Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins 12. júní 2012 07:15 SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. Hvorki Seðlabankinn né fjármálaráðuneytið gátu veitt nánari upplýsingar um skuldina þegar eftir því var leitað. Þegar SpKef var stofnaður á grunni Sparisjóðsins í Keflavík í apríl 2010 kom fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að öll innlán og eignir gamla sjóðsins yrðu flutt í þann nýja. Umfang innlánanna er í dag 57,6 milljarðar króna. Ríkið tryggir þau að fullu í krafti yfirlýsingar sem gefin var út haustið 2008. Heildarskuldir SpKef eru hins vegar metnar á 75,6 milljarða króna, eða 18 milljörðum meira en nemur innlánum sjóðsins. Þar munar mest um skuldir við fjármálafyrirtæki og Seðlabanka Íslands sem nema 13,9 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins er þessi skuld að langmestu leyti við Seðlabankann. Engin ríkisábyrgð ætti að vera á slíkri skuld undir eðlilegum kringumstæðum. Þegar SpKef var rennt inn í Landsbankann í mars 2011 kom hins vegar fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að sjóðurinn hefði „átt við verulegan og viðvarandi lausafjárvanda að etja og hafa viðskipti hans við Seðlabanka Íslands verið bundin skilyrðum um ábyrgð af hálfu ríkissjóðs vegna innstæðna". Þar sem skuldir SpKef voru miklu hærri en eignir sjóðsins þarf íslenska ríkið að greiða 19,2 milljarða króna til Landsbankans vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlað að vaxtakostnaður verði um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið var þegar búið að setja 900 milljónir króna inn í sjóðinn sem eigið fé við stofnun hans. Kostnaður hins opinbera vegna SpKef er því um 26 milljarðar króna. - þsj Fréttir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. Hvorki Seðlabankinn né fjármálaráðuneytið gátu veitt nánari upplýsingar um skuldina þegar eftir því var leitað. Þegar SpKef var stofnaður á grunni Sparisjóðsins í Keflavík í apríl 2010 kom fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að öll innlán og eignir gamla sjóðsins yrðu flutt í þann nýja. Umfang innlánanna er í dag 57,6 milljarðar króna. Ríkið tryggir þau að fullu í krafti yfirlýsingar sem gefin var út haustið 2008. Heildarskuldir SpKef eru hins vegar metnar á 75,6 milljarða króna, eða 18 milljörðum meira en nemur innlánum sjóðsins. Þar munar mest um skuldir við fjármálafyrirtæki og Seðlabanka Íslands sem nema 13,9 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins er þessi skuld að langmestu leyti við Seðlabankann. Engin ríkisábyrgð ætti að vera á slíkri skuld undir eðlilegum kringumstæðum. Þegar SpKef var rennt inn í Landsbankann í mars 2011 kom hins vegar fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að sjóðurinn hefði „átt við verulegan og viðvarandi lausafjárvanda að etja og hafa viðskipti hans við Seðlabanka Íslands verið bundin skilyrðum um ábyrgð af hálfu ríkissjóðs vegna innstæðna". Þar sem skuldir SpKef voru miklu hærri en eignir sjóðsins þarf íslenska ríkið að greiða 19,2 milljarða króna til Landsbankans vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlað að vaxtakostnaður verði um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið var þegar búið að setja 900 milljónir króna inn í sjóðinn sem eigið fé við stofnun hans. Kostnaður hins opinbera vegna SpKef er því um 26 milljarðar króna. - þsj
Fréttir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira