Engir endurskoðendur sæta rannsókn þrátt fyrir milljarða bótakröfur 9. júní 2012 18:49 Þótt endurskoðendur þurfi að verjast milljarða skaðabótakröfum frá slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir dómstólum er, enn sem komið er, enginn endurskoðandi föllnu bankanna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða grunaður um refsiverða háttsemi. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð endurskoðenda í aðdraganda falls bankanna, en endurskoðendur stóru bankanna þriggja hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að árita athugasemdalaust ársreikninga bankanna sem hafi ekki gefið rétta mynd af raunverulegri stöðu þeirra. Slitastjórnir bæði Landsbankans og Glitnis höfðuðu fyrr á þessu ári mál gegn PwC fyrir íslenskum dómstólum og telja að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki sinnt störfum sínum með lögmætum hætti. Í stefnu Glitnis er byggt á því að afleiðingar meintrar vanrækslu hafi verið þær að ársreikningur ársins 2007 og árshlutareikningar hafi verið rangir. Rangfærslur snúi meðal annars að tengslum aðila, sem fengu lán hjá bankanum, við bankann sjálfan og skilgreiningum á tengdum aðilum þegar stórar áhættuskuldbindingar voru annars vegar. Í stefnu Landsbankans kemur fram að slitastjórn bankans telji að PwC hafi vitað um bága stöðu bankans við gerð ársreiknings fyrir árið 2007, meira en níu mánuðum fyrir hrun. Þess skal getið að PwC hefur alfarið hafnað málatilbúnaði slitastjórna Landsbankans og Glitnis og telur ásakanir á hendur fyrirtækinu ekki standast skoðun. Tvær skýrslur liggja fyrir þar sem ársreikningar Glitnis og Landsbankans eru harðlega gagnrýndir. Norska fyrirtækið Cofisys vann skýrslu um ársreikninga Glitnis og franska fyrirtækið Lynx Advokatfirma vann skýrslu um Landsbankann. Í grófum dráttum var það niðurstaða skýrsluhöfunda að bæði Glitnir og Landsbankinn hafi verið komnir að fótum fram um áramótin 2007 og að á þeim tímapunkti hafi átt að svipta þá starfsleyfi. Þessar skýrslur voru grundvöllur athugunar á málefnum PwC hjá embætti sérstaks saksóknara án þess að formleg rannsókn væri hafin. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að enn sem komið er hefði engu sakarefni verið beint að endurskoðunarfyrirtækjum. Þar með hefði enginn endurskoðandi réttarstöðu sakbornings í neinu máli sem tengdist falli bankanna. Það sem er athyglisvert er að engin slík skýrsla af þessu tagi hefur verið unnin á ársreikningum Kaupþings, en það var KPMG sem var endurskoðandi bankans. Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður slitastjórnar Kaupþings banka, sagði í samtali við fréttastofu að ekki stæði til að vinna slíka skýrslu sem tæki sérstaklega á upplýsingum í ársreikningum bankans með hugsanlega ábyrgð endurskoðenda í huga. Þá sagði hún að endurskoðun ársreikninga Kaupþings væru til athugunar hjá slitastjórninni en engin ákvörðun hefði verið tekin um málshöfðun. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Þótt endurskoðendur þurfi að verjast milljarða skaðabótakröfum frá slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir dómstólum er, enn sem komið er, enginn endurskoðandi föllnu bankanna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða grunaður um refsiverða háttsemi. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð endurskoðenda í aðdraganda falls bankanna, en endurskoðendur stóru bankanna þriggja hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að árita athugasemdalaust ársreikninga bankanna sem hafi ekki gefið rétta mynd af raunverulegri stöðu þeirra. Slitastjórnir bæði Landsbankans og Glitnis höfðuðu fyrr á þessu ári mál gegn PwC fyrir íslenskum dómstólum og telja að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki sinnt störfum sínum með lögmætum hætti. Í stefnu Glitnis er byggt á því að afleiðingar meintrar vanrækslu hafi verið þær að ársreikningur ársins 2007 og árshlutareikningar hafi verið rangir. Rangfærslur snúi meðal annars að tengslum aðila, sem fengu lán hjá bankanum, við bankann sjálfan og skilgreiningum á tengdum aðilum þegar stórar áhættuskuldbindingar voru annars vegar. Í stefnu Landsbankans kemur fram að slitastjórn bankans telji að PwC hafi vitað um bága stöðu bankans við gerð ársreiknings fyrir árið 2007, meira en níu mánuðum fyrir hrun. Þess skal getið að PwC hefur alfarið hafnað málatilbúnaði slitastjórna Landsbankans og Glitnis og telur ásakanir á hendur fyrirtækinu ekki standast skoðun. Tvær skýrslur liggja fyrir þar sem ársreikningar Glitnis og Landsbankans eru harðlega gagnrýndir. Norska fyrirtækið Cofisys vann skýrslu um ársreikninga Glitnis og franska fyrirtækið Lynx Advokatfirma vann skýrslu um Landsbankann. Í grófum dráttum var það niðurstaða skýrsluhöfunda að bæði Glitnir og Landsbankinn hafi verið komnir að fótum fram um áramótin 2007 og að á þeim tímapunkti hafi átt að svipta þá starfsleyfi. Þessar skýrslur voru grundvöllur athugunar á málefnum PwC hjá embætti sérstaks saksóknara án þess að formleg rannsókn væri hafin. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að enn sem komið er hefði engu sakarefni verið beint að endurskoðunarfyrirtækjum. Þar með hefði enginn endurskoðandi réttarstöðu sakbornings í neinu máli sem tengdist falli bankanna. Það sem er athyglisvert er að engin slík skýrsla af þessu tagi hefur verið unnin á ársreikningum Kaupþings, en það var KPMG sem var endurskoðandi bankans. Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður slitastjórnar Kaupþings banka, sagði í samtali við fréttastofu að ekki stæði til að vinna slíka skýrslu sem tæki sérstaklega á upplýsingum í ársreikningum bankans með hugsanlega ábyrgð endurskoðenda í huga. Þá sagði hún að endurskoðun ársreikninga Kaupþings væru til athugunar hjá slitastjórninni en engin ákvörðun hefði verið tekin um málshöfðun.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur