Viðskipti innlent

Lögbannskrafan þótti of víðtæk

Boði Logason skrifar
Gísli Tryggvason, talsmaður Neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður Neytenda.
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur vísað frá lögbannskröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmans neytenda við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána heimilanna og innheimti þá. Sýslumaður telur að lögbannskrafan sé of víðtæk.

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir í samtali við fréttastofu að krafan verði lögð aftur fram á næstu dögum, þar sem hún verður betur afmörkuð. Hann segir að í úrskurðinum séu ákveðnar vísbendingar um hvernig hægt sé að þrengja lögbannskröfuna.

Gísli segir að mikil óvissa sé um endurútreikninga á fyrrverandi gengislánum og ætla megi að margir skuldarar hafi ofgreitt af lánum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×