Lán til Spánverja góð tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki í saltfiski Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2012 18:45 Spánverjar kaupa gríðarlegt magn af saltfiski af Þorbirni hf. í Grindavík. Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. Spánn óskaði formlega eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu í gær og Evrópusambandið mun lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 12.500 milljarða króna. Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem sækir formlega um fjárhagsaðstoð og stærsta ríkið sem óskað hefur eftir aðstoð. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar fór yfir þessi mál á blaðamannafundi í Madríd í dag. „Þetta eru góð tíðindi fyrir evruna og virkilega gott fyrir Evrópu og augljóslega Spán líka. Þetta var óumflýjanlegt. Önnur ríki tóku ákvarðanir af þessum toga fyrir þremur árum. Ríki sem hafa sett gríðarlegar fjárhæðir inn í fjármálafyrirtæki sinna ríkja," sagði Rajoy í dag. Peningarnir fara í að endurfjármagna spænska bankakerfið. Mörg íslensk fyrirtæki eru í miklum viðskiptum við Spán. Sérstaklega má hér nefna sjávarútvegsfyrirtæki sem eru stórtæk í útflutningi á saltfiski. Þorbjörn hf. í Grindavík flytur aðallega út saltfisk til Spánar og Ítalíu og einnig nokkuð til Grikklands. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði um nokkra hríð haft áhyggjur af stöðunni í þessum ríkjum, en fyrirtækið hefði þó ekki enn orðið fyrir búsifjum. Gunnar Tómasson, bróðir Eiríks og sölustjóri Þorbjarnar, sagði að allar greiðslur hefðu borist til þessa á réttum tíma til þessa frá viðskiptavinum Þorbjarnar í þessum ríkjum þar sem viðsemjendur væru allir í bankaviðskiptum. Á Spáni væru til dæmis stunduð nánast eingöngu staðgreiðsluviðskipti gegnum spænska banka. Hins vegar gæti staðan orðið önnur ef spænskir bankar lentu í vandræðum. Ef mikill vandi hefði skapast í spænska bankakerfinu og bankarnir ekki haft laust fé hefðu íslensk fyrirtæki geta fundið sterklega fyrir áhrifunum. Gunnar sagði að ákvörðun Evrópusambandsins um að veita spænska ríkinu neyðarlán myndi slá á áhyggjur og væri afar góð tíðindi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu í miklum viðskiptum við Spán. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. Spánn óskaði formlega eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu í gær og Evrópusambandið mun lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 12.500 milljarða króna. Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem sækir formlega um fjárhagsaðstoð og stærsta ríkið sem óskað hefur eftir aðstoð. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar fór yfir þessi mál á blaðamannafundi í Madríd í dag. „Þetta eru góð tíðindi fyrir evruna og virkilega gott fyrir Evrópu og augljóslega Spán líka. Þetta var óumflýjanlegt. Önnur ríki tóku ákvarðanir af þessum toga fyrir þremur árum. Ríki sem hafa sett gríðarlegar fjárhæðir inn í fjármálafyrirtæki sinna ríkja," sagði Rajoy í dag. Peningarnir fara í að endurfjármagna spænska bankakerfið. Mörg íslensk fyrirtæki eru í miklum viðskiptum við Spán. Sérstaklega má hér nefna sjávarútvegsfyrirtæki sem eru stórtæk í útflutningi á saltfiski. Þorbjörn hf. í Grindavík flytur aðallega út saltfisk til Spánar og Ítalíu og einnig nokkuð til Grikklands. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði um nokkra hríð haft áhyggjur af stöðunni í þessum ríkjum, en fyrirtækið hefði þó ekki enn orðið fyrir búsifjum. Gunnar Tómasson, bróðir Eiríks og sölustjóri Þorbjarnar, sagði að allar greiðslur hefðu borist til þessa á réttum tíma til þessa frá viðskiptavinum Þorbjarnar í þessum ríkjum þar sem viðsemjendur væru allir í bankaviðskiptum. Á Spáni væru til dæmis stunduð nánast eingöngu staðgreiðsluviðskipti gegnum spænska banka. Hins vegar gæti staðan orðið önnur ef spænskir bankar lentu í vandræðum. Ef mikill vandi hefði skapast í spænska bankakerfinu og bankarnir ekki haft laust fé hefðu íslensk fyrirtæki geta fundið sterklega fyrir áhrifunum. Gunnar sagði að ákvörðun Evrópusambandsins um að veita spænska ríkinu neyðarlán myndi slá á áhyggjur og væri afar góð tíðindi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu í miklum viðskiptum við Spán.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira