Býður vaxtagreiðsluþak á óverðtryggð húsnæðislán 8. júní 2012 08:13 Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta. Í tilkynningu segir að viðskiptavinurinn velur vaxtagreiðsluþakið sjálfur sem þó verður að vera yfir því lágmarki sem ákveðið er af bankanum. Vaxtagreiðsluþakið er nú 7,5% ársvextir. Mismunur á vaxtagreiðsluþakinu og ríkjandi vöxtum á hverjum tíma leggst þá við höfuðstól lánsins og dreifist þar með yfir lánstímann. Sem dæmi má taka að þegar ársvextir láns eru 10% en skilgreint vaxtagreiðsluþak er 7,5% þá er mismuninum, sem svarar 2,5% ársvöxtum, bætt við höfuðstól lánsins og dreift á þann lánstíma sem eftir er. Vaxtagreiðsluþakið tekur mið af aðstæðum hverju sinni en heimild til þess að nýta sér það helst óbreytt í 10 ár og fellur svo niður að þeim tíma liðnum. Markmiðið með þessu er að bjóða viðskiptavinum möguleika á að minnka óvissu um greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum, við hækkandi vexti á markaði. Þetta auðveldar viðskiptavinum Íslandsbanka að velja óverðtryggða lánaskilmála þrátt fyrir hærra vaxtastig. "Um 90% viðskiptavina okkar hafa valið óverðtryggð húsnæðislán síðustu misseri. Það er mikilvægt að veita þeim vernd fari vextir hækkandi. Við teljum að með tilkomu vaxtagreiðsluþaksins hafi viðskiptavinir okkar nú raunverulegt val milli verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðislána þar sem óvissa um framtíðar greiðslubyrði hefur verið takmörkuð. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér báða kosti vel svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða leið þeir velja," segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka í tilkynningunni. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira
Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta. Í tilkynningu segir að viðskiptavinurinn velur vaxtagreiðsluþakið sjálfur sem þó verður að vera yfir því lágmarki sem ákveðið er af bankanum. Vaxtagreiðsluþakið er nú 7,5% ársvextir. Mismunur á vaxtagreiðsluþakinu og ríkjandi vöxtum á hverjum tíma leggst þá við höfuðstól lánsins og dreifist þar með yfir lánstímann. Sem dæmi má taka að þegar ársvextir láns eru 10% en skilgreint vaxtagreiðsluþak er 7,5% þá er mismuninum, sem svarar 2,5% ársvöxtum, bætt við höfuðstól lánsins og dreift á þann lánstíma sem eftir er. Vaxtagreiðsluþakið tekur mið af aðstæðum hverju sinni en heimild til þess að nýta sér það helst óbreytt í 10 ár og fellur svo niður að þeim tíma liðnum. Markmiðið með þessu er að bjóða viðskiptavinum möguleika á að minnka óvissu um greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum, við hækkandi vexti á markaði. Þetta auðveldar viðskiptavinum Íslandsbanka að velja óverðtryggða lánaskilmála þrátt fyrir hærra vaxtastig. "Um 90% viðskiptavina okkar hafa valið óverðtryggð húsnæðislán síðustu misseri. Það er mikilvægt að veita þeim vernd fari vextir hækkandi. Við teljum að með tilkomu vaxtagreiðsluþaksins hafi viðskiptavinir okkar nú raunverulegt val milli verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðislána þar sem óvissa um framtíðar greiðslubyrði hefur verið takmörkuð. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér báða kosti vel svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða leið þeir velja," segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka í tilkynningunni.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Sjá meira