Hanna Birna: Borgarbúar greiða fyrir stóraukinn rekstrarkostnað 30. apríl 2012 16:38 Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að niðurstöður ársreiknings borgarinnar sem lagður var fram í dag staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir, „ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins." Helstu niðurstöður ársreikningsins eru að rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 2.808 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 66 mkr. Niðurstaðan er því verri en gert var ráð fyrir, sem nemur 2.874 mkr. Sama þróun er í samstæðunni, A- og B- hluta, en þar er rekstrarniðurstaðan neikvæð um 4.675 mkr en átti að vera jákvæð um 3.400 mkr. Hanna Birna segir ársreikninginn endurspegla ár af mörgum röngum ákvörðunum, hversu illa áætlanir meirihlutans standast og hversu lítill árangur hefur náðst í hagræðingu. Hún bendir á að skatttekjur borgarinnar aukist um 16% á milli ára, sem þýði að ætla megi að borgarbúar séu að greiða rúmlega 3.000 mkr meira í skatta en í fyrra. Á sama tíma aukist rekstarkostnaður verulega á milli ára, samhliða því sem hann sé mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. ,,Þannig vex kerfið á kostnað borgarbúa sem þurfa einmitt á því að halda að greiðslubyrði þeirra minnki. Borgarbúar líða fyrir það stefnu- og alvöruleysi sem ríkt hefur við stjórn borgarinnar á þessu kjörtímabili. Til að mæta þessum vexti í kerfinu seilist meirihlutinn stöðugt dýpra í vasa borgarbúa og lætur þá greiða fyrir eigið stjórnleysi með stóraukinni skattheimtu," segir Hanna Birna í tilkynningu. Hún bætir því við að ársreikningurinn beri þannig ekki með sér góðar fréttir fyrir borgarbúa en staðfesti þá miklu gagnrýni sem verið hefur á fjármálastjórn meirihlutans. Hanna Birna segir þennan viðsnúning til hins verra í rekstri borgarinnar og það hversu illa allar áætlanir standist, krefjast þess að meirihlutinn tileinki sér önnur og betri vinnubrögð við fjárhagsáætlunagerðina. ,,Borgarbúar eru einfaldlega að gjalda fyrir ranga forgangsröðun og vond vinnubrögð þessa meirihluta, samhliða því sem ársreikningurinn staðfestir að meintar hagræðingaraðgerðir meirihlutans skila ekki árangri, enda unnar án nokkrus samráðs við íbúa, starfsfólk eða kjörna fulltúa." Þá bendir hún á að það sé ekki eingöngu rekstrarkostnaður sem fari úr böndunum heldur hefur skuldsetning borgarinnar aukist um 56% á tveimur árum. „Uppgreiðslutími lána fer hækkandi en árið 2009 hefði það tekið borgina 2 ár að greiða niður skuldir sínar en í lok árs 2011 tekur það borgina 5 ár að greiða niður skuldir. Þetta er áhyggjuefni þar sem að aðhald í rekstri borgarinnar er lítið og því gæti skuldaaukning orðið töluverð á næstu árum." „Umdeildar hagræðingaraðgerðir í grunnskólum og leikskólum borgarinnar eru ekki að skila fjárhagslegum ávinningi. Þetta sést best þegar litið er til þess að í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir rekstrarkosnaði sem næmi 18,3 milljarði en raunkostnaður varð 19,9 milljarður eða 9% aukning á kostnaði. Þetta staðfestir að það sem meirihlutinn hefur boðað sem helstu hagræðingaraðgerðir sínar hafa engum árangri skilað." Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að niðurstöður ársreiknings borgarinnar sem lagður var fram í dag staðfesti mun lakari afkomu en áætlanir hafi gert ráð fyrir, „ónógt aðhald, ófullnægjandi árangur í hagræðingu og almennt ranga forgangsröðun í þágu kerfisins en á kostnað fólksins." Helstu niðurstöður ársreikningsins eru að rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 2.808 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 66 mkr. Niðurstaðan er því verri en gert var ráð fyrir, sem nemur 2.874 mkr. Sama þróun er í samstæðunni, A- og B- hluta, en þar er rekstrarniðurstaðan neikvæð um 4.675 mkr en átti að vera jákvæð um 3.400 mkr. Hanna Birna segir ársreikninginn endurspegla ár af mörgum röngum ákvörðunum, hversu illa áætlanir meirihlutans standast og hversu lítill árangur hefur náðst í hagræðingu. Hún bendir á að skatttekjur borgarinnar aukist um 16% á milli ára, sem þýði að ætla megi að borgarbúar séu að greiða rúmlega 3.000 mkr meira í skatta en í fyrra. Á sama tíma aukist rekstarkostnaður verulega á milli ára, samhliða því sem hann sé mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. ,,Þannig vex kerfið á kostnað borgarbúa sem þurfa einmitt á því að halda að greiðslubyrði þeirra minnki. Borgarbúar líða fyrir það stefnu- og alvöruleysi sem ríkt hefur við stjórn borgarinnar á þessu kjörtímabili. Til að mæta þessum vexti í kerfinu seilist meirihlutinn stöðugt dýpra í vasa borgarbúa og lætur þá greiða fyrir eigið stjórnleysi með stóraukinni skattheimtu," segir Hanna Birna í tilkynningu. Hún bætir því við að ársreikningurinn beri þannig ekki með sér góðar fréttir fyrir borgarbúa en staðfesti þá miklu gagnrýni sem verið hefur á fjármálastjórn meirihlutans. Hanna Birna segir þennan viðsnúning til hins verra í rekstri borgarinnar og það hversu illa allar áætlanir standist, krefjast þess að meirihlutinn tileinki sér önnur og betri vinnubrögð við fjárhagsáætlunagerðina. ,,Borgarbúar eru einfaldlega að gjalda fyrir ranga forgangsröðun og vond vinnubrögð þessa meirihluta, samhliða því sem ársreikningurinn staðfestir að meintar hagræðingaraðgerðir meirihlutans skila ekki árangri, enda unnar án nokkrus samráðs við íbúa, starfsfólk eða kjörna fulltúa." Þá bendir hún á að það sé ekki eingöngu rekstrarkostnaður sem fari úr böndunum heldur hefur skuldsetning borgarinnar aukist um 56% á tveimur árum. „Uppgreiðslutími lána fer hækkandi en árið 2009 hefði það tekið borgina 2 ár að greiða niður skuldir sínar en í lok árs 2011 tekur það borgina 5 ár að greiða niður skuldir. Þetta er áhyggjuefni þar sem að aðhald í rekstri borgarinnar er lítið og því gæti skuldaaukning orðið töluverð á næstu árum." „Umdeildar hagræðingaraðgerðir í grunnskólum og leikskólum borgarinnar eru ekki að skila fjárhagslegum ávinningi. Þetta sést best þegar litið er til þess að í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir rekstrarkosnaði sem næmi 18,3 milljarði en raunkostnaður varð 19,9 milljarður eða 9% aukning á kostnaði. Þetta staðfestir að það sem meirihlutinn hefur boðað sem helstu hagræðingaraðgerðir sínar hafa engum árangri skilað."
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira