Fleiri fréttir Samdráttur í verslun í apríl Tölvuverður samdráttur varð í flestum tegundum verslunar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. 15.5.2012 13:23 Efasemdir um að Landsvirkjun nái hærra orkuverði Lækkun raforkuverðs til stóriðju í Bandaríkjunum gæti skert möguleika Landsvirkjunar til orkusölu og þar með hægt á iðnaðaruppbyggingu á Íslandi. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. 15.5.2012 12:27 Sérstakur tók skýrslu af Gertner í Lundúnum vegna rannsóknar Rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings til hinna auðugu Gertner bræðra í Bretlandi vegna gruns um markaðsmisnotkun er komin á fullan skrið. Moises Gertner, annar bræðranna, er búinn að gefa skýrslu í málinu en það var gert í Lundúnum. 15.5.2012 18:38 365 semur við Advania um hýsingu og netbúnað Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur samið við Advania um hýsingu og netbúnað fyrir upplýsingakerfi fyrirtækisins og vefsvæði, meðal annars fréttavefinn Vísi. 15.5.2012 11:27 Rauðka fjárfestir fyrir 1.200 milljónir á Sigló Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. 15.5.2012 09:30 Kauphöllina grunar markaðsmisnotkun Íslenska kauphöllin vísaði einu máli til frekari rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) í aprílmánuði vegna gruns um markaðsmisnotkun. Alls hefur Kauphöllin vísað tveimur slíkum málum til eftirlitsins það sem af er árinu 2012. Hvorki FME né Kauphöllin vilja gefa upp hverjum málin tengjast né hvert umfang þeirra er. 15.5.2012 09:00 Arion banki seldi skuldabréf fyrir 1.220 milljónir Arion banki hf. lauk á föstudag, þann 11. maí, fyrsta útboði bankans á sértryggðum skuldabréfum sem eru óverðtryggð. Alls voru seld skuldabréf til fagfjárfesta fyrir 1220 milljónir að nafnvirði í skuldabréfaflokknum Arion CB 15. 14.5.2012 16:49 Hlutabréf í Össuri lækka skarplega Hlutabréf í Össuri, sem skráð er í kauphöllina hér á landi, hafa lækkað um 3,29 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 206. Annars hafa viðskiptin á markaðnum hér á landi verið frekar lítil í dag. Gengi bréfa í Marel hefur lækkað lítillega, eða um 0,3 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 160. Þá hefur gengi bréfa í Högum lækkað um ríflega eitt prósent og er gengi bréfa félagsins nú 18,5. 14.5.2012 15:21 Gylfi: Full ástæða til þess að staldra við bónusa Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að kaupaukakerfum í nýju bönkunum og að full ástæða sé til þess að staldra við þegar hugmyndir um bónusa og kaupauka eru ræddar í tengslum við hina endurreistu banka. "Það er rétt að staldra við þegar kemur að kaupaukakerfum í bönkunum, ekki síst þegar skattgreiðendur eru stærstu eigendur. Bónusgreiðslur og kaupaukakerfi í bönkunum fyrir hrun þeirra var ein ástæða þess hvernig fór fyrir þeim, og ýtti undir fífldjarfa áhættu. En þrátt fyrir það, er ekki þar með sagt að öll kaupaukakerfi séu óréttlætanleg. Útfærslan er aðalatriði í þessu og þar þarf að vanda til verka,“ segir Gylfi. 14.5.2012 12:40 Forstjóri Yahoo laug til um prófgráðu sína Forstjóri netrisans Yahoo, sem heldur úti einni af stærstu leitarvélum á Netin, hefur verið látinn taka pokann sinn. Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera sú að stjórinn, Scott Thompson, laug til um námsferil sinn og sagðist vera með próf í tölvunarfræði sem var alls ekki raunin. 14.5.2012 09:24 Bónusar eins og fyrir hrun ekki á dagskrá Það kemur ekki til greina að hleypa kaupaukakerfinu í bönkunum af stað aftur í þeirri mynd sem það var fyrir hrun segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir áform um kaupaukakerfi í Landsbankanum til komin vegna óska kröfuhafa. 14.5.2012 08:00 Almennir kröfuhafar hafa fengið 73% af kröfum Þrotabú Kaupþings Singer & Friedlander hefur greitt um 73% af 4,6 milljarða sterlingspunda kröfum til almennra kröfuhafa, nú þegar liðlega þrjú og hálft ár eru liðin frá því að íslenska bankakerfið hrundi. Upphæðin nemur um 930 milljörðum króna. Fjallað er um málið á vef Financial Times í dag en þar segir meðal annars að skelfing hafi gripið um sig meðal lánadrottna sem höfðu lagt bankanum til fé þegar hann hrundi. 13.5.2012 20:14 Gísli Marteinn: Þétting byggðar er ekki "innistæðulaus frasi“ Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að frekari þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Reykjavík, sé mikilvægt hagsmunamál fyrir Íslendinga alla. Þar horfir hann ekki síst til uppbyggingar íbúðabyggðar í Skeifunni, sem sé rökrétt skref í átt að skynsamri uppbyggingu í Reykjavík. 13.5.2012 10:21 Munu horfa til Haga þegar Eimskip fer á markað Skráning Haga í Kauphöllina verður höfð til fyrirmyndar þegar Eimskip fer á markað í haust, segir Gylfi Sigfússon, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Íslandsbanki og Straumur hafa verið fengnir til að sjá um ferlið. 12.5.2012 13:38 Vilja að innanríkisráðuneytið kanni hvort lög hafi verið brotin Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins efast um að það standist lög að ársreikningur borgarinnar fyrir síðasta ár hafi verið settur upp án skýrs samanburðar við upphaflega fjárhagsáætlun borgarinnar. 12.5.2012 13:01 Íslandsbanki og Straumur undirbúa skráningu Eimskips á hlutabréfamarkað Eimskip hefur ráðið Íslandsbanka og Straum fjárfestingabanka til að vinna að undirbúningi að skráningu félagsins á NASDAQ OMX Iceland. Gert er ráð fyrir því að fram fari almennt hlutafjárútboð þar sem fjárfestum og almenningi sig fyrir hlutum í félaginu. 11.5.2012 20:26 Eggert Páll orðinn meðeigandi hjá Ergo Eggert Páll Ólason héraðsdómslögmaður er orðinn einn af meðeigendum Ergo lögmanna í Turninum í Kópavogi. Eggert varð yfirlögfræðingur hjá Landsbankanum stuttu eftir að Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefnd yfir bankann og hefur starfað hjá skilanefnd og slitastjórn bankans síðan þá. Hann starfaði áður hjá Landsbankanum og hjá Kaupþingi. Eggert lauk prófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2003. 11.5.2012 16:52 Allt eignasafn Horns fært inn í Landsbréf Allt eignarsafn Horns hf, dótturfélags Landsbankans, verður fært inn í Landsbréf hf, sem einnig er dótturfélag Landsbankans. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að markmið bankans með þessu sé að koma á fót einu öflugasta rekstrarfélagi landsins á sviði eigna- og sjóðastýringar og skapa um leið tækifæri til samþættingar á starfsemi þessara fyrirtækja og hagræða í rekstri þeirra. 11.5.2012 16:26 365 miðlar hafa tvær vikur til að svara kvörtun 365 miðlar munu hafa tvær vikur til þess að svara kvörtun sem útgefandi Viðskiptablaðsins sendi til Samkeppniseftirlitsins í dag. Útgáfufélag Viðskiptablaðsins sakar 365 miðla meðal annars um brot sem fela í sér í einkakaup, tryggðarafslætti, skaðlega undirverðlagningu og samtvinnun ólíkrar þjónustu. 11.5.2012 15:33 Hagfræðideild Landsbankans býst við 25 punkta hækkun Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd bankans muni hækka vexti bankans. Telur bankinn meiri líkur á því að vextir verði hækkaðir um 25 punkta frekar en 50 punkta hækkun. Peningastefnunefndin mun tilkynna vaxtaákvörðunina þann 16. maí næstkomandi. Samhliða vaxtaákvörðuninni mun SÍ kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Hagfræðideild telur líklegt að Seðlabankinn muni endurskoða verðbólguspá sína upp á við. 11.5.2012 14:34 Myllusetur kvartar yfir 365-miðlum Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar 365-miðla, sem reka m.a. Vísi.is, Fréttablaðið og Stöð 2, á markaðsráðandi stöðu sinni. Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá útgefanda og stærsta eigand Viðskiptablaðsins, Pétri Árna Jónssyni, en hún er birt á vef Viðskiptablaðsins, vb.is. 11.5.2012 14:31 Vísar ábyrgð á lögmannsstofuna Kári Arnór, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, vísar ábyrgð á því að rúmlega 5 milljarða króna kröfu lífeyrissjóðsins í þrotabú Straums-Burðaráss hafi verið lýst of seint alfarið á lögmannsstofunna sem vann fyrir lífeyrissjóðinn. 11.5.2012 09:51 Helmingur félaga í fangi banka til sölu Alls eru 116 félög í óskyldum rekstri í faðmi bankanna. Tæplega 90 prósent þeirra hafa verið þar í meira en eitt ár. Tæpur helmingur félaganna er í söluferli. Vanskilahlutfall mun hærra á Íslandi en í bönkum nágrannalandanna. 11.5.2012 09:00 Magnaður uppgangur veðmálafyrirtækis Sænska veðmálafyrirtækið Betsson, sem var á árunum 2005 til 2007 að stórum hluta í eigu Straums-Burðaráss, hefur margfaldast að stærð og í verði á fáum árum. Vinsældir veðmálavefsíðna hafa stóraukist og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. 10.5.2012 21:00 Fögnuðu fyrsta fluginu til Denver Beint áætlunarflug Icelandair til Denver í Colorado hófst í dag og var athöfn að því tilefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem flugfreyjukórinn tók meðal annars lagið fyrir gesti. 10.5.2012 19:46 Máttu ekki rifta persónulegum ábyrgðum starfsmanna Kaupþings Hæstiréttur hefur staðfest að Delia Kristín Howser beri að greiða slitastjórn Kaupþings 6,6 milljónir króna vegna lána sem hún tók frá Kaupþingi til hlutabréfakaupa. Delía Kristín var starfsmaður Kaupþings. Samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag er þeirri ákvörðun Kaupþings frá 25. september 2008 að fella niður persónulega ábyrgð konunnar rift. Fjölmörg mál af þessu tagi hafa verið rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þetta er fyrsta málið sem dæmt er í fyrir Hæstarétti. 10.5.2012 17:20 Heiðari létt vegna niðurstöðunnar - Seðlabankinn ósáttur "Þetta er ákveðinn léttir en ég átti ekki von á annarri niðurstöðu,“ segir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir um niðurstöðu sérstaks saksóknara og ríkissakóknara um að fella niður mál gegn honum. "Mér finnst þetta hryggilegt fyrir seðlabankann því það kemur í ljós að hans aðfinnslur að mínum málum eru algjörlega tilefnislausar,“ bætir Heiðar Már við. 10.5.2012 16:19 Gjaldeyrishöftin hindra skráningu í Icelandair í Noregi Ákveðið hefur verið að fresta skráningu Icelandair í kauphöllina í Osló um óákveðinn tíma. Ástæðan er sú að enn á eftir að leysa úr ákveðnum úrlausnarefnum sem tengjast gjaldeyrishöftunum. 10.5.2012 16:00 Hlutabréf í Högum lækkuðu vegna frétta af Jóhannesi Hlutabréf í Högum lækkuðu um tæplega þrjú prósent í dag, meðal annars vegna tíðinda um að Jóhannes Jónsson ætli að opna lágvöruverslanir hér á landi í samstarfi við Malcom Walker, forstjóra Iceland Foods í Bretlandi, sem á og rekur um 800 verslanir. Verslað hefur verið með hlutabréf í Högum fyrir tæplega 200 milljónir í Kauphöllinni í dag. 10.5.2012 14:16 Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið "Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi. 10.5.2012 13:48 Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. 10.5.2012 11:03 Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars "Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. 10.5.2012 10:54 Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10.5.2012 09:00 Spænska ríkið eignast 45% í einum stærsta banka landsins Spænska ríkið hefur eignast 45 prósenta hlut í Bankia, þriðja stærsta banka Spánar með því að breyta skuldum í hlutafé. Frob, sérstökur björgunarsjóður í spænsku atvinnulífi, sem er í eigu ríkisins, mun halda á hlutnum. 10.5.2012 07:30 Hægri hönd Opruh á Íslandi Jonathan Sinclair, aðstoðarforstjóri og framleiðandi hjá Harpo Studios, framleiðslufyrirtæki Opruh Winfrey er kominn til landsins til að fjalla um breytingar á fjölmiðlaumhverfinu og hvernig markaðsfólk þarf að takast á við breytta neytendahegðun. 10.5.2012 09:19 Allir starfsmenn Landsbankans geta ekki eignast í hlut í bankanum Í samkomulagi milli nýja og gamla Landsbankans, sem undirritað var í desember 2009, er ráð fyrir því gert að starfsmenn Landsbankans geti eignast um tveggja prósenta hlut í bankanum með tímanum, ef vel gengur að endurheimta eignir upp í 92 milljarða skilyrt skuldabréf milli nýja og gamla bankans. Eigið fé Landsbankans var um síðustu áramót um 200 milljarðar, og var hlutur starfsmanna bankans síðustu áramót um 1,3 prósent, sem er um 2,6 milljarða virði. Tveggja prósenta hlutur í bankanum er því um fjögurra milljarða króna virði. 9.5.2012 19:30 Fjárfest fyrir 211 milljónir evra í fjárfestingaleið Seðlabankans Samanlagðar fjárfestingar á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar Seðlabanka Íslands nema 211 milljónum evra, eða sem nemur 34,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabanka Íslands en frétt um útboð seðlabankans, í sem eru hluti af áætlun um afnám gjaldeyrishaft, var birt í dag. Tekið er sérstaklega fram að nokkuð hafi verið um að "nýstofnuð hlutafélög“ hafi tekið þátt í svokallaðri fjárfestingaleið þegar kemur áætluninni um afnám hafta. 9.5.2012 17:36 Telja að breytingar á virkjanaáætlun kosti 270 milljarða Breytingar sem urðu á drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu með því að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár og Skrokkölduvirkjun í biðflokk, leiða til þess að fjárfestingar og afleidd áhrif verða um 270 milljörðum krónum minna á árunum 20123 - 2016 en áður var áætlað. Þetta er mat greiningarfyrirtækisins GAM management. 9.5.2012 16:05 Umboðsmaður skuldara og fjármálafyrirtækin sammála Ekki er hægt að hefja endurútreikning íbúðalána sem falla undir dóm Hæstaréttar frá því í febrúar, vegna óvissu um reikningsaðferð. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Umboðsmanni skuldara. Dómurinn féll í máli hjóna gegn skilanefnd Frjálsa fjárfestingabankans. Samkvæmt dómnum máttu bankarnir ekki reikna seðlabankavexti af gengistryggðum lánum afturvirkt heldur áttu samningsvextir að gilda. 9.5.2012 15:06 Leigumarkaðurinn að skreppa saman Í apríl síðastliðnum voru alls 501 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi sem er fækkun um 191 samning frá fyrri mánuði, eða sem nemur um 28%, samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 9.5.2012 14:26 Bakkavararbræður kaupa fjórðung á þrjá milljarða Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir munu greiða 15 milljónir punda, um þrjá milljarða króna, fyrir 25 prósenta hlut í Bakkavör Group, samkvæmt heimildum Markaðarins. Lagt verður til á hluthafafundi, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði, að hlutafé félagsins verði aukið sem þessu nemur og að bræðurnir fái að kaupa það allt. 9.5.2012 11:00 Fasteignasjóður Íslands að fæðast Fasteignasjóður Íslands slhf. mun fjárfesta í vel staðsettu atvinnuhúsnæði. Fjárfestingarframlög nema 12 til 15 milljörðum í fyrstu. Lífeyrissjóðir og tryggingafélög verða stærstu eigendur en FÍ ásamt eignastýringu MP mun stýra félaginu. 9.5.2012 09:30 Starfsmenn Landsbankans munu geta eignast tveggja prósenta hlut Stofn kaupaukakerfis starfsmanna nýja Landsbankans verður um fjögurra milljarða króna virði miðað við eiginfjárstöðu bankans um síðustu áramót. Stærð hans tengist frammistöðu ákveðinna eigna sem færðar voru frá gamla bankanum til þess nýja á mjög lágu ver 9.5.2012 08:15 Hluti eigenda Kísilfélagsins keypti Helguvíkurlóðina Hluti eigenda Íslenska kísilfélagsins hefur fest kaup á lóð við Helguvík í Reykjanesbæ þar sem áætlað er að reisa kísilver. Um er að ræða sömu lóð og Íslenska kísilfélagið hafði fyrirhugað að nýta undir kísilver áður en Reykjaneshöfn rifti kaupsamningi þess efnis. 9.5.2012 11:00 Gerði grein fyrir stjórnmálaáhættu Gildi lífeyrissjóður gerir í fyrsta sinn grein fyrir stjórnmálaáhættu í skýringu með ársskýrslu sinni fyrir árið 2011. Skýrslan var kynnt á ársfundi sjóðsins 25. apríl síðastliðinn. Þar segir: „Íslenskir lífeyrissjóðir búa í dag við nokkra stjórnmálaáhættu og áhættu af breytingum á lögum og regluverki. Undanfarin ár hefur lagaumhverfi lífeyrissjóða verið nokkuð stöðugt, en það hefur breyst á síðustu misserum og í ljósi umfjöllunar um sjóðina á vettvangi stjórnmálanna gætu fleiri breytingar verið í farvatninu. Stjórn sjóðsins telur ástæðu til að vekja athygli á að breytingar á lögum og regluverki í kringum sjóðina geta haft áhrif á afkomu þeirra“. 9.5.2012 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Samdráttur í verslun í apríl Tölvuverður samdráttur varð í flestum tegundum verslunar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. 15.5.2012 13:23
Efasemdir um að Landsvirkjun nái hærra orkuverði Lækkun raforkuverðs til stóriðju í Bandaríkjunum gæti skert möguleika Landsvirkjunar til orkusölu og þar með hægt á iðnaðaruppbyggingu á Íslandi. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. 15.5.2012 12:27
Sérstakur tók skýrslu af Gertner í Lundúnum vegna rannsóknar Rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings til hinna auðugu Gertner bræðra í Bretlandi vegna gruns um markaðsmisnotkun er komin á fullan skrið. Moises Gertner, annar bræðranna, er búinn að gefa skýrslu í málinu en það var gert í Lundúnum. 15.5.2012 18:38
365 semur við Advania um hýsingu og netbúnað Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur samið við Advania um hýsingu og netbúnað fyrir upplýsingakerfi fyrirtækisins og vefsvæði, meðal annars fréttavefinn Vísi. 15.5.2012 11:27
Rauðka fjárfestir fyrir 1.200 milljónir á Sigló Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. 15.5.2012 09:30
Kauphöllina grunar markaðsmisnotkun Íslenska kauphöllin vísaði einu máli til frekari rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) í aprílmánuði vegna gruns um markaðsmisnotkun. Alls hefur Kauphöllin vísað tveimur slíkum málum til eftirlitsins það sem af er árinu 2012. Hvorki FME né Kauphöllin vilja gefa upp hverjum málin tengjast né hvert umfang þeirra er. 15.5.2012 09:00
Arion banki seldi skuldabréf fyrir 1.220 milljónir Arion banki hf. lauk á föstudag, þann 11. maí, fyrsta útboði bankans á sértryggðum skuldabréfum sem eru óverðtryggð. Alls voru seld skuldabréf til fagfjárfesta fyrir 1220 milljónir að nafnvirði í skuldabréfaflokknum Arion CB 15. 14.5.2012 16:49
Hlutabréf í Össuri lækka skarplega Hlutabréf í Össuri, sem skráð er í kauphöllina hér á landi, hafa lækkað um 3,29 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 206. Annars hafa viðskiptin á markaðnum hér á landi verið frekar lítil í dag. Gengi bréfa í Marel hefur lækkað lítillega, eða um 0,3 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 160. Þá hefur gengi bréfa í Högum lækkað um ríflega eitt prósent og er gengi bréfa félagsins nú 18,5. 14.5.2012 15:21
Gylfi: Full ástæða til þess að staldra við bónusa Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að fara þurfi varlega þegar kemur að kaupaukakerfum í nýju bönkunum og að full ástæða sé til þess að staldra við þegar hugmyndir um bónusa og kaupauka eru ræddar í tengslum við hina endurreistu banka. "Það er rétt að staldra við þegar kemur að kaupaukakerfum í bönkunum, ekki síst þegar skattgreiðendur eru stærstu eigendur. Bónusgreiðslur og kaupaukakerfi í bönkunum fyrir hrun þeirra var ein ástæða þess hvernig fór fyrir þeim, og ýtti undir fífldjarfa áhættu. En þrátt fyrir það, er ekki þar með sagt að öll kaupaukakerfi séu óréttlætanleg. Útfærslan er aðalatriði í þessu og þar þarf að vanda til verka,“ segir Gylfi. 14.5.2012 12:40
Forstjóri Yahoo laug til um prófgráðu sína Forstjóri netrisans Yahoo, sem heldur úti einni af stærstu leitarvélum á Netin, hefur verið látinn taka pokann sinn. Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera sú að stjórinn, Scott Thompson, laug til um námsferil sinn og sagðist vera með próf í tölvunarfræði sem var alls ekki raunin. 14.5.2012 09:24
Bónusar eins og fyrir hrun ekki á dagskrá Það kemur ekki til greina að hleypa kaupaukakerfinu í bönkunum af stað aftur í þeirri mynd sem það var fyrir hrun segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir áform um kaupaukakerfi í Landsbankanum til komin vegna óska kröfuhafa. 14.5.2012 08:00
Almennir kröfuhafar hafa fengið 73% af kröfum Þrotabú Kaupþings Singer & Friedlander hefur greitt um 73% af 4,6 milljarða sterlingspunda kröfum til almennra kröfuhafa, nú þegar liðlega þrjú og hálft ár eru liðin frá því að íslenska bankakerfið hrundi. Upphæðin nemur um 930 milljörðum króna. Fjallað er um málið á vef Financial Times í dag en þar segir meðal annars að skelfing hafi gripið um sig meðal lánadrottna sem höfðu lagt bankanum til fé þegar hann hrundi. 13.5.2012 20:14
Gísli Marteinn: Þétting byggðar er ekki "innistæðulaus frasi“ Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að frekari þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Reykjavík, sé mikilvægt hagsmunamál fyrir Íslendinga alla. Þar horfir hann ekki síst til uppbyggingar íbúðabyggðar í Skeifunni, sem sé rökrétt skref í átt að skynsamri uppbyggingu í Reykjavík. 13.5.2012 10:21
Munu horfa til Haga þegar Eimskip fer á markað Skráning Haga í Kauphöllina verður höfð til fyrirmyndar þegar Eimskip fer á markað í haust, segir Gylfi Sigfússon, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Íslandsbanki og Straumur hafa verið fengnir til að sjá um ferlið. 12.5.2012 13:38
Vilja að innanríkisráðuneytið kanni hvort lög hafi verið brotin Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins efast um að það standist lög að ársreikningur borgarinnar fyrir síðasta ár hafi verið settur upp án skýrs samanburðar við upphaflega fjárhagsáætlun borgarinnar. 12.5.2012 13:01
Íslandsbanki og Straumur undirbúa skráningu Eimskips á hlutabréfamarkað Eimskip hefur ráðið Íslandsbanka og Straum fjárfestingabanka til að vinna að undirbúningi að skráningu félagsins á NASDAQ OMX Iceland. Gert er ráð fyrir því að fram fari almennt hlutafjárútboð þar sem fjárfestum og almenningi sig fyrir hlutum í félaginu. 11.5.2012 20:26
Eggert Páll orðinn meðeigandi hjá Ergo Eggert Páll Ólason héraðsdómslögmaður er orðinn einn af meðeigendum Ergo lögmanna í Turninum í Kópavogi. Eggert varð yfirlögfræðingur hjá Landsbankanum stuttu eftir að Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefnd yfir bankann og hefur starfað hjá skilanefnd og slitastjórn bankans síðan þá. Hann starfaði áður hjá Landsbankanum og hjá Kaupþingi. Eggert lauk prófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2003. 11.5.2012 16:52
Allt eignasafn Horns fært inn í Landsbréf Allt eignarsafn Horns hf, dótturfélags Landsbankans, verður fært inn í Landsbréf hf, sem einnig er dótturfélag Landsbankans. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að markmið bankans með þessu sé að koma á fót einu öflugasta rekstrarfélagi landsins á sviði eigna- og sjóðastýringar og skapa um leið tækifæri til samþættingar á starfsemi þessara fyrirtækja og hagræða í rekstri þeirra. 11.5.2012 16:26
365 miðlar hafa tvær vikur til að svara kvörtun 365 miðlar munu hafa tvær vikur til þess að svara kvörtun sem útgefandi Viðskiptablaðsins sendi til Samkeppniseftirlitsins í dag. Útgáfufélag Viðskiptablaðsins sakar 365 miðla meðal annars um brot sem fela í sér í einkakaup, tryggðarafslætti, skaðlega undirverðlagningu og samtvinnun ólíkrar þjónustu. 11.5.2012 15:33
Hagfræðideild Landsbankans býst við 25 punkta hækkun Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd bankans muni hækka vexti bankans. Telur bankinn meiri líkur á því að vextir verði hækkaðir um 25 punkta frekar en 50 punkta hækkun. Peningastefnunefndin mun tilkynna vaxtaákvörðunina þann 16. maí næstkomandi. Samhliða vaxtaákvörðuninni mun SÍ kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Hagfræðideild telur líklegt að Seðlabankinn muni endurskoða verðbólguspá sína upp á við. 11.5.2012 14:34
Myllusetur kvartar yfir 365-miðlum Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar 365-miðla, sem reka m.a. Vísi.is, Fréttablaðið og Stöð 2, á markaðsráðandi stöðu sinni. Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá útgefanda og stærsta eigand Viðskiptablaðsins, Pétri Árna Jónssyni, en hún er birt á vef Viðskiptablaðsins, vb.is. 11.5.2012 14:31
Vísar ábyrgð á lögmannsstofuna Kári Arnór, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, vísar ábyrgð á því að rúmlega 5 milljarða króna kröfu lífeyrissjóðsins í þrotabú Straums-Burðaráss hafi verið lýst of seint alfarið á lögmannsstofunna sem vann fyrir lífeyrissjóðinn. 11.5.2012 09:51
Helmingur félaga í fangi banka til sölu Alls eru 116 félög í óskyldum rekstri í faðmi bankanna. Tæplega 90 prósent þeirra hafa verið þar í meira en eitt ár. Tæpur helmingur félaganna er í söluferli. Vanskilahlutfall mun hærra á Íslandi en í bönkum nágrannalandanna. 11.5.2012 09:00
Magnaður uppgangur veðmálafyrirtækis Sænska veðmálafyrirtækið Betsson, sem var á árunum 2005 til 2007 að stórum hluta í eigu Straums-Burðaráss, hefur margfaldast að stærð og í verði á fáum árum. Vinsældir veðmálavefsíðna hafa stóraukist og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. 10.5.2012 21:00
Fögnuðu fyrsta fluginu til Denver Beint áætlunarflug Icelandair til Denver í Colorado hófst í dag og var athöfn að því tilefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem flugfreyjukórinn tók meðal annars lagið fyrir gesti. 10.5.2012 19:46
Máttu ekki rifta persónulegum ábyrgðum starfsmanna Kaupþings Hæstiréttur hefur staðfest að Delia Kristín Howser beri að greiða slitastjórn Kaupþings 6,6 milljónir króna vegna lána sem hún tók frá Kaupþingi til hlutabréfakaupa. Delía Kristín var starfsmaður Kaupþings. Samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag er þeirri ákvörðun Kaupþings frá 25. september 2008 að fella niður persónulega ábyrgð konunnar rift. Fjölmörg mál af þessu tagi hafa verið rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þetta er fyrsta málið sem dæmt er í fyrir Hæstarétti. 10.5.2012 17:20
Heiðari létt vegna niðurstöðunnar - Seðlabankinn ósáttur "Þetta er ákveðinn léttir en ég átti ekki von á annarri niðurstöðu,“ segir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir um niðurstöðu sérstaks saksóknara og ríkissakóknara um að fella niður mál gegn honum. "Mér finnst þetta hryggilegt fyrir seðlabankann því það kemur í ljós að hans aðfinnslur að mínum málum eru algjörlega tilefnislausar,“ bætir Heiðar Már við. 10.5.2012 16:19
Gjaldeyrishöftin hindra skráningu í Icelandair í Noregi Ákveðið hefur verið að fresta skráningu Icelandair í kauphöllina í Osló um óákveðinn tíma. Ástæðan er sú að enn á eftir að leysa úr ákveðnum úrlausnarefnum sem tengjast gjaldeyrishöftunum. 10.5.2012 16:00
Hlutabréf í Högum lækkuðu vegna frétta af Jóhannesi Hlutabréf í Högum lækkuðu um tæplega þrjú prósent í dag, meðal annars vegna tíðinda um að Jóhannes Jónsson ætli að opna lágvöruverslanir hér á landi í samstarfi við Malcom Walker, forstjóra Iceland Foods í Bretlandi, sem á og rekur um 800 verslanir. Verslað hefur verið með hlutabréf í Högum fyrir tæplega 200 milljónir í Kauphöllinni í dag. 10.5.2012 14:16
Finnur Árnason: Höfum engar áhyggjur, við erum með besta liðið "Við höfum áður sagt það að aðgangur að þessum markaði er mjög opinn, við munum einbeita okkur að viðskiptavinum fyrirtækisins og okkar tími og orka mun fara í það," segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, spurður út í boðaða komu Jóhannesar Jónssonar á lágvöruverslunarmarkað hér á landi. 10.5.2012 13:48
Hagar seldu vörur fyrir tæpa 69 milljarða Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári nam 2,3 milljörðum króna eða 3,4% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 68,5 milljörðum króna. Ársreikningurinn var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í morgun. Reikningurinn nær yfir tímabilið 1. mars 2011 - 29. febrúar 2012. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. 10.5.2012 11:03
Fyrstu verslanirnar munu opna síðsumars "Nei, það er bjartsýni að við opnum 17. júní, það verður síðsumars sem við opnum verslanirnar,“ segir Jóhannes Jónsson, sem hyggst opna lágvöruverslanir hér á landi í anda Bónus verslananna sem hann átti áður ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrsta verslunin myndi opna á þjóðhátíðardaginn. 10.5.2012 10:54
Jóhannes Jónsson snýr aftur með nýjar verslanir Jóhannes Jónsson, kaupmaður sem oftast er kenndur við Bónus, ætlar sér að opna verslanir hér á landi síðsumars ásamt Malcolm Walker, forstjóra og stærsta eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland. 10.5.2012 09:00
Spænska ríkið eignast 45% í einum stærsta banka landsins Spænska ríkið hefur eignast 45 prósenta hlut í Bankia, þriðja stærsta banka Spánar með því að breyta skuldum í hlutafé. Frob, sérstökur björgunarsjóður í spænsku atvinnulífi, sem er í eigu ríkisins, mun halda á hlutnum. 10.5.2012 07:30
Hægri hönd Opruh á Íslandi Jonathan Sinclair, aðstoðarforstjóri og framleiðandi hjá Harpo Studios, framleiðslufyrirtæki Opruh Winfrey er kominn til landsins til að fjalla um breytingar á fjölmiðlaumhverfinu og hvernig markaðsfólk þarf að takast á við breytta neytendahegðun. 10.5.2012 09:19
Allir starfsmenn Landsbankans geta ekki eignast í hlut í bankanum Í samkomulagi milli nýja og gamla Landsbankans, sem undirritað var í desember 2009, er ráð fyrir því gert að starfsmenn Landsbankans geti eignast um tveggja prósenta hlut í bankanum með tímanum, ef vel gengur að endurheimta eignir upp í 92 milljarða skilyrt skuldabréf milli nýja og gamla bankans. Eigið fé Landsbankans var um síðustu áramót um 200 milljarðar, og var hlutur starfsmanna bankans síðustu áramót um 1,3 prósent, sem er um 2,6 milljarða virði. Tveggja prósenta hlutur í bankanum er því um fjögurra milljarða króna virði. 9.5.2012 19:30
Fjárfest fyrir 211 milljónir evra í fjárfestingaleið Seðlabankans Samanlagðar fjárfestingar á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar Seðlabanka Íslands nema 211 milljónum evra, eða sem nemur 34,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabanka Íslands en frétt um útboð seðlabankans, í sem eru hluti af áætlun um afnám gjaldeyrishaft, var birt í dag. Tekið er sérstaklega fram að nokkuð hafi verið um að "nýstofnuð hlutafélög“ hafi tekið þátt í svokallaðri fjárfestingaleið þegar kemur áætluninni um afnám hafta. 9.5.2012 17:36
Telja að breytingar á virkjanaáætlun kosti 270 milljarða Breytingar sem urðu á drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu með því að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár og Skrokkölduvirkjun í biðflokk, leiða til þess að fjárfestingar og afleidd áhrif verða um 270 milljörðum krónum minna á árunum 20123 - 2016 en áður var áætlað. Þetta er mat greiningarfyrirtækisins GAM management. 9.5.2012 16:05
Umboðsmaður skuldara og fjármálafyrirtækin sammála Ekki er hægt að hefja endurútreikning íbúðalána sem falla undir dóm Hæstaréttar frá því í febrúar, vegna óvissu um reikningsaðferð. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Umboðsmanni skuldara. Dómurinn féll í máli hjóna gegn skilanefnd Frjálsa fjárfestingabankans. Samkvæmt dómnum máttu bankarnir ekki reikna seðlabankavexti af gengistryggðum lánum afturvirkt heldur áttu samningsvextir að gilda. 9.5.2012 15:06
Leigumarkaðurinn að skreppa saman Í apríl síðastliðnum voru alls 501 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi sem er fækkun um 191 samning frá fyrri mánuði, eða sem nemur um 28%, samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 9.5.2012 14:26
Bakkavararbræður kaupa fjórðung á þrjá milljarða Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir munu greiða 15 milljónir punda, um þrjá milljarða króna, fyrir 25 prósenta hlut í Bakkavör Group, samkvæmt heimildum Markaðarins. Lagt verður til á hluthafafundi, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði, að hlutafé félagsins verði aukið sem þessu nemur og að bræðurnir fái að kaupa það allt. 9.5.2012 11:00
Fasteignasjóður Íslands að fæðast Fasteignasjóður Íslands slhf. mun fjárfesta í vel staðsettu atvinnuhúsnæði. Fjárfestingarframlög nema 12 til 15 milljörðum í fyrstu. Lífeyrissjóðir og tryggingafélög verða stærstu eigendur en FÍ ásamt eignastýringu MP mun stýra félaginu. 9.5.2012 09:30
Starfsmenn Landsbankans munu geta eignast tveggja prósenta hlut Stofn kaupaukakerfis starfsmanna nýja Landsbankans verður um fjögurra milljarða króna virði miðað við eiginfjárstöðu bankans um síðustu áramót. Stærð hans tengist frammistöðu ákveðinna eigna sem færðar voru frá gamla bankanum til þess nýja á mjög lágu ver 9.5.2012 08:15
Hluti eigenda Kísilfélagsins keypti Helguvíkurlóðina Hluti eigenda Íslenska kísilfélagsins hefur fest kaup á lóð við Helguvík í Reykjanesbæ þar sem áætlað er að reisa kísilver. Um er að ræða sömu lóð og Íslenska kísilfélagið hafði fyrirhugað að nýta undir kísilver áður en Reykjaneshöfn rifti kaupsamningi þess efnis. 9.5.2012 11:00
Gerði grein fyrir stjórnmálaáhættu Gildi lífeyrissjóður gerir í fyrsta sinn grein fyrir stjórnmálaáhættu í skýringu með ársskýrslu sinni fyrir árið 2011. Skýrslan var kynnt á ársfundi sjóðsins 25. apríl síðastliðinn. Þar segir: „Íslenskir lífeyrissjóðir búa í dag við nokkra stjórnmálaáhættu og áhættu af breytingum á lögum og regluverki. Undanfarin ár hefur lagaumhverfi lífeyrissjóða verið nokkuð stöðugt, en það hefur breyst á síðustu misserum og í ljósi umfjöllunar um sjóðina á vettvangi stjórnmálanna gætu fleiri breytingar verið í farvatninu. Stjórn sjóðsins telur ástæðu til að vekja athygli á að breytingar á lögum og regluverki í kringum sjóðina geta haft áhrif á afkomu þeirra“. 9.5.2012 11:00