Jónas Fr: Skynsamlegt að viðhalda forgangi sparifjár Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2012 18:44 Stefna atvinnuvegaráðuneytisins, ráðuneytis bankamála, er að vinna að löggjöf um allsherjarvernd innistæðna í bönkum og sparisjóðum þegar yfirlýsing um ríkisábyrgð fellur úr gildi. Fyrrverandi forstjóri FME telur rétt að halda forgangi innistæðna en segir það hafa mikil áhrif á möguleika banka við öflun lánsfjár. Til stendur að afnema ríkisábyrgð á innistæðum, en um er að ræða yfirlýsingu frá 6. október 2008 sem hefur verið áréttuð af núverandi ríkisstjórn. Í staðinn kemur nýtt regluverk um innistæðutryggingar. Stefnt er að því innistæður verði áfram forgangskröfur í þrotabú fjármálafyrirtækja, samkvæmt nýju frumvarpi um innistæðutryggingar sem unnið er að í ráðuneyti bankamála, atvinnuvegaráðuneytinu. Í raun lýsti Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þessu í umtalaðri grein sem hann birti í sumarlok í Financial Times. Í greininni sagði Steingrímur að forgangsréttur sparifjár myndi senda skýr skilaboð um að hluthafar, skuldabréfaeigendur og aðrir gætu ekki nálgast sparifé fólks til að draga úr eigin tjóni við slit fjármálafyrirtækja. Í reynd yrði skýr lína dregin í sandinn milli viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi með þessari aðgerð og umræða um aðskilnað yrði í raun óþörf því peningar sem yrðu eftir við fall banka eða sparisjóðs færu alltaf í að greiða fyrst upp kröfur sparifjáreigenda. Fáir ef einhverjir hér á landi þekkja regluverk fjármálamarkaðarins betur en Jónas Fr. Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Áður en Jónas tók við starfi forstjóra FME árið 2005 starfaði hann í sjö ár sem sérfræðingur hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel. Jónas segir það jákvætt að innistæður njóti áfram forgangs í samræmi við ákvæði neyðarlaganna en það skapi hins vegar vanda þegar bankarnir afli sér lánsfjár. Vextirnir fari upp eða lánveitendur fari fram á trygg veð, en talað er um aukna áherslu á svokölluð sértryggð skuldabréf í þessu samhengi. „Það er ljóst að fjármögnunarkjör bankanna verða almennt dýrari á annars konar fjármögnun en innlán. Það gæti þýtt að þeir færu meira út í sértryggð skuldabréf til þess að komast fram fyrir forganginn og það gæti líka haft einhver áhrif á uppbyggingu verðbréfamarkaðarins, að menn myndu síður fara inn í verðbréf sem fjárfestingarkost heldur en innlán. Ég vil samt segja líka að ég held það sé skynsamlegt að fylgja þeirri stefnumörkun sem var tekin með neyðarlögunum. Að gefa almennum sparifjáreigendum forgang," segir Jónas. Það á eftir að útfæra í atvinnuvegaráðuneytinu hvort verndin nái til allra, þ.e bæði einstaklinga og fyrirtækja og hversu háar fjárhæðir verði undir, en í Evrópusambandinu er lágmarksverndin 100 þúsund evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, samkvæmt tilskipun um innleidd var í lok árs 2010. Jónas segir þetta gott viðmið. „Það mun væntanlega ná að dekka um það bil 95% allra einstaklinga sem eiga innistæður. Þannig að ég held að sú upphæð til dæmis gæti verið aðeins hærri, en í fjárhæð í kringum það væri ágætt að miða við sem forgang." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Stefna atvinnuvegaráðuneytisins, ráðuneytis bankamála, er að vinna að löggjöf um allsherjarvernd innistæðna í bönkum og sparisjóðum þegar yfirlýsing um ríkisábyrgð fellur úr gildi. Fyrrverandi forstjóri FME telur rétt að halda forgangi innistæðna en segir það hafa mikil áhrif á möguleika banka við öflun lánsfjár. Til stendur að afnema ríkisábyrgð á innistæðum, en um er að ræða yfirlýsingu frá 6. október 2008 sem hefur verið áréttuð af núverandi ríkisstjórn. Í staðinn kemur nýtt regluverk um innistæðutryggingar. Stefnt er að því innistæður verði áfram forgangskröfur í þrotabú fjármálafyrirtækja, samkvæmt nýju frumvarpi um innistæðutryggingar sem unnið er að í ráðuneyti bankamála, atvinnuvegaráðuneytinu. Í raun lýsti Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þessu í umtalaðri grein sem hann birti í sumarlok í Financial Times. Í greininni sagði Steingrímur að forgangsréttur sparifjár myndi senda skýr skilaboð um að hluthafar, skuldabréfaeigendur og aðrir gætu ekki nálgast sparifé fólks til að draga úr eigin tjóni við slit fjármálafyrirtækja. Í reynd yrði skýr lína dregin í sandinn milli viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi með þessari aðgerð og umræða um aðskilnað yrði í raun óþörf því peningar sem yrðu eftir við fall banka eða sparisjóðs færu alltaf í að greiða fyrst upp kröfur sparifjáreigenda. Fáir ef einhverjir hér á landi þekkja regluverk fjármálamarkaðarins betur en Jónas Fr. Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Áður en Jónas tók við starfi forstjóra FME árið 2005 starfaði hann í sjö ár sem sérfræðingur hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel. Jónas segir það jákvætt að innistæður njóti áfram forgangs í samræmi við ákvæði neyðarlaganna en það skapi hins vegar vanda þegar bankarnir afli sér lánsfjár. Vextirnir fari upp eða lánveitendur fari fram á trygg veð, en talað er um aukna áherslu á svokölluð sértryggð skuldabréf í þessu samhengi. „Það er ljóst að fjármögnunarkjör bankanna verða almennt dýrari á annars konar fjármögnun en innlán. Það gæti þýtt að þeir færu meira út í sértryggð skuldabréf til þess að komast fram fyrir forganginn og það gæti líka haft einhver áhrif á uppbyggingu verðbréfamarkaðarins, að menn myndu síður fara inn í verðbréf sem fjárfestingarkost heldur en innlán. Ég vil samt segja líka að ég held það sé skynsamlegt að fylgja þeirri stefnumörkun sem var tekin með neyðarlögunum. Að gefa almennum sparifjáreigendum forgang," segir Jónas. Það á eftir að útfæra í atvinnuvegaráðuneytinu hvort verndin nái til allra, þ.e bæði einstaklinga og fyrirtækja og hversu háar fjárhæðir verði undir, en í Evrópusambandinu er lágmarksverndin 100 þúsund evrur, jafnvirði 16 milljóna króna, samkvæmt tilskipun um innleidd var í lok árs 2010. Jónas segir þetta gott viðmið. „Það mun væntanlega ná að dekka um það bil 95% allra einstaklinga sem eiga innistæður. Þannig að ég held að sú upphæð til dæmis gæti verið aðeins hærri, en í fjárhæð í kringum það væri ágætt að miða við sem forgang." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira