Hanna Birna: Borgarbúar greiða fyrir stóraukinn rekstrarkostnað 30. apríl 2012 16:38 Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að niðurstöður ársreiknings borgarinnar sem lagður var fram í dag staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir, „ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins." Helstu niðurstöður ársreikningsins eru að rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 2.808 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 66 mkr. Niðurstaðan er því verri en gert var ráð fyrir, sem nemur 2.874 mkr. Sama þróun er í samstæðunni, A- og B- hluta, en þar er rekstrarniðurstaðan neikvæð um 4.675 mkr en átti að vera jákvæð um 3.400 mkr. Hanna Birna segir ársreikninginn endurspegla ár af mörgum röngum ákvörðunum, hversu illa áætlanir meirihlutans standast og hversu lítill árangur hefur náðst í hagræðingu. Hún bendir á að skatttekjur borgarinnar aukist um 16% á milli ára, sem þýði að ætla megi að borgarbúar séu að greiða rúmlega 3.000 mkr meira í skatta en í fyrra. Á sama tíma aukist rekstarkostnaður verulega á milli ára, samhliða því sem hann sé mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. ,,Þannig vex kerfið á kostnað borgarbúa sem þurfa einmitt á því að halda að greiðslubyrði þeirra minnki. Borgarbúar líða fyrir það stefnu- og alvöruleysi sem ríkt hefur við stjórn borgarinnar á þessu kjörtímabili. Til að mæta þessum vexti í kerfinu seilist meirihlutinn stöðugt dýpra í vasa borgarbúa og lætur þá greiða fyrir eigið stjórnleysi með stóraukinni skattheimtu," segir Hanna Birna í tilkynningu. Hún bætir því við að ársreikningurinn beri þannig ekki með sér góðar fréttir fyrir borgarbúa en staðfesti þá miklu gagnrýni sem verið hefur á fjármálastjórn meirihlutans. Hanna Birna segir þennan viðsnúning til hins verra í rekstri borgarinnar og það hversu illa allar áætlanir standist, krefjast þess að meirihlutinn tileinki sér önnur og betri vinnubrögð við fjárhagsáætlunagerðina. ,,Borgarbúar eru einfaldlega að gjalda fyrir ranga forgangsröðun og vond vinnubrögð þessa meirihluta, samhliða því sem ársreikningurinn staðfestir að meintar hagræðingaraðgerðir meirihlutans skila ekki árangri, enda unnar án nokkrus samráðs við íbúa, starfsfólk eða kjörna fulltúa." Þá bendir hún á að það sé ekki eingöngu rekstrarkostnaður sem fari úr böndunum heldur hefur skuldsetning borgarinnar aukist um 56% á tveimur árum. „Uppgreiðslutími lána fer hækkandi en árið 2009 hefði það tekið borgina 2 ár að greiða niður skuldir sínar en í lok árs 2011 tekur það borgina 5 ár að greiða niður skuldir. Þetta er áhyggjuefni þar sem að aðhald í rekstri borgarinnar er lítið og því gæti skuldaaukning orðið töluverð á næstu árum." „Umdeildar hagræðingaraðgerðir í grunnskólum og leikskólum borgarinnar eru ekki að skila fjárhagslegum ávinningi. Þetta sést best þegar litið er til þess að í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir rekstrarkosnaði sem næmi 18,3 milljarði en raunkostnaður varð 19,9 milljarður eða 9% aukning á kostnaði. Þetta staðfestir að það sem meirihlutinn hefur boðað sem helstu hagræðingaraðgerðir sínar hafa engum árangri skilað." Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að niðurstöður ársreiknings borgarinnar sem lagður var fram í dag staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir, „ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins." Helstu niðurstöður ársreikningsins eru að rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 2.808 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 66 mkr. Niðurstaðan er því verri en gert var ráð fyrir, sem nemur 2.874 mkr. Sama þróun er í samstæðunni, A- og B- hluta, en þar er rekstrarniðurstaðan neikvæð um 4.675 mkr en átti að vera jákvæð um 3.400 mkr. Hanna Birna segir ársreikninginn endurspegla ár af mörgum röngum ákvörðunum, hversu illa áætlanir meirihlutans standast og hversu lítill árangur hefur náðst í hagræðingu. Hún bendir á að skatttekjur borgarinnar aukist um 16% á milli ára, sem þýði að ætla megi að borgarbúar séu að greiða rúmlega 3.000 mkr meira í skatta en í fyrra. Á sama tíma aukist rekstarkostnaður verulega á milli ára, samhliða því sem hann sé mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. ,,Þannig vex kerfið á kostnað borgarbúa sem þurfa einmitt á því að halda að greiðslubyrði þeirra minnki. Borgarbúar líða fyrir það stefnu- og alvöruleysi sem ríkt hefur við stjórn borgarinnar á þessu kjörtímabili. Til að mæta þessum vexti í kerfinu seilist meirihlutinn stöðugt dýpra í vasa borgarbúa og lætur þá greiða fyrir eigið stjórnleysi með stóraukinni skattheimtu," segir Hanna Birna í tilkynningu. Hún bætir því við að ársreikningurinn beri þannig ekki með sér góðar fréttir fyrir borgarbúa en staðfesti þá miklu gagnrýni sem verið hefur á fjármálastjórn meirihlutans. Hanna Birna segir þennan viðsnúning til hins verra í rekstri borgarinnar og það hversu illa allar áætlanir standist, krefjast þess að meirihlutinn tileinki sér önnur og betri vinnubrögð við fjárhagsáætlunagerðina. ,,Borgarbúar eru einfaldlega að gjalda fyrir ranga forgangsröðun og vond vinnubrögð þessa meirihluta, samhliða því sem ársreikningurinn staðfestir að meintar hagræðingaraðgerðir meirihlutans skila ekki árangri, enda unnar án nokkrus samráðs við íbúa, starfsfólk eða kjörna fulltúa." Þá bendir hún á að það sé ekki eingöngu rekstrarkostnaður sem fari úr böndunum heldur hefur skuldsetning borgarinnar aukist um 56% á tveimur árum. „Uppgreiðslutími lána fer hækkandi en árið 2009 hefði það tekið borgina 2 ár að greiða niður skuldir sínar en í lok árs 2011 tekur það borgina 5 ár að greiða niður skuldir. Þetta er áhyggjuefni þar sem að aðhald í rekstri borgarinnar er lítið og því gæti skuldaaukning orðið töluverð á næstu árum." „Umdeildar hagræðingaraðgerðir í grunnskólum og leikskólum borgarinnar eru ekki að skila fjárhagslegum ávinningi. Þetta sést best þegar litið er til þess að í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir rekstrarkosnaði sem næmi 18,3 milljarði en raunkostnaður varð 19,9 milljarður eða 9% aukning á kostnaði. Þetta staðfestir að það sem meirihlutinn hefur boðað sem helstu hagræðingaraðgerðir sínar hafa engum árangri skilað."
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira