Lán til Spánverja góð tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki í saltfiski Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2012 18:45 Spánverjar kaupa gríðarlegt magn af saltfiski af Þorbirni hf. í Grindavík. Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. Spánn óskaði formlega eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu í gær og Evrópusambandið mun lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 12.500 milljarða króna. Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem sækir formlega um fjárhagsaðstoð og stærsta ríkið sem óskað hefur eftir aðstoð. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar fór yfir þessi mál á blaðamannafundi í Madríd í dag. „Þetta eru góð tíðindi fyrir evruna og virkilega gott fyrir Evrópu og augljóslega Spán líka. Þetta var óumflýjanlegt. Önnur ríki tóku ákvarðanir af þessum toga fyrir þremur árum. Ríki sem hafa sett gríðarlegar fjárhæðir inn í fjármálafyrirtæki sinna ríkja," sagði Rajoy í dag. Peningarnir fara í að endurfjármagna spænska bankakerfið. Mörg íslensk fyrirtæki eru í miklum viðskiptum við Spán. Sérstaklega má hér nefna sjávarútvegsfyrirtæki sem eru stórtæk í útflutningi á saltfiski. Þorbjörn hf. í Grindavík flytur aðallega út saltfisk til Spánar og Ítalíu og einnig nokkuð til Grikklands. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði um nokkra hríð haft áhyggjur af stöðunni í þessum ríkjum, en fyrirtækið hefði þó ekki enn orðið fyrir búsifjum. Gunnar Tómasson, bróðir Eiríks og sölustjóri Þorbjarnar, sagði að allar greiðslur hefðu borist til þessa á réttum tíma til þessa frá viðskiptavinum Þorbjarnar í þessum ríkjum þar sem viðsemjendur væru allir í bankaviðskiptum. Á Spáni væru til dæmis stunduð nánast eingöngu staðgreiðsluviðskipti gegnum spænska banka. Hins vegar gæti staðan orðið önnur ef spænskir bankar lentu í vandræðum. Ef mikill vandi hefði skapast í spænska bankakerfinu og bankarnir ekki haft laust fé hefðu íslensk fyrirtæki geta fundið sterklega fyrir áhrifunum. Gunnar sagði að ákvörðun Evrópusambandsins um að veita spænska ríkinu neyðarlán myndi slá á áhyggjur og væri afar góð tíðindi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu í miklum viðskiptum við Spán. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. Spánn óskaði formlega eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu í gær og Evrópusambandið mun lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 12.500 milljarða króna. Spánn er fjórða ríkið á evrusvæðinu sem sækir formlega um fjárhagsaðstoð og stærsta ríkið sem óskað hefur eftir aðstoð. Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar fór yfir þessi mál á blaðamannafundi í Madríd í dag. „Þetta eru góð tíðindi fyrir evruna og virkilega gott fyrir Evrópu og augljóslega Spán líka. Þetta var óumflýjanlegt. Önnur ríki tóku ákvarðanir af þessum toga fyrir þremur árum. Ríki sem hafa sett gríðarlegar fjárhæðir inn í fjármálafyrirtæki sinna ríkja," sagði Rajoy í dag. Peningarnir fara í að endurfjármagna spænska bankakerfið. Mörg íslensk fyrirtæki eru í miklum viðskiptum við Spán. Sérstaklega má hér nefna sjávarútvegsfyrirtæki sem eru stórtæk í útflutningi á saltfiski. Þorbjörn hf. í Grindavík flytur aðallega út saltfisk til Spánar og Ítalíu og einnig nokkuð til Grikklands. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hefði um nokkra hríð haft áhyggjur af stöðunni í þessum ríkjum, en fyrirtækið hefði þó ekki enn orðið fyrir búsifjum. Gunnar Tómasson, bróðir Eiríks og sölustjóri Þorbjarnar, sagði að allar greiðslur hefðu borist til þessa á réttum tíma til þessa frá viðskiptavinum Þorbjarnar í þessum ríkjum þar sem viðsemjendur væru allir í bankaviðskiptum. Á Spáni væru til dæmis stunduð nánast eingöngu staðgreiðsluviðskipti gegnum spænska banka. Hins vegar gæti staðan orðið önnur ef spænskir bankar lentu í vandræðum. Ef mikill vandi hefði skapast í spænska bankakerfinu og bankarnir ekki haft laust fé hefðu íslensk fyrirtæki geta fundið sterklega fyrir áhrifunum. Gunnar sagði að ákvörðun Evrópusambandsins um að veita spænska ríkinu neyðarlán myndi slá á áhyggjur og væri afar góð tíðindi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem ættu í miklum viðskiptum við Spán.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira