhuga. Kubbnum er svo skellt í drykkinn og lætur þig vita ef einhver laumar einhverju í glasið þitt. Það er hugsunin á bak við þetta,“ segir Jón, en fyrirætlað er að gera bæði einnota og fjölnota útgáfu af kubbnum.

„Við ætlum að reyna að hafa þetta ódýrt, en líka að búa til útgáfu sem væri þá aðeins dýrari, sem hægt væri til dæmis að hafa í veskinu sínu og nota oft. Þetta er úr plasti þannig að þetta bráðnar ekki.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,06
302
969.548
BRIM
2,08
10
294.655
KVIKA
1,49
40
548.245
VIS
1,45
8
450.670
FESTI
0,94
6
113.021

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,79
133
1.950.265
EIM
-2,58
6
57.893
EIK
-0,81
7
11.335
ISB
-0,32
46
47.643
HAGA
0
15
287.124
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.