Sérstakur tók skýrslu af Gertner í Lundúnum vegna rannsóknar Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. maí 2012 18:38 Rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings til hinna auðugu Gertner bræðra í Bretlandi vegna gruns um markaðsmisnotkun er komin á fullan skrið. Moises Gertner, annar bræðranna, er búinn að gefa skýrslu í málinu en það var gert í Lundúnum. Bræðurnir Moises og Mendi Gertner, sem eru umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum í Bretlandi, voru í viðskiptum við Kaupþing fyrir hrun. Í júní árið 2008 fékk Crosslet Vale Ltd., félag í eigu Gertner bræðra, 14,9 milljarða króna lán hjá Kaupþingi til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum og voru bréfin keypt af deild eigin viðskipta Kaupþings. Lánið var tryggt með sjálfskuldarábyrgð bræðranna, auk veðs í hlutabréfum í námufyrirtæki í Kongó og landi í Tékklandi. Engin hlutabréf voru seld. Við fall bankanna átti Crosslet Vale því enn öll bréfin. Þessi viðskipti, sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Rannsóknin beinist að fyrrverandi stjórnendum Kaupþins, en ekki bræðrunum sem eru vitni í málinu. Sérstakur saksóknari á í samstarfi við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar í Bretlandi og getur tekið skýrslur af mönnum þar ef svo ber undir. Fréttastofa náði tali af lögmanni Moises Gertner í dag. „Hann hitti sérstakan saksóknara í London á skrifstofu efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar í London. Þar gaf hann sérstökum saksóknara skýrslu," segir Jack Rabinowicz, lögmaður Moises Gertner í samtali við fréttastofu. Kaup Gertner bræðra á hlutabréfunum voru alfarið fjármögnuð af Kaupþingi, en Rabinowicz segir að skjólstæðingur hans sé ekki til rannsóknar. „Embætti sérstaks saksóknara hefur sagt honum að hann sé ekki til rannsóknar," segir Rabinowicz. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að rannsóknin væri vel á veg komin en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings til hinna auðugu Gertner bræðra í Bretlandi vegna gruns um markaðsmisnotkun er komin á fullan skrið. Moises Gertner, annar bræðranna, er búinn að gefa skýrslu í málinu en það var gert í Lundúnum. Bræðurnir Moises og Mendi Gertner, sem eru umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum í Bretlandi, voru í viðskiptum við Kaupþing fyrir hrun. Í júní árið 2008 fékk Crosslet Vale Ltd., félag í eigu Gertner bræðra, 14,9 milljarða króna lán hjá Kaupþingi til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum og voru bréfin keypt af deild eigin viðskipta Kaupþings. Lánið var tryggt með sjálfskuldarábyrgð bræðranna, auk veðs í hlutabréfum í námufyrirtæki í Kongó og landi í Tékklandi. Engin hlutabréf voru seld. Við fall bankanna átti Crosslet Vale því enn öll bréfin. Þessi viðskipti, sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Rannsóknin beinist að fyrrverandi stjórnendum Kaupþins, en ekki bræðrunum sem eru vitni í málinu. Sérstakur saksóknari á í samstarfi við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar í Bretlandi og getur tekið skýrslur af mönnum þar ef svo ber undir. Fréttastofa náði tali af lögmanni Moises Gertner í dag. „Hann hitti sérstakan saksóknara í London á skrifstofu efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar í London. Þar gaf hann sérstökum saksóknara skýrslu," segir Jack Rabinowicz, lögmaður Moises Gertner í samtali við fréttastofu. Kaup Gertner bræðra á hlutabréfunum voru alfarið fjármögnuð af Kaupþingi, en Rabinowicz segir að skjólstæðingur hans sé ekki til rannsóknar. „Embætti sérstaks saksóknara hefur sagt honum að hann sé ekki til rannsóknar," segir Rabinowicz. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að rannsóknin væri vel á veg komin en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira