Regluverk stöðvar ekki áhættusækni bankanna BBI skrifar 14. september 2012 18:06 Mynd/Vilhelm Dr. Jakob Ásmundsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá fjárfestingabankanum Straumi, mælir eindregið með því að skilið verði á milli viðskiptaarms og fjárfestingaarms íslensku bankanna. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi í dag lýsir hann ókostum þess að íslensku viðskiptabankarnir stundi fjárfestingabankastarfsemi samhliða. Jakob segir að viðskiptamódel íslensku bankanna sé það sama og það var fyrir hrun. „Þeir voru, og eru enn, í senn viðskiptabankar og fjárfestingabankar," segir hann. Samanlögð stærð þeirra nemur um tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar og því hefði fall eins þeirra í för með sér gífurlegan kostnað fyrir þjóðina.dr. Jakob Ásmundsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Straumi fjárfestingabankaÍ greininni segir Jakob að fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi hafi í för með sér freistnivanda og hegðun sem ekki er hægt að stöðva með reglum eða auknu eftirliti. Hann segir viðskiptabanka í dag stunda áhættusamar lánveitingar til að styðja við fjárfestingabankastarfsemi sína. „Lög, reglur og eftirlit munu aldrei ná að koma í veg fyrir freistnivanda ef freistingin er til staðar á annað borð," segir hann. Viðskiptabankarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggist auka fjárfestingabankastarfsemi sína verulega á næstu árum. Jakob telur að aðskilnaður milli fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi muni leiða til minni áhættusækni. Hann spyr: Er ekki lag að aðskilja nú, í stað þess að bíða þar til það verður dýrt og erfitt í framkvæmd, eða jafnvel of seint? Svarið virðist augljóst. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Dr. Jakob Ásmundsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá fjárfestingabankanum Straumi, mælir eindregið með því að skilið verði á milli viðskiptaarms og fjárfestingaarms íslensku bankanna. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi í dag lýsir hann ókostum þess að íslensku viðskiptabankarnir stundi fjárfestingabankastarfsemi samhliða. Jakob segir að viðskiptamódel íslensku bankanna sé það sama og það var fyrir hrun. „Þeir voru, og eru enn, í senn viðskiptabankar og fjárfestingabankar," segir hann. Samanlögð stærð þeirra nemur um tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar og því hefði fall eins þeirra í för með sér gífurlegan kostnað fyrir þjóðina.dr. Jakob Ásmundsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Straumi fjárfestingabankaÍ greininni segir Jakob að fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi hafi í för með sér freistnivanda og hegðun sem ekki er hægt að stöðva með reglum eða auknu eftirliti. Hann segir viðskiptabanka í dag stunda áhættusamar lánveitingar til að styðja við fjárfestingabankastarfsemi sína. „Lög, reglur og eftirlit munu aldrei ná að koma í veg fyrir freistnivanda ef freistingin er til staðar á annað borð," segir hann. Viðskiptabankarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggist auka fjárfestingabankastarfsemi sína verulega á næstu árum. Jakob telur að aðskilnaður milli fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi muni leiða til minni áhættusækni. Hann spyr: Er ekki lag að aðskilja nú, í stað þess að bíða þar til það verður dýrt og erfitt í framkvæmd, eða jafnvel of seint? Svarið virðist augljóst.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira