Algert vanmat á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar BBI skrifar 13. september 2012 14:14 Russell Crowe í hlutverki Noah Framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus segir að ríkisstjórnin geri ráð fyrir allt of lágum fjárhæðum til endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2013. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 400 milljóna króna fjárheimild fyrir endurgreiðslur vegna kvimyndagerðar. Til samanburðar fara endurgreiðslurnar yfir 900 milljónir króna á þessu ári samkvæmt nýjustu tölum. Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru mikilli óvissu háðar. Þær ráðast af verkefnum framleiðenda sem eru lítt fyrirsjáanleg og t.d. geta stór erlend verkefni komið til sögunnar eftir að fjárlög eru samþykkt. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri Pegasus, segir samt að það sé engin spurning að 400 milljónir verði of lítið árið 2013. Samkvæmt lögum endurgreiðir íslenska ríkið 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem gerðar eru á Íslandi. Endurgreiðslurnar ná aðeins til skattskyldrar eyðslu hérlendis, þar fellur t.d. launakostnaður íslenskra starfsmanna undir sem og hótelleiga og fleira í þeim dúr. „Þetta er bara grín," segir Snorri um áætlanir stjórnvalda. Nokkrar stórmyndir voru framleiddar hér á árinu 2012. Endurgreiðslur vegna einhverra þeirra munu ekki koma til fyrr en árið 2013. Auk þess eru fleiri verkefni í pípunum. Snorri getur ekki áætlað hversu háar endurgreiðslurnar verði árið 2013 þegar upp verður staðið. „Menn geta aldrei sagt til um það," segir hann en telur þó að íslensk stjórnvöld hefðu frekar átt að gera ráð fyrir of miklu. „Þá hefði fjármagnið bara getað farið eitthvert annað ef áætlunin hefði ekki náðst," segir hann en telur að stjórnvöld lendi í vanda ef áætlunin er of lág. Þá þurfi að taka á vandanum með fjáraukalögum eða fresta kostnaðinum fram á næsta ár. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus segir að ríkisstjórnin geri ráð fyrir allt of lágum fjárhæðum til endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2013. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 400 milljóna króna fjárheimild fyrir endurgreiðslur vegna kvimyndagerðar. Til samanburðar fara endurgreiðslurnar yfir 900 milljónir króna á þessu ári samkvæmt nýjustu tölum. Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru mikilli óvissu háðar. Þær ráðast af verkefnum framleiðenda sem eru lítt fyrirsjáanleg og t.d. geta stór erlend verkefni komið til sögunnar eftir að fjárlög eru samþykkt. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri Pegasus, segir samt að það sé engin spurning að 400 milljónir verði of lítið árið 2013. Samkvæmt lögum endurgreiðir íslenska ríkið 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda sem gerðar eru á Íslandi. Endurgreiðslurnar ná aðeins til skattskyldrar eyðslu hérlendis, þar fellur t.d. launakostnaður íslenskra starfsmanna undir sem og hótelleiga og fleira í þeim dúr. „Þetta er bara grín," segir Snorri um áætlanir stjórnvalda. Nokkrar stórmyndir voru framleiddar hér á árinu 2012. Endurgreiðslur vegna einhverra þeirra munu ekki koma til fyrr en árið 2013. Auk þess eru fleiri verkefni í pípunum. Snorri getur ekki áætlað hversu háar endurgreiðslurnar verði árið 2013 þegar upp verður staðið. „Menn geta aldrei sagt til um það," segir hann en telur þó að íslensk stjórnvöld hefðu frekar átt að gera ráð fyrir of miklu. „Þá hefði fjármagnið bara getað farið eitthvert annað ef áætlunin hefði ekki náðst," segir hann en telur að stjórnvöld lendi í vanda ef áætlunin er of lág. Þá þurfi að taka á vandanum með fjáraukalögum eða fresta kostnaðinum fram á næsta ár.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira