Viðskipti innlent

Eignir tryggingafélaga hækkuðu um hálfan milljarð

Heildareignir tryggingafélaganna námu 157,8 milljörðum kr. í lok júlí og hækkuðu um rúman hálfan milljarð kr. á milli mánaða.

Útlán og markaðsverðbréf námu 89,4 milljörðum kr. og hækkuðu um 1,5 miljarð kr. Aðrar eignir þar sem tengd fyrirtæki og kröfur vegna ógreiddra iðgjalda vega mest lækkuðu um 1,6 milljarða kr. og námu 44,7 milljörðum kr.

Eigið fé tryggingafélaganna nam 69,2 milljörðum kr. og hækkaði um rúmlega 1 milljarð kr. í júlí, að því er segir í hagtölum Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×