Fleiri fréttir Rekstur ÍLS mikið „umhugsunarefni“ "Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri viðskiptabanka hjá Landsbankanum hf., í grein í Fréttablaðinu í dag um starfsemi Íbúðalánasjóðs og þá gagnrýni sem komið hefur frá Sigurði Erlingssyni, framkvæmdastjóra ÍLS, um óverðtryggð lán bankanna. 7.6.2012 10:18 Fasteignaviðskipti jukust um 19% milli ára í maí Fasteignaviðskipti jukust um 19.1% á höfuðborgarsvæðinu í maímánuði samanborið við maí í fyrra. Veltan í þessum viðskiptum jókst um 22,1% milli ára. 7.6.2012 07:58 Tæplega 3.000 íbúðir í eigu lánadrottna Tæplega 3.000 íbúðir eru nú í eigu lánadrottna, þ.e. Íbúðalánasjóðs, bankanna, sparisjóða og lífeyrissjóða. Þar af á Íbúðalánasjóður um 2.000 íbúðir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki 633 (miðað við stöðuna í lok árs 2011), slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans (Drómi) 217, sparisjóðir 17 íbúðir og lífeyrissjóðir 32. 7.6.2012 14:33 Enn eitt farþegametið hjá Icelandair Icelandair setti enn eitt farþegametið í maí s.l. Þá flutti félagið yfir 165 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 22% fleiri en í maí á síðasta ári. Sætanýting nam 82,2% og jókst um 5,0 prósentustig á milli ára. 7.6.2012 06:40 Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.238 milljarðar Eignir lífeyrissjóðann halda áfram að aukast. Þær námu 2.238 milljörðum kr. í lok apríl s.l..og hækkuðu um 21,3 milljarða kr. frá mars eða um 1%. 7.6.2012 06:36 Greiða ekki krónu fyrir kauprétt - fá hundruð milljóna á silfurfati Lykilstjórnendum Eimskipafélagsins mun bjóðast að eignast hluti í félaginu á umtalsvert lægra gengi en reiknað er með að verði fyrir hendi þegar félagið verður skráð á markað í september. Hlutur þeirra gæti orðið milljarða virði. 6.6.2012 18:34 Saga Capital í slitameðferð Saga Capital hf., sem lengi vel var fjárfestingabanki, hefur verið tekið til slitameðferðar og félaginu skipuð slitastjórn. Þetta gerist í kjölfar þess að Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði að krafa Fjármálaeftirlitsins (FME) um að félagið yrði tekið til slitameðferðar væri réttmæt. Kröfulýsingarfrestur er til 24. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í innköllun sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á mánudag. Í slitastjórn voru skipaðir Ástráður Haraldsson, Arnar Sigfússon og Sigrún Guðmundsdóttir. 6.6.2012 12:15 Keldan kaupir Vaktarann af CLARA ehf. Keldan ehf., sem á og rekur vefinn Keldan.is ásamt Dagatali Viðskiptalífsins hefur keypt Vaktarann af CLARA ehf. 6.6.2012 10:03 Fer í nauðasamninga á næstu mánuðum Kaupþing mun fara í nauðasamningsferli á allra næstu mánuðum. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaupþing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sérstakt 6.6.2012 10:00 Ferðamenn eyða minna en árið 2007 Hver einstakur erlendur ferðamaður eyddi jafn miklu hérlendis í fyrra og hann gerði árið 2009. Eyðsla á hvern ferðamann dróst saman um rúm sex prósent frá árinu 2010 ef miðað er við fast verðlag. Eyðsla ferðamanna hefur minnkað frá árinu 2007 ef tekið er tillit til falls krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Þetta kemur fram í tölum um árlega kortaveltu erlendra ferðamanna sem DataMarket tók saman fyrir Markaðinn. 6.6.2012 09:45 Gistinóttum fjölgaði um 10% milli ára í apríl Gistinætur á hótelum í apríl voru um 120.700 samanborið við 109.300 í apríl í fyrra. Þetta er aukning um 10% milli ára. 6.6.2012 09:08 Björgólfur Thor ætlar að taka þátt 6.6.2012 09:00 LSR selur í Bakkavör vegna óánægju Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, hefur selt allan eignarhlut sinn í Bakkavör Group. Barst LSR tilboð í eignarhlutinn eftir að hugmyndir um hlutafjáraukningu Bakkavarar voru kynntar en LSR lagðist gegn samþykkt á hluthafasamkomulagi sem byggði á hugmyndunum og var samþykkt á hluthafafundi 23. maí. LSR hafði þó þegar selt hlutinn þegar fundurinn fór fram. 6.6.2012 08:45 Greining Íslandsbanka ráðleggur sölu á Hagabréfum Greining Íslandsbanka ráðleggur fjárfestum að selja hlutabréf í Högum, rekstraraðila Bónus og Hagkaupa, í greiningu frá 25. maí sl. Í fyrirtækjagreiningu bankans á Högum á þeim tíma kemur fram að verðmatsgengið í greiningunni á félaginu sé 17, en í lok dags 25. maí var gengið 18,95. Ráðgjöfin til fjárfesta er því að selja bréfin. 5.6.2012 23:31 Tækifærin fólgin í að fá ferðamenn til þess að eyða meira Háannatímabil ferðaþjónustunnar er nú að hefjast en næstum helmingur allra ferðamanna sem heimsækir Ísland ár hvert kemur til landsins yfir sumarmánuðina. Gögn frá Datamarket sýna að tækifærin í ferðaþjónustunni séu ekki endilega fólgin fjölgun ferðamanna, heldur frekar að fá þá til þess að eyða meiru. 5.6.2012 20:30 Óákveðið hverjir fá kauprétt hjá Eimskip Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvaða lykilstjórnendur Eimskipafélagsins munu fá kauprétt á hlutum í félaginu. Virði þessa fornfrægafélags er metið á tugi milljarða, ríflega þremur mánuðum áður en það verður skráð á markað. 5.6.2012 12:24 FME samþykkir ferli WDI um kaup á hlutafé Össurar hf. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt það ferli sem danska félagið William Demant Invest (WDI) ætlar að nota til að gera öðrum hluthöfum í Össuri hf. valfrjálst tilboð í alla hluti þeirra. 5.6.2012 10:34 Afgangur af vöruskiptum hrundi í maí Afgangur af vöruskiptum landsins hrundi í maí s.l. Afgangurinn nam aðeins 200 milljónum króna en í maí í fyrra nam hann 6,8 milljörðum króna. Frá hruni hefur afgangur af vöruskiptum ætíð mælst í milljörðum en ekki milljónum í hverjum mánuði. 5.6.2012 09:07 Valitor vísitalan hækkaði um 5,2% milli ára í maí Valitor vísitalan hækkaði um 5,2% í maí s.l. samanborið við maí í fyrra. Valitor birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta. 5.6.2012 09:31 Landsbankinn selur 2% hlut í Hampiðjunni Landsbankinn hefur selt 2% hlut í Hampiðjunni að undangengnu útboði sem lauk í gærdag að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5.6.2012 08:59 Gjaldeyrisveltan tæpir 15 milljarðar í maí Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam nær 14,8 milljörðum kr. í maí s.l. sem er 145,6% aukning frá fyrra mánuði. 5.6.2012 07:58 91 samningi þinglýst á viku Alls var 91 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á milli 25. og 31. maí. Á vef Þjóðskrár segir að 65 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, 23 um sérbýli og þrír um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði. 5.6.2012 04:30 Lagaleg umgjörð endurskoðunar óljós Lagaleg staða endurskoðunar er um margt óljós þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa ekki verið innleiddir í íslensk lög. ,,Þetta er óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið," sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður á fundi um ábyrgð endurskoðenda á föstudag. 4.6.2012 19:00 Lykilstjórnendur fá hundruð milljóna í vasann Lykilstjórnendur Eimskipafélagsins fá kauprétt að hlut í félaginu sem nemur þremur og hálfu prósenti af heildarhlutafé félagsins. Virði þess hlutar hleypur a.m.k. á hundruðum milljóna króna, en til stendur að skrá félagið á markað síðar á þessu ári. 4.6.2012 18:30 Umboðsmaður skuldara myndi fagna breytingum sem hraða málum "Að sjálfsögðu vildi ég sjálf að þetta gengi hraðar fyrir sig," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara um verkefni embættisins. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti yfir ákveðnum vonbrigðum með hægagang hjá umboðsmanni skuldara á Alþingi í dag og taldi fulla ástæðu til að kanna hvort mætti endurskoða starfsemi embættisins. 4.6.2012 16:29 Friðfinnur Ragnar neitar sök í innherjamáli Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, lýsti yfir sakleysi sínu í dag, þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Friðfinnur er ákærður fyrir innherjasvik, en honum er gefið að sök í ákæru að hafa selt hlutabréf sín í Glitni fyrir um 20 milljónir, er hann vissi um að bága stöðu bankans. 4.6.2012 14:16 ÍLS býður upp á óverðtryggð lán síðsumars Íbúðalánasjóður hyggst hefja lánveitingar á óverðtryggðum lánum í lok sumars, en endanleg útfærsla á þeim lánum liggur ekki fyrir. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk þurfi að vera meðvitað um að óverðtryggð geti reynst þung í skauti fyrir þá sem hafa spennt bogann hátt. 4.6.2012 12:15 Skúli: Bensínlækkunin skref í rétta átt Íslensk olíufélög hafa lækkað verð á bensínu um allt að 5 krónur síðan fyrir helgi. "Það er skref í rétta átt, en þetta brúar engan veginn það bil sem ég var að tala um," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, sem hefur bent á að álagning íslenskra olíufélaga sé allt að tvöfalt hærri en þekkist á norðurlöndunum. 4.6.2012 11:43 Endurskipulagning hjá Fasteign, leiga lækkar um 50% Hluthafafundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. hefur samþykkt samkomulag milli félagsins og kröfuhafa þess er varðar fjárhagslega endurskipulagningu. Leigugreiðslur munu lækka um allt að 50% fyrstu árin eftir Þessa endurskipulagningu. 4.6.2012 10:05 Iceland Express á réttum tíma Allar ferðir Iceland Express voru á réttum tíma í fyrri hluta maímánaðar. Seinni tvær vikurnar voru allar brottfarir á tíma og aðeins einni komu seinkaði, eftir því sem fram kemur á vef Túrista. 4.6.2012 09:06 SUS vill að ríkið selji Landsvirkjun Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) vill að ríkið selji Landsvirkjun og hætti ekki frekari skattpeningum í áhættusamar fjárfestingar í orkugeiranum. 4.6.2012 09:04 Kýpur í miklum efnahagsvanda Kýpur er í miklum efnahagsvanda og færist nær því að þiggja hjálp úr björungarsjóðum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að því er greint var á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. 3.6.2012 22:49 Samningaviðræður um dýrasta hótel landsins langt komnar Samningaviðræður við forsvarsmenn svissnesks fjárfestingafélags um byggingu hótelbyggingar við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu eru langt komnar, en Marriot-hótelið sem rísa mun á svæðinu, verður langdýrasta hótel landsins. 3.6.2012 18:44 Íbúðalánasjóður á hausinn ef húsnæðislán verða lækkuð um 20 prósent Íbúðalánasjóður yrði gjaldþrota og ríkið þyrfti að leggja sjóðnum til meira en hundrað milljarða ef húsnæðislán yrðu lækkuð um tuttugu prósent. 2.6.2012 20:12 Skúli og Baldur ætla að þjóna farþegum Tveir helstu stjórnendur WOW Air, Skúli Mogensen stjórnarformaður og Baldur Oddur Baldursson forstjóri, þjónuðu flugfarþegum í jómfrúarflugi félagsins til Parísar á fimmtudagsmorgun. 2.6.2012 16:54 Vafi á fordæmisgildi gengislánadóms Hæstaréttar eykst Héraðsdómur Vesturlands komst 22. maí síðastliðinn að þeirri niðurstöðu að Arion banka hefði verið heimilt að endurreikna gengislán aftur í tímann samkvæmt vöxtum Seðlabankans þrátt fyrir að fullnaðarkvittanir hafi legið fyrir vegna afborgana. 2.6.2012 05:45 Kannast ekki við íhlutun ESB Efnahags- og viðskiptaráðuneyti kannast ekki við að ESB hafi blandað sér með beinum hætti "með fjármunum og þátttöku sendiherra og sendiráðs“ í umræður um áhrif ESB-aðildar í hans málaflokkum. 2.6.2012 05:30 19 milljónir í ESB umfjöllun EvrópumálAlþingi hefur úthlutað styrkjum að upphæð 19 milljónir króna til að stuðla að „opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu" um ESB. Styrkjum er skipt jafnt milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga. 2.6.2012 05:00 Hættir milligöngu um meðlagsgreiðslur Tryggingastofnun ríkisins mun ekki lengur hafa milligöngu um greiðslu meðlags til einstaklinga sem eru búsettir í öðrum EES-ríkjum. Í frétt á vef Tryggingastofnunar segir að um 45 einstaklinga sé að ræða. 2.6.2012 03:30 Undrandi á að ullin sé send út til Kína Þórir N. Kjartansson fráfarandi framkvæmdastjóri Víkurprjóns er undrandi á því að íslensk ull sé send til útlanda til framleiðslu á lopapeysum. „Það er ekki vöntun á handprjónuðum lopapeysum á Íslandi,“ segir Þórir. Þórir telur að gróðavon og græðgi stjórni því að menn flytji ullina til útlanda til framleiðslu: 2.6.2012 03:15 Allir vildu hækka vexti Samhljómur var í peningastefnunefnd Seðlabankans um að myndarleg hækkun vaxta væri nauðsynleg við síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar þann 16. maí. Einn nefndarmaður vildi hækka vexti um 0,75 prósentur en fjórir um 0,5 prósentur. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar vegna vaxtaákvörðunarinnar. Í fundargerðinni kemur einnig fram að versnandi verðbólguhorfur voru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Hækkun myndi styðja við gengi krónunnar og stemma stigu við verðbólguþrýstingi frá vinnumarkaði.- mþl 2.6.2012 03:00 Ábyrgur vegna skuldar - ekki kynnt greiðslumat Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fasteignarveðsetning ábyrgðarmanns vegna skuldar fyrrverandi tengdarsonar síns væri ekki ógild þrátt fyrir að ábyrgðarmanninum hefði ekki verið kynnt greiðslumat á skuldara. 1.6.2012 21:38 Hiti á alþingi vegna kvótamálsins Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu stjórnarliða um forkastanleg vinnubrögð í kvótamálinu á alþingi í morgun. Önnur umræða um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum hófst í dag þrátt fyrir mótmæli framsóknar- og sjálfstæðismanna. Atvinnuveganefnd Alþingis afgreiddi frumvarp um breytingar á veiðgjöldum úr nefnd á þriðjudag. Önnur umræða um málið hófst svo á þriðja tímanum í dag. 1.6.2012 19:22 Jarðgangaframkvæmdum verði flýtt í krafti veiðigjalda Miðað við samgönguáætlun sem nú er til afgreiðslu á Alþingi verður framkvæmdum við Norðfjarðargöng flýtt um eitt og hálft ár og Dýrafjarðargöngum um tvö og hálft ár. Þetta verður mögulegt þar sem hluta sérstaks veiðigjalds verður varið til samgöngumála, nánar tiltekið 2,5 milljörðum króna á ári allt fram til ársins 2022. 1.6.2012 18:42 "Mótum framtíðina" - Kauphöllin opnar nýja vefsíðu Kauphöllin (NASDAQ OMX Iceland) hefur opnað nýja vefsíðu á bæði íslensku og ensku. Vefsíðan eru hluti af átakinu "Mótum framtíðina" en hún er ætluð sem upplýsingasíða fyrir innlenda sem erlenda fjárfesta, fyrirtæki og áhugafólk um íslenska markaðinn. 1.6.2012 16:41 Sjá næstu 50 fréttir
Rekstur ÍLS mikið „umhugsunarefni“ "Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri viðskiptabanka hjá Landsbankanum hf., í grein í Fréttablaðinu í dag um starfsemi Íbúðalánasjóðs og þá gagnrýni sem komið hefur frá Sigurði Erlingssyni, framkvæmdastjóra ÍLS, um óverðtryggð lán bankanna. 7.6.2012 10:18
Fasteignaviðskipti jukust um 19% milli ára í maí Fasteignaviðskipti jukust um 19.1% á höfuðborgarsvæðinu í maímánuði samanborið við maí í fyrra. Veltan í þessum viðskiptum jókst um 22,1% milli ára. 7.6.2012 07:58
Tæplega 3.000 íbúðir í eigu lánadrottna Tæplega 3.000 íbúðir eru nú í eigu lánadrottna, þ.e. Íbúðalánasjóðs, bankanna, sparisjóða og lífeyrissjóða. Þar af á Íbúðalánasjóður um 2.000 íbúðir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki 633 (miðað við stöðuna í lok árs 2011), slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans (Drómi) 217, sparisjóðir 17 íbúðir og lífeyrissjóðir 32. 7.6.2012 14:33
Enn eitt farþegametið hjá Icelandair Icelandair setti enn eitt farþegametið í maí s.l. Þá flutti félagið yfir 165 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 22% fleiri en í maí á síðasta ári. Sætanýting nam 82,2% og jókst um 5,0 prósentustig á milli ára. 7.6.2012 06:40
Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.238 milljarðar Eignir lífeyrissjóðann halda áfram að aukast. Þær námu 2.238 milljörðum kr. í lok apríl s.l..og hækkuðu um 21,3 milljarða kr. frá mars eða um 1%. 7.6.2012 06:36
Greiða ekki krónu fyrir kauprétt - fá hundruð milljóna á silfurfati Lykilstjórnendum Eimskipafélagsins mun bjóðast að eignast hluti í félaginu á umtalsvert lægra gengi en reiknað er með að verði fyrir hendi þegar félagið verður skráð á markað í september. Hlutur þeirra gæti orðið milljarða virði. 6.6.2012 18:34
Saga Capital í slitameðferð Saga Capital hf., sem lengi vel var fjárfestingabanki, hefur verið tekið til slitameðferðar og félaginu skipuð slitastjórn. Þetta gerist í kjölfar þess að Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði að krafa Fjármálaeftirlitsins (FME) um að félagið yrði tekið til slitameðferðar væri réttmæt. Kröfulýsingarfrestur er til 24. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í innköllun sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á mánudag. Í slitastjórn voru skipaðir Ástráður Haraldsson, Arnar Sigfússon og Sigrún Guðmundsdóttir. 6.6.2012 12:15
Keldan kaupir Vaktarann af CLARA ehf. Keldan ehf., sem á og rekur vefinn Keldan.is ásamt Dagatali Viðskiptalífsins hefur keypt Vaktarann af CLARA ehf. 6.6.2012 10:03
Fer í nauðasamninga á næstu mánuðum Kaupþing mun fara í nauðasamningsferli á allra næstu mánuðum. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaupþing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sérstakt 6.6.2012 10:00
Ferðamenn eyða minna en árið 2007 Hver einstakur erlendur ferðamaður eyddi jafn miklu hérlendis í fyrra og hann gerði árið 2009. Eyðsla á hvern ferðamann dróst saman um rúm sex prósent frá árinu 2010 ef miðað er við fast verðlag. Eyðsla ferðamanna hefur minnkað frá árinu 2007 ef tekið er tillit til falls krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Þetta kemur fram í tölum um árlega kortaveltu erlendra ferðamanna sem DataMarket tók saman fyrir Markaðinn. 6.6.2012 09:45
Gistinóttum fjölgaði um 10% milli ára í apríl Gistinætur á hótelum í apríl voru um 120.700 samanborið við 109.300 í apríl í fyrra. Þetta er aukning um 10% milli ára. 6.6.2012 09:08
LSR selur í Bakkavör vegna óánægju Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, hefur selt allan eignarhlut sinn í Bakkavör Group. Barst LSR tilboð í eignarhlutinn eftir að hugmyndir um hlutafjáraukningu Bakkavarar voru kynntar en LSR lagðist gegn samþykkt á hluthafasamkomulagi sem byggði á hugmyndunum og var samþykkt á hluthafafundi 23. maí. LSR hafði þó þegar selt hlutinn þegar fundurinn fór fram. 6.6.2012 08:45
Greining Íslandsbanka ráðleggur sölu á Hagabréfum Greining Íslandsbanka ráðleggur fjárfestum að selja hlutabréf í Högum, rekstraraðila Bónus og Hagkaupa, í greiningu frá 25. maí sl. Í fyrirtækjagreiningu bankans á Högum á þeim tíma kemur fram að verðmatsgengið í greiningunni á félaginu sé 17, en í lok dags 25. maí var gengið 18,95. Ráðgjöfin til fjárfesta er því að selja bréfin. 5.6.2012 23:31
Tækifærin fólgin í að fá ferðamenn til þess að eyða meira Háannatímabil ferðaþjónustunnar er nú að hefjast en næstum helmingur allra ferðamanna sem heimsækir Ísland ár hvert kemur til landsins yfir sumarmánuðina. Gögn frá Datamarket sýna að tækifærin í ferðaþjónustunni séu ekki endilega fólgin fjölgun ferðamanna, heldur frekar að fá þá til þess að eyða meiru. 5.6.2012 20:30
Óákveðið hverjir fá kauprétt hjá Eimskip Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvaða lykilstjórnendur Eimskipafélagsins munu fá kauprétt á hlutum í félaginu. Virði þessa fornfrægafélags er metið á tugi milljarða, ríflega þremur mánuðum áður en það verður skráð á markað. 5.6.2012 12:24
FME samþykkir ferli WDI um kaup á hlutafé Össurar hf. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt það ferli sem danska félagið William Demant Invest (WDI) ætlar að nota til að gera öðrum hluthöfum í Össuri hf. valfrjálst tilboð í alla hluti þeirra. 5.6.2012 10:34
Afgangur af vöruskiptum hrundi í maí Afgangur af vöruskiptum landsins hrundi í maí s.l. Afgangurinn nam aðeins 200 milljónum króna en í maí í fyrra nam hann 6,8 milljörðum króna. Frá hruni hefur afgangur af vöruskiptum ætíð mælst í milljörðum en ekki milljónum í hverjum mánuði. 5.6.2012 09:07
Valitor vísitalan hækkaði um 5,2% milli ára í maí Valitor vísitalan hækkaði um 5,2% í maí s.l. samanborið við maí í fyrra. Valitor birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta. 5.6.2012 09:31
Landsbankinn selur 2% hlut í Hampiðjunni Landsbankinn hefur selt 2% hlut í Hampiðjunni að undangengnu útboði sem lauk í gærdag að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5.6.2012 08:59
Gjaldeyrisveltan tæpir 15 milljarðar í maí Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam nær 14,8 milljörðum kr. í maí s.l. sem er 145,6% aukning frá fyrra mánuði. 5.6.2012 07:58
91 samningi þinglýst á viku Alls var 91 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á milli 25. og 31. maí. Á vef Þjóðskrár segir að 65 samningar hafi verið um eignir í fjölbýli, 23 um sérbýli og þrír um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði. 5.6.2012 04:30
Lagaleg umgjörð endurskoðunar óljós Lagaleg staða endurskoðunar er um margt óljós þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa ekki verið innleiddir í íslensk lög. ,,Þetta er óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið," sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður á fundi um ábyrgð endurskoðenda á föstudag. 4.6.2012 19:00
Lykilstjórnendur fá hundruð milljóna í vasann Lykilstjórnendur Eimskipafélagsins fá kauprétt að hlut í félaginu sem nemur þremur og hálfu prósenti af heildarhlutafé félagsins. Virði þess hlutar hleypur a.m.k. á hundruðum milljóna króna, en til stendur að skrá félagið á markað síðar á þessu ári. 4.6.2012 18:30
Umboðsmaður skuldara myndi fagna breytingum sem hraða málum "Að sjálfsögðu vildi ég sjálf að þetta gengi hraðar fyrir sig," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara um verkefni embættisins. Jóhanna Sigurðardóttir lýsti yfir ákveðnum vonbrigðum með hægagang hjá umboðsmanni skuldara á Alþingi í dag og taldi fulla ástæðu til að kanna hvort mætti endurskoða starfsemi embættisins. 4.6.2012 16:29
Friðfinnur Ragnar neitar sök í innherjamáli Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, lýsti yfir sakleysi sínu í dag, þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Friðfinnur er ákærður fyrir innherjasvik, en honum er gefið að sök í ákæru að hafa selt hlutabréf sín í Glitni fyrir um 20 milljónir, er hann vissi um að bága stöðu bankans. 4.6.2012 14:16
ÍLS býður upp á óverðtryggð lán síðsumars Íbúðalánasjóður hyggst hefja lánveitingar á óverðtryggðum lánum í lok sumars, en endanleg útfærsla á þeim lánum liggur ekki fyrir. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk þurfi að vera meðvitað um að óverðtryggð geti reynst þung í skauti fyrir þá sem hafa spennt bogann hátt. 4.6.2012 12:15
Skúli: Bensínlækkunin skref í rétta átt Íslensk olíufélög hafa lækkað verð á bensínu um allt að 5 krónur síðan fyrir helgi. "Það er skref í rétta átt, en þetta brúar engan veginn það bil sem ég var að tala um," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar, sem hefur bent á að álagning íslenskra olíufélaga sé allt að tvöfalt hærri en þekkist á norðurlöndunum. 4.6.2012 11:43
Endurskipulagning hjá Fasteign, leiga lækkar um 50% Hluthafafundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. hefur samþykkt samkomulag milli félagsins og kröfuhafa þess er varðar fjárhagslega endurskipulagningu. Leigugreiðslur munu lækka um allt að 50% fyrstu árin eftir Þessa endurskipulagningu. 4.6.2012 10:05
Iceland Express á réttum tíma Allar ferðir Iceland Express voru á réttum tíma í fyrri hluta maímánaðar. Seinni tvær vikurnar voru allar brottfarir á tíma og aðeins einni komu seinkaði, eftir því sem fram kemur á vef Túrista. 4.6.2012 09:06
SUS vill að ríkið selji Landsvirkjun Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) vill að ríkið selji Landsvirkjun og hætti ekki frekari skattpeningum í áhættusamar fjárfestingar í orkugeiranum. 4.6.2012 09:04
Kýpur í miklum efnahagsvanda Kýpur er í miklum efnahagsvanda og færist nær því að þiggja hjálp úr björungarsjóðum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að því er greint var á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. 3.6.2012 22:49
Samningaviðræður um dýrasta hótel landsins langt komnar Samningaviðræður við forsvarsmenn svissnesks fjárfestingafélags um byggingu hótelbyggingar við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu eru langt komnar, en Marriot-hótelið sem rísa mun á svæðinu, verður langdýrasta hótel landsins. 3.6.2012 18:44
Íbúðalánasjóður á hausinn ef húsnæðislán verða lækkuð um 20 prósent Íbúðalánasjóður yrði gjaldþrota og ríkið þyrfti að leggja sjóðnum til meira en hundrað milljarða ef húsnæðislán yrðu lækkuð um tuttugu prósent. 2.6.2012 20:12
Skúli og Baldur ætla að þjóna farþegum Tveir helstu stjórnendur WOW Air, Skúli Mogensen stjórnarformaður og Baldur Oddur Baldursson forstjóri, þjónuðu flugfarþegum í jómfrúarflugi félagsins til Parísar á fimmtudagsmorgun. 2.6.2012 16:54
Vafi á fordæmisgildi gengislánadóms Hæstaréttar eykst Héraðsdómur Vesturlands komst 22. maí síðastliðinn að þeirri niðurstöðu að Arion banka hefði verið heimilt að endurreikna gengislán aftur í tímann samkvæmt vöxtum Seðlabankans þrátt fyrir að fullnaðarkvittanir hafi legið fyrir vegna afborgana. 2.6.2012 05:45
Kannast ekki við íhlutun ESB Efnahags- og viðskiptaráðuneyti kannast ekki við að ESB hafi blandað sér með beinum hætti "með fjármunum og þátttöku sendiherra og sendiráðs“ í umræður um áhrif ESB-aðildar í hans málaflokkum. 2.6.2012 05:30
19 milljónir í ESB umfjöllun EvrópumálAlþingi hefur úthlutað styrkjum að upphæð 19 milljónir króna til að stuðla að „opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu" um ESB. Styrkjum er skipt jafnt milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga. 2.6.2012 05:00
Hættir milligöngu um meðlagsgreiðslur Tryggingastofnun ríkisins mun ekki lengur hafa milligöngu um greiðslu meðlags til einstaklinga sem eru búsettir í öðrum EES-ríkjum. Í frétt á vef Tryggingastofnunar segir að um 45 einstaklinga sé að ræða. 2.6.2012 03:30
Undrandi á að ullin sé send út til Kína Þórir N. Kjartansson fráfarandi framkvæmdastjóri Víkurprjóns er undrandi á því að íslensk ull sé send til útlanda til framleiðslu á lopapeysum. „Það er ekki vöntun á handprjónuðum lopapeysum á Íslandi,“ segir Þórir. Þórir telur að gróðavon og græðgi stjórni því að menn flytji ullina til útlanda til framleiðslu: 2.6.2012 03:15
Allir vildu hækka vexti Samhljómur var í peningastefnunefnd Seðlabankans um að myndarleg hækkun vaxta væri nauðsynleg við síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar þann 16. maí. Einn nefndarmaður vildi hækka vexti um 0,75 prósentur en fjórir um 0,5 prósentur. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar vegna vaxtaákvörðunarinnar. Í fundargerðinni kemur einnig fram að versnandi verðbólguhorfur voru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Hækkun myndi styðja við gengi krónunnar og stemma stigu við verðbólguþrýstingi frá vinnumarkaði.- mþl 2.6.2012 03:00
Ábyrgur vegna skuldar - ekki kynnt greiðslumat Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að fasteignarveðsetning ábyrgðarmanns vegna skuldar fyrrverandi tengdarsonar síns væri ekki ógild þrátt fyrir að ábyrgðarmanninum hefði ekki verið kynnt greiðslumat á skuldara. 1.6.2012 21:38
Hiti á alþingi vegna kvótamálsins Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu stjórnarliða um forkastanleg vinnubrögð í kvótamálinu á alþingi í morgun. Önnur umræða um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum hófst í dag þrátt fyrir mótmæli framsóknar- og sjálfstæðismanna. Atvinnuveganefnd Alþingis afgreiddi frumvarp um breytingar á veiðgjöldum úr nefnd á þriðjudag. Önnur umræða um málið hófst svo á þriðja tímanum í dag. 1.6.2012 19:22
Jarðgangaframkvæmdum verði flýtt í krafti veiðigjalda Miðað við samgönguáætlun sem nú er til afgreiðslu á Alþingi verður framkvæmdum við Norðfjarðargöng flýtt um eitt og hálft ár og Dýrafjarðargöngum um tvö og hálft ár. Þetta verður mögulegt þar sem hluta sérstaks veiðigjalds verður varið til samgöngumála, nánar tiltekið 2,5 milljörðum króna á ári allt fram til ársins 2022. 1.6.2012 18:42
"Mótum framtíðina" - Kauphöllin opnar nýja vefsíðu Kauphöllin (NASDAQ OMX Iceland) hefur opnað nýja vefsíðu á bæði íslensku og ensku. Vefsíðan eru hluti af átakinu "Mótum framtíðina" en hún er ætluð sem upplýsingasíða fyrir innlenda sem erlenda fjárfesta, fyrirtæki og áhugafólk um íslenska markaðinn. 1.6.2012 16:41
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent