Fleiri fréttir Reynsluboltar miðla af reynslu sinni Íslandsbanki hóf fyrr í ár að bjóða starfsfólki sínu upp á að vinna með lærimeistara, eða mentor, til að stuðla að starfsþróun innan bankans. Konum hefur hingað til boðist þátttaka en í haust mun körlum einnig bjóðast tækifæri. 12.9.2012 15:00 Markaðurinn á Facebook Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, er nú aðgengilegur í gegnum Facebook. Í hvert sinn sem Markaðurinn kemur út verður hægt að nálgast eintak af honum á Facebook-síðu hans auk þess sem allar fréttir, fréttaskýringar, aðsent efni og pistlar sem birtast í Markaðnum hverju sinni er deilt í gegnum síðuna. 12.9.2012 14:15 Veiðigjöldin fara í stuðning við barnafjölskyldur Veiðigjöldin sem samþykkt voru á Alþingi í vor munu skila ríkissjóði 5,8 milljörðum króna meiri tekjum en áður hafði verið gert ráð fyrir á árinu 2013. Þessar tekjur munu standa undir fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og verður að mestu leyti varið í vegaframkvæmdir, rannsókna- og tæknisjóði og stuðning við tekjulægri barnafjölskyldur og fjölskyldur í greiðsluvanda. 12.9.2012 12:02 Konur skrifa í Markaðinn Breyting hefur verið gerð á föstum dálki í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins. Frá og með tölublaðinu sem kom út í dag mun dálkurinn á baksíðu, sem áður hét "Bankahólfið", heita "Hin hliðin" og hafa átta konur með mismunandi aðkomu og sýn á viðskipti og efnahagsmál samþykkt að skiptast á að skrifa hann. Pistlar þeirra munu einnig birtast hér á Vísi sama dag og Markaðurinn kemur út. Breytingin hefur verið unnin í nánu samstarfi við Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA). 12.9.2012 10:32 Skuldatryggingaálag Íslands með því lægsta frá hruni Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands hefur hríðlækkað að undanförnu og er komið niður í 217 punkta. Hefur álagið ekki verið lægra í rúmt ár eða síðan í apríl í fyrra þegar það fór í 216 punkta. Þá var um að ræða lægst álagið frá hruninu haustið 2008. 12.9.2012 06:47 Stórar útgerðir greiða skuldir hratt niður 12.9.2012 00:01 Landsbankinn á kauprétt í Húsasmiðjunni Samhliða því að rekstur Húsasmiðjunnar var seldur til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma A/S í upphafi þessa árs var gert samkomulag sem tryggði seljandanum, gömlu Húsasmiðjunni, kauprétt á þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Gamla Húsasmiðjan, sem nú heitir Holtavegur 10 ehf., er í dag í eigu Landsbankans. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Holtavegs 10 ehf. 12.9.2012 12:00 Afnám nýtt til að endurfjármagna Afnema á höft á fjármagnsflutninga með því að gefa út löng skuldabréf, sem útgefin verða af tegundum útgefenda til að endurfjármagna erlendar skuldir sínar eða til að ráðast í nýfjárfestingar. Þetta kemur fram í tillögum Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem kynntar hafa verið fyrir Seðlabanka Íslands, hagsmunaaðilum, stjórnvöldum og fjölmiðlum að undanförnu. Tillögurnar byggja á vinnu hóps sem samtökin skipaði snemma á þessu ári til að kanna til hvaða aðgerða hægt væri að grípa til að afnema höftin. 12.9.2012 11:00 Býður upp á nýja tegund posa Íslenska fyrirtækið Handpoint hefur hafið að bjóða fyrirtækjum hér á landi posaþjónustu. Fyrirtækið hefur um árabil boðið lausnir á þessu sviði erlendis en samhliða innleiðingu korta- og pinn-posa hér á landi hyggst það hefja landvinninga hér. 12.9.2012 11:00 Ræða reglur til varnar stöðugleika Seðlabankinn gaf 27. ágúst út rit sem nefnist Varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í ritinu eru kynntar tillögur að svokölluðum þjóðhagslegum varúðarreglum. Leggur bankinn til að nokkrar slíkar verði lögfestar hér á landi með það fyrir augum að minnka líkurnar á þjóðhagslegum áföllum. Þá telur bankinn jafnframt að setning varúðarreglna búi í haginn fyrir afléttingu gjaldeyrishafta á næstu árum. 12.9.2012 11:00 Brimborg tapaði þrátt fyrir afskriftir Brimborg ehf. tapaði 273,1 milljón króna á síðasta ári þrátt fyrir að félagið hefði fengið fjóra milljarða króna af lánum sínum fellda niður í byrjun árs 2011 gegn því að hluthafar legðu 200 milljónir króna inn í félagið. Eigið fé Brimborgar var þó jákvætt um 394,5 milljónir króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. 12.9.2012 10:00 Íbúðasalan stígur upp á við en með sveiflum "Þróun síðustu tveggja ára í sölu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið hægt stígandi upp á við, en þó með nokkrum sveiflum,“ segir í Hagsjá, riti hagfræðideildar Landsbankans þar sem fjallað er um þróunina á fasteignamarkaði höfuðborgarinnar frá hruninu 2008. Þar kemur m.a. fram að töluverður munur sé á þróuninni í fjölbýli annarsvegar og sérbýli hinsvegar. 12.9.2012 09:05 Orkuveita Reykjavíkur semur við Tölvumiðlun Orkuveitan ætlar að innleiða eina af aðalvörum Tölvumiðlunar, H3 heildarlausn í mannauðsmálum, sem flest af stærstu fyrirtækjum landsins nota við launaútreikninga. Hjá Orkuveitunni starfa rúmlega 400 manns og mun H3 halda utan um öll launa- og mannauðsmál starfsmanna frá upphafi starfs til starfsloka; starfsumsóknir, ráðningar, starfslýsingar, starfsmannasamtöl, fræðslu, símenntun, launavinnslu og réttindamál. 12.9.2012 09:00 Hagnaður hjá Kaupás en Byko tapaði Byko ehf. tapaði 352,4 milljónum króna á síðasta ári. Það er aðeins minna tap en árið áður þegar félagið tapaði 416,4 milljónum króna. Á sama tíma hagnaðist Kaupás, sem er systurfélag Byko, um 532 milljónir króna. Norvik hf., fjárfestingafélag sem er að stærstum hluta í Jóns Helga Guðmundssonar og félaga sem tengjast honum, er eigandi bæði Byko og Kaupáss. Norvik hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011. 12.9.2012 07:00 GrÍðarleg hagnaðaraukning í sjávarútvegi 12.9.2012 00:01 Virði Árvakurs lækkar í bókum eigenda 12.9.2012 00:01 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárlagafrumvarpið óraunhæft Fjárlagafrumvarpið er óraunhæft að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ríkisstjórnina horfa fram hjá útgjaldaliðum, líkt og slæmri stöðu Íbúðalánasjóðs, til að fegra stöðuna. Þá sé enn og aftur verið að hækka skatta á atvinnulífið. 11.9.2012 18:52 SA segja ríkisstjórnina ögra fyrirtækjum og svíkja loforð Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef þeirra segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. 11.9.2012 17:13 Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11.9.2012 16:00 Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11.9.2012 16:00 Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11.9.2012 12:20 Lítið þarf til að sveifla gengi krónunnar upp og niður Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. 11.9.2012 10:43 Beinar erlendar fjárfestingar jukust um 100 milljarða í fyrra Beinar fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi jukust um tæplega 100 milljarða króna í fyrra miðað við árið 2010. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að bein erlend fjárfesting hafi numið rúmlega 128 milljörðum króna í fyrra en hún var tæplega 30 milljarðar króna árið 2010. 11.9.2012 08:31 Engin lausn í banni á verðtryggingunni Höfundar skýrslu sem kynnt var í gær telja bann við verðtryggingu ekki munu leysa neinn vanda. Grunnrætur vandans, verðbólga og óstöðugleiki, munu áfram vera við lýði. Lántakendur fái nægar upplýsingar til að meta áhættu. 11.9.2012 09:00 Ásókn í nám tengt sjávarútvegi eykst verulega Yfir 40% aukning er í aðsókn í skóla sem tengjast sjávarútvegi Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum. 11.9.2012 06:43 Fasteignamarkaðurinn tekur við sér að nýju Sumardeyfðinni á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu virðist vera lokið í bili en í síðustu viku var 109 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í borginni. Þetta er nokkuð yfir meðaltalinu síðustu þrjá mánuði sem er 103 samningar á viku. 11.9.2012 06:34 Segir sæmilegan gang í íslenska hagkerfinu Greining Arion banka segir að sæmilegur gangur hafi verið í hagkerfi Íslands það sem af er árinu. Heilt yfir er gangurinn ekki ósvipaður því sem mældist á sama tímabili á síðasta ári. 11.9.2012 06:33 Yfirdráttur landans hærri en fyrir hrun 11.9.2012 00:01 Krónan veikist aftur - styrking á sumarmánuðum gengin til baka Gengi krónunnar gagnvart helstu alþjóðlegu myntum hefur veikst töluvert að undanförnu. Í ágúst styrktist gengið umtalsvert, og var hægt að fá ríflega 146 krónur fyrir hverja evru, hinn 10. ágúst. Nú, rúmum mánuði síðar, er hægt að fá tæplega 157 krónur fyrir hverja evru, sem er næstum jafn mikið upp á krónu og var hægt að fá fyrir hverja evru 10. júli, samkvæmt upplýsingum um opinbert gengi krónunnar gagnvart alþjóðlegum myntum á vefsíðu Seðlabanka Íslands. 10.9.2012 23:57 Dísilolían hækkar Verð á dísilolíu hefur hækkað umtalsvert á síðustu tveimur vikum. Hjá Olís hefur verðið hækkað um 8 krónur á lítrann síðustu á tímabilinu og stendur nú í 262,7 krónum. Hækkunin hjá Skeljungi er enn meiri, en síðustu 10 daga hækkaði verðið um tæpar 13 krónur og stendur einnig í 262,7 krónum á lítrann. 10.9.2012 17:04 Konur löngu tilbúnar til að stíga fram í atvinnulífinu Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. 10.9.2012 14:12 Töluvert dregur úr tekjuhalla hins opinbera Tekjuhalli hins opinbera á öðrum ársfjórðungi ársins var 12,3 milljarðar króna sem er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra er hann var 18,6 milljarðar króna. Tekjuhallinn nam 2,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins og 6,7% af tekjum hins opinbera. 10.9.2012 09:07 Reykjaneshöfn greiðir niður lán um 700 milljónir Reykjaneshöfn hefur ákveðið að greiða niður lán og endurkaupa skuldabréf fyrir 700 milljónir kr. Nota á nýlega fyrirgreiðslu frá Reykjanesbæ til þessa í framhaldi af sölu bæjarins á svokölluðu Magma-skuldabréfi. 10.9.2012 10:26 Ríkissjóður rekinn með 88,5 milljarða halla í fyrra Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 88,5 milljarða króna í fyrra eða 5,4% af landsframleiðslu, en án áfallinna ríkisábyrgða var hún neikvæð um 69 milljarða króna. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 155 milljarða króna árið 2010 eða 10% af landsframleiðslu, en án áfallinna ríkisábyrgða 99 milljarða króna eða 6,5% af landsframleiðslu. 10.9.2012 09:13 Borghildur skipuð forstjóri Einkaleyfastofu Borghildur Erlingsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Einkaleyfastofu til fimm ára. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. 10.9.2012 07:42 Virði gullforða Seðlabankans yfir 13 milljörðum Virði gullforða Seðlabanka Íslands er komið yfir 13 milljarða króna. Mikilar hækkanir á heimsmarkaðsverði á gulli að undanförnu ollu því að gullforðinn hækkaði um tæplega 700 milljónir króna í ágúst og er orðinn tæplega 13,2 milljarðar króna. 10.9.2012 06:45 Straumur fær auknar starfsheimildir Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi fjárfestingarbanka auknar starfsheimildir. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins. 10.9.2012 06:30 Óskar eftir sérstökum fundi í viðskiptanefnd vegna úrræða tollstjóra Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir sérstökum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta, en embættið hefur gert samninga um greiðsluáætlun við fjölda fyrirtækja vegna skattskulda. 9.9.2012 18:45 Hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja vegna skattskulda Embætti tollstjóra hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. 8.9.2012 18:44 Lindex nú hluti af neyslutölu Hagstofunnar Sænska fataverslunin Lindex verður framvegis hluti af verðsöfnun neysluvísitölu Hagstofunnar. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að í þessu felist viðurkenning á því starfi sem verslunin hefur haft að meginmarkmiði sínu, að bjóða íslenskum heimilum tískufatnað með hagkvæmni að leiðarljósi. 8.9.2012 14:29 Hentar vel að vera á flekaskilum Hilmar Bragi Janusson er önnum kafinn maður og hægara sagt en gert fyrir hann að gefa sér tíma til að spjalla við blaðamann enda í óðaönn að ljúka undirbúningi fyrir sitt fyrsta skólaár sem forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs við Háskóla Íslands. Hann segir það vissulega viðbrigði að söðla um eftir 20 ára starf hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. 8.9.2012 13:00 Mótmælti breytingum á starfslokasamningi Leiðtogar meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs funduðu nýverið með Guðrúnu Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, í því skyni að fá hana til að gera breytingar á starfslokasamningi hennar frá því í febrúar síðastliðnum. 8.9.2012 06:30 Rannsaka einkavæðingu banka Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands verður lögð fram að nýju á Alþingi á þriðjudag. Hún kom fram á síðasta þingi en fékk ekki afgreiðslu. 8.9.2012 06:30 Ákvarða ekki eigin laun Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, vill sem minnst tjá sig um þá gagnrýni sem hefur komið fram á launahækkun hans. „Ég ákveð auðvitað ekki eigin laun, þau eru ákvörðuð af ráðherra og kjararáði. Ég get einungis lýst minni aðkomu að þessu máli. Ég var á leið úr landi í nýja vinnu og þurfti því að segja upp mínu starfi á Landspítalanum. Nokkrum klukkustundum eftir að ég gerði það var ég beðinn um að endurskoða hug minn og eftir að hafa hugsað málið og rætt við ráðherra komumst við að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja.“ 8.9.2012 05:30 Fréttaskýring: Gjaldskylda árið 2014 Hvernig verður bílastæðamálum við Háskóla Íslands háttað? 8.9.2012 04:15 Sjá næstu 50 fréttir
Reynsluboltar miðla af reynslu sinni Íslandsbanki hóf fyrr í ár að bjóða starfsfólki sínu upp á að vinna með lærimeistara, eða mentor, til að stuðla að starfsþróun innan bankans. Konum hefur hingað til boðist þátttaka en í haust mun körlum einnig bjóðast tækifæri. 12.9.2012 15:00
Markaðurinn á Facebook Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, er nú aðgengilegur í gegnum Facebook. Í hvert sinn sem Markaðurinn kemur út verður hægt að nálgast eintak af honum á Facebook-síðu hans auk þess sem allar fréttir, fréttaskýringar, aðsent efni og pistlar sem birtast í Markaðnum hverju sinni er deilt í gegnum síðuna. 12.9.2012 14:15
Veiðigjöldin fara í stuðning við barnafjölskyldur Veiðigjöldin sem samþykkt voru á Alþingi í vor munu skila ríkissjóði 5,8 milljörðum króna meiri tekjum en áður hafði verið gert ráð fyrir á árinu 2013. Þessar tekjur munu standa undir fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og verður að mestu leyti varið í vegaframkvæmdir, rannsókna- og tæknisjóði og stuðning við tekjulægri barnafjölskyldur og fjölskyldur í greiðsluvanda. 12.9.2012 12:02
Konur skrifa í Markaðinn Breyting hefur verið gerð á föstum dálki í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins. Frá og með tölublaðinu sem kom út í dag mun dálkurinn á baksíðu, sem áður hét "Bankahólfið", heita "Hin hliðin" og hafa átta konur með mismunandi aðkomu og sýn á viðskipti og efnahagsmál samþykkt að skiptast á að skrifa hann. Pistlar þeirra munu einnig birtast hér á Vísi sama dag og Markaðurinn kemur út. Breytingin hefur verið unnin í nánu samstarfi við Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA). 12.9.2012 10:32
Skuldatryggingaálag Íslands með því lægsta frá hruni Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands hefur hríðlækkað að undanförnu og er komið niður í 217 punkta. Hefur álagið ekki verið lægra í rúmt ár eða síðan í apríl í fyrra þegar það fór í 216 punkta. Þá var um að ræða lægst álagið frá hruninu haustið 2008. 12.9.2012 06:47
Landsbankinn á kauprétt í Húsasmiðjunni Samhliða því að rekstur Húsasmiðjunnar var seldur til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma A/S í upphafi þessa árs var gert samkomulag sem tryggði seljandanum, gömlu Húsasmiðjunni, kauprétt á þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Gamla Húsasmiðjan, sem nú heitir Holtavegur 10 ehf., er í dag í eigu Landsbankans. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Holtavegs 10 ehf. 12.9.2012 12:00
Afnám nýtt til að endurfjármagna Afnema á höft á fjármagnsflutninga með því að gefa út löng skuldabréf, sem útgefin verða af tegundum útgefenda til að endurfjármagna erlendar skuldir sínar eða til að ráðast í nýfjárfestingar. Þetta kemur fram í tillögum Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem kynntar hafa verið fyrir Seðlabanka Íslands, hagsmunaaðilum, stjórnvöldum og fjölmiðlum að undanförnu. Tillögurnar byggja á vinnu hóps sem samtökin skipaði snemma á þessu ári til að kanna til hvaða aðgerða hægt væri að grípa til að afnema höftin. 12.9.2012 11:00
Býður upp á nýja tegund posa Íslenska fyrirtækið Handpoint hefur hafið að bjóða fyrirtækjum hér á landi posaþjónustu. Fyrirtækið hefur um árabil boðið lausnir á þessu sviði erlendis en samhliða innleiðingu korta- og pinn-posa hér á landi hyggst það hefja landvinninga hér. 12.9.2012 11:00
Ræða reglur til varnar stöðugleika Seðlabankinn gaf 27. ágúst út rit sem nefnist Varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í ritinu eru kynntar tillögur að svokölluðum þjóðhagslegum varúðarreglum. Leggur bankinn til að nokkrar slíkar verði lögfestar hér á landi með það fyrir augum að minnka líkurnar á þjóðhagslegum áföllum. Þá telur bankinn jafnframt að setning varúðarreglna búi í haginn fyrir afléttingu gjaldeyrishafta á næstu árum. 12.9.2012 11:00
Brimborg tapaði þrátt fyrir afskriftir Brimborg ehf. tapaði 273,1 milljón króna á síðasta ári þrátt fyrir að félagið hefði fengið fjóra milljarða króna af lánum sínum fellda niður í byrjun árs 2011 gegn því að hluthafar legðu 200 milljónir króna inn í félagið. Eigið fé Brimborgar var þó jákvætt um 394,5 milljónir króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. 12.9.2012 10:00
Íbúðasalan stígur upp á við en með sveiflum "Þróun síðustu tveggja ára í sölu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið hægt stígandi upp á við, en þó með nokkrum sveiflum,“ segir í Hagsjá, riti hagfræðideildar Landsbankans þar sem fjallað er um þróunina á fasteignamarkaði höfuðborgarinnar frá hruninu 2008. Þar kemur m.a. fram að töluverður munur sé á þróuninni í fjölbýli annarsvegar og sérbýli hinsvegar. 12.9.2012 09:05
Orkuveita Reykjavíkur semur við Tölvumiðlun Orkuveitan ætlar að innleiða eina af aðalvörum Tölvumiðlunar, H3 heildarlausn í mannauðsmálum, sem flest af stærstu fyrirtækjum landsins nota við launaútreikninga. Hjá Orkuveitunni starfa rúmlega 400 manns og mun H3 halda utan um öll launa- og mannauðsmál starfsmanna frá upphafi starfs til starfsloka; starfsumsóknir, ráðningar, starfslýsingar, starfsmannasamtöl, fræðslu, símenntun, launavinnslu og réttindamál. 12.9.2012 09:00
Hagnaður hjá Kaupás en Byko tapaði Byko ehf. tapaði 352,4 milljónum króna á síðasta ári. Það er aðeins minna tap en árið áður þegar félagið tapaði 416,4 milljónum króna. Á sama tíma hagnaðist Kaupás, sem er systurfélag Byko, um 532 milljónir króna. Norvik hf., fjárfestingafélag sem er að stærstum hluta í Jóns Helga Guðmundssonar og félaga sem tengjast honum, er eigandi bæði Byko og Kaupáss. Norvik hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011. 12.9.2012 07:00
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárlagafrumvarpið óraunhæft Fjárlagafrumvarpið er óraunhæft að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ríkisstjórnina horfa fram hjá útgjaldaliðum, líkt og slæmri stöðu Íbúðalánasjóðs, til að fegra stöðuna. Þá sé enn og aftur verið að hækka skatta á atvinnulífið. 11.9.2012 18:52
SA segja ríkisstjórnina ögra fyrirtækjum og svíkja loforð Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef þeirra segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. 11.9.2012 17:13
Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11.9.2012 16:00
Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11.9.2012 16:00
Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11.9.2012 12:20
Lítið þarf til að sveifla gengi krónunnar upp og niður Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. 11.9.2012 10:43
Beinar erlendar fjárfestingar jukust um 100 milljarða í fyrra Beinar fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi jukust um tæplega 100 milljarða króna í fyrra miðað við árið 2010. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að bein erlend fjárfesting hafi numið rúmlega 128 milljörðum króna í fyrra en hún var tæplega 30 milljarðar króna árið 2010. 11.9.2012 08:31
Engin lausn í banni á verðtryggingunni Höfundar skýrslu sem kynnt var í gær telja bann við verðtryggingu ekki munu leysa neinn vanda. Grunnrætur vandans, verðbólga og óstöðugleiki, munu áfram vera við lýði. Lántakendur fái nægar upplýsingar til að meta áhættu. 11.9.2012 09:00
Ásókn í nám tengt sjávarútvegi eykst verulega Yfir 40% aukning er í aðsókn í skóla sem tengjast sjávarútvegi Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum. 11.9.2012 06:43
Fasteignamarkaðurinn tekur við sér að nýju Sumardeyfðinni á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu virðist vera lokið í bili en í síðustu viku var 109 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í borginni. Þetta er nokkuð yfir meðaltalinu síðustu þrjá mánuði sem er 103 samningar á viku. 11.9.2012 06:34
Segir sæmilegan gang í íslenska hagkerfinu Greining Arion banka segir að sæmilegur gangur hafi verið í hagkerfi Íslands það sem af er árinu. Heilt yfir er gangurinn ekki ósvipaður því sem mældist á sama tímabili á síðasta ári. 11.9.2012 06:33
Krónan veikist aftur - styrking á sumarmánuðum gengin til baka Gengi krónunnar gagnvart helstu alþjóðlegu myntum hefur veikst töluvert að undanförnu. Í ágúst styrktist gengið umtalsvert, og var hægt að fá ríflega 146 krónur fyrir hverja evru, hinn 10. ágúst. Nú, rúmum mánuði síðar, er hægt að fá tæplega 157 krónur fyrir hverja evru, sem er næstum jafn mikið upp á krónu og var hægt að fá fyrir hverja evru 10. júli, samkvæmt upplýsingum um opinbert gengi krónunnar gagnvart alþjóðlegum myntum á vefsíðu Seðlabanka Íslands. 10.9.2012 23:57
Dísilolían hækkar Verð á dísilolíu hefur hækkað umtalsvert á síðustu tveimur vikum. Hjá Olís hefur verðið hækkað um 8 krónur á lítrann síðustu á tímabilinu og stendur nú í 262,7 krónum. Hækkunin hjá Skeljungi er enn meiri, en síðustu 10 daga hækkaði verðið um tæpar 13 krónur og stendur einnig í 262,7 krónum á lítrann. 10.9.2012 17:04
Konur löngu tilbúnar til að stíga fram í atvinnulífinu Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn. 10.9.2012 14:12
Töluvert dregur úr tekjuhalla hins opinbera Tekjuhalli hins opinbera á öðrum ársfjórðungi ársins var 12,3 milljarðar króna sem er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra er hann var 18,6 milljarðar króna. Tekjuhallinn nam 2,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins og 6,7% af tekjum hins opinbera. 10.9.2012 09:07
Reykjaneshöfn greiðir niður lán um 700 milljónir Reykjaneshöfn hefur ákveðið að greiða niður lán og endurkaupa skuldabréf fyrir 700 milljónir kr. Nota á nýlega fyrirgreiðslu frá Reykjanesbæ til þessa í framhaldi af sölu bæjarins á svokölluðu Magma-skuldabréfi. 10.9.2012 10:26
Ríkissjóður rekinn með 88,5 milljarða halla í fyrra Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 88,5 milljarða króna í fyrra eða 5,4% af landsframleiðslu, en án áfallinna ríkisábyrgða var hún neikvæð um 69 milljarða króna. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 155 milljarða króna árið 2010 eða 10% af landsframleiðslu, en án áfallinna ríkisábyrgða 99 milljarða króna eða 6,5% af landsframleiðslu. 10.9.2012 09:13
Borghildur skipuð forstjóri Einkaleyfastofu Borghildur Erlingsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Einkaleyfastofu til fimm ára. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. 10.9.2012 07:42
Virði gullforða Seðlabankans yfir 13 milljörðum Virði gullforða Seðlabanka Íslands er komið yfir 13 milljarða króna. Mikilar hækkanir á heimsmarkaðsverði á gulli að undanförnu ollu því að gullforðinn hækkaði um tæplega 700 milljónir króna í ágúst og er orðinn tæplega 13,2 milljarðar króna. 10.9.2012 06:45
Straumur fær auknar starfsheimildir Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi fjárfestingarbanka auknar starfsheimildir. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins. 10.9.2012 06:30
Óskar eftir sérstökum fundi í viðskiptanefnd vegna úrræða tollstjóra Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir sérstökum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta, en embættið hefur gert samninga um greiðsluáætlun við fjölda fyrirtækja vegna skattskulda. 9.9.2012 18:45
Hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja vegna skattskulda Embætti tollstjóra hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. 8.9.2012 18:44
Lindex nú hluti af neyslutölu Hagstofunnar Sænska fataverslunin Lindex verður framvegis hluti af verðsöfnun neysluvísitölu Hagstofunnar. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að í þessu felist viðurkenning á því starfi sem verslunin hefur haft að meginmarkmiði sínu, að bjóða íslenskum heimilum tískufatnað með hagkvæmni að leiðarljósi. 8.9.2012 14:29
Hentar vel að vera á flekaskilum Hilmar Bragi Janusson er önnum kafinn maður og hægara sagt en gert fyrir hann að gefa sér tíma til að spjalla við blaðamann enda í óðaönn að ljúka undirbúningi fyrir sitt fyrsta skólaár sem forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs við Háskóla Íslands. Hann segir það vissulega viðbrigði að söðla um eftir 20 ára starf hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. 8.9.2012 13:00
Mótmælti breytingum á starfslokasamningi Leiðtogar meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs funduðu nýverið með Guðrúnu Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, í því skyni að fá hana til að gera breytingar á starfslokasamningi hennar frá því í febrúar síðastliðnum. 8.9.2012 06:30
Rannsaka einkavæðingu banka Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands verður lögð fram að nýju á Alþingi á þriðjudag. Hún kom fram á síðasta þingi en fékk ekki afgreiðslu. 8.9.2012 06:30
Ákvarða ekki eigin laun Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, vill sem minnst tjá sig um þá gagnrýni sem hefur komið fram á launahækkun hans. „Ég ákveð auðvitað ekki eigin laun, þau eru ákvörðuð af ráðherra og kjararáði. Ég get einungis lýst minni aðkomu að þessu máli. Ég var á leið úr landi í nýja vinnu og þurfti því að segja upp mínu starfi á Landspítalanum. Nokkrum klukkustundum eftir að ég gerði það var ég beðinn um að endurskoða hug minn og eftir að hafa hugsað málið og rætt við ráðherra komumst við að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja.“ 8.9.2012 05:30
Fréttaskýring: Gjaldskylda árið 2014 Hvernig verður bílastæðamálum við Háskóla Íslands háttað? 8.9.2012 04:15
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur