Fleiri fréttir

Iceland Express flýgur til Kölnar

Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Köln í vesturhluta Þýskalands í júní en flogið verður tvisvar í viku. Í tilkynningu segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, það vera ánægjulegt að bæta Köln við metnaðarfulla sumaráætlun félagsins og auðvelda þar með fleiri Þjóðverjum að heimsækja Ísland og auka um leið ferðamöguleika Íslendinga í Þýskalandi.

Laun hækkuðu um 6,7% milli ára

Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 6,7% milli áranna 2010 og 2011 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa. Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,6% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 4,4%.

Endurgreiðsla Seðlabankans er toppfrétt í Noregi

Endurgreiðsla ríkissjóðs og Seðlabankans á hluta af lánum sínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum löngu fyrir gjalddaga þeirra hefur vakið mikla athygli í Noregi.

"Það borgar sig ekki að spara"

"Það borgar sig ekki að spara,“ sagði Pétur Blöndal í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. "Fólki er beinlínis refsað fyrir það.“

Slitastjórn greiðir 105 milljarða í forgangskröfur

Slitastjórn Glitnis hf. tilkynnir hér með að greiðslur til forgangskröfuhafa Glitnis fara fram föstudaginn 16. mars 2012. Samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn var kröfuhafafundur haldinn 31. janúar 2012, þar kynnti slitastjórn Glitnis tillögu um greiðslur til forgangskröfuhafa, þar sem farið var yfir eftirfarandi þætti:

Svana fyrst kvenna til að gegna formennsku í SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Hún fékk tæp 59 prósent atkvæða en þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns, að því er fram kemur í tilkynningu.

Áhrif gengislánadóms 13,8 milljarðar hjá Arion banka

Dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar á þessu ári, er varðar gengistryggð lán, hefur neikvæð áhrif á afkomu Arion banka fyrir árið 2011 upp á sem nemur 13,8 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna uppgjörs fyrir árið 2011.

Fá starfsleyfi á Jamaíka

Fyrirtæki í eigu Creditinfo hefur fengið starfsleyfi á Jamaíka. Um er að ræða fyrsta fyrirtækið á Jamaíka sem fær leyfi til að innleiða fjárhagsupplýsingakerfi (Credit Bureau). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Creditinfo.

Mikil auknin á launakostnaði milli ársfjórðunga

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 11,1% á fjórða ársfjórðungi ársins í fyrra miðað við fyrri ársfjórðung í samgöngum og flutningum, 9,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,3% í iðnaði og 6,4% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Heildaraflinn jókst um 28,7% milli ára í febrúar

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 28,7% meiri en í febrúar 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 33,6% miðað við sama tímabil 2011.

Mikil fjölgun farþega hjá Icelandair til og frá Kaupmannahöfn

Farþegum Icelandair til og frá Kaupmannahöfn fjölgaði um 24 þúsund á síðasta ári. Félagið hefur aukið markaðshlutdeild sína á flugleiðinni milli dönsku höfuðborgarinnar og Keflavíkur töluvert síðustu ár á kostnað Iceland Express. Á síðasta ári voru farþegar íslenska félagsins, á þessari flugleið, 273 þúsund talsins.

NIB lækkar vexti á lánum Orkuveitunnar

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lækkað vexti á lánum Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess árangurs sem náðst hefur í snúa rekstri Okurveitunnar til betri vegar.

Landsbankinn selur hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða

Landsbankinn hefur selt 5% hlut í Marel fyrir 5,2 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í Marel í útboði bankans sem lauk síðdegis í gær en fjárfestar óskuðu eftir að kaupa tvöfalt það magn af hlutum sem voru í boði.

Seðlabankinn kaupir evrur og krónur

Seðlabankinn hefur sent frá sér tilkynningu um næstu evru og krónutilboð sín en þau eru næsta þrep bankans í að létta á gjaldeyrishöftunum

Landsbankinn sér um útgáfu

Stjórn Totusar ehf., félags um eignarhald tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, hefur ákveðið að taka tilboði Landsbankans um umsjón með útgáfu skuldabréfa sem félagið hyggst gefa út. Skuldabréf að upphæð 18,5 milljarða króna verða gefin út til að endurfjármagna framkvæmdirnar við húsið. Með útgáfunni verða framkvæmdirnar fullfjármagnaðar og í kjölfarið verður sambankalán, sem tekið var vegna framkvæmdanna í ársbyrjun 2010, greitt upp.- mþl

Kjörin formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.

Yoyo opnaði á Spáni

Í gær opnuðu bræðurnir Kristján og Ásgeir Einarssyni ísbúðina Yoyo á Benidorm á Spáni en stefnt er að því að opna aðra búð á Alicante eftir tvær vikur. Bræðurnir breyttu húsnæðinu á Benidorm mikið en fyrirmyndin eru Yoyo ísbúðirnar á Íslandi sem Íslendingar þekkja vel, en bræðurnir eiga þær líka. Lítil hefð er fyrir sjálfsafgreiðslu-ísbúðum á Spáni og því er líklegt að Spánverjar taki vel í þessar nýjung.

Grindavík aðili að íslenska jarðvarmaklasanum

Grindavíkurbær hefur fyrst sveitarfélaga á Íslandi, gerst aðili að íslenska jarðvarmaklasanum. Í tilkynningu segir að aðilar að samstarfinu í íslenska jarðvarmaklasanum séu núna orðnir 68 talsins. "Vinnan hverfist kringum 10 samstarfsverkefni af ólíkum toga. Þar má nefna nýsköpunarverkefni, menntun, markaðs-mál jarðvarmans, gagnaöflun, fjármögnun, stjórnun klasans og svo mætti áfram telja. Grindavíkurbær hefur hug á að leggja til vinnu við skilgreiningu á starfsskilyrðum jarðvarmagreinarinnar gagnvart sveitarfélögum. Auk þess hafa bæjaryfirvöld áhuga á að koma að uppbyggingu Auðlindagarðsins á Reykjanesi sem er eitt af viðfangefnum klasasamstarfsins. Grindvíkingar voru frumkvöðlar í nýtingu jarðvarma á Íslandi með byggingu jarðorkuversins í Svartsengi. Frá þeim tíma hefur jarðorkan verið nýtt til ýmissa hluta allt frá húshitun til fiskeldis og ferðaþjónustu. Bláa lónið er gott dæmi um notkun jarðvarma til uppbyggingar í ferðaþjónustu.“

Verðbólgan hvergi hærri en á Íslandi

Tólf mánaða verðbólga í Evrópu var hvergi meiri en á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt samræmdri neysluverðsvísitölu sem Hagstofa Evrópusambandsins. Verðbólgan var 6,7% á Íslandi en meðaltalsverðbólga í ríkjum innan Evrópusambandsins var 3,0%. Næstmest var verðbólgan í Ungverjalandi, en þar var hún 5,8%. Í Sviss var 1,2% verðhjöðnun en í verðbólgan var einna lægst í Noregi. Þar var hún 1%.

Um 2500 sóttu um starf hjá Bauhaus

Fimmtíu nýir starfsmenn hófu störf hjá BAUHAUS í byrjun þessa mánaðar og vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa opnun verslunarinnar. Eftir að hafa fengið grunnþjálfun frá erlendum sérfræðingum eru starfsmennirnir nú í óða önn að taka á móti vörum og raða í hillur í 22 þúsund fermetra verslun BAUHAUS við Vesturlandsveg. Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvenær verslunin verður opnuð.

Marriott-hótel rís við Hörpu

Náðst hefur samkomulag um byggingu Marriott-hótels við hlið tónlistarhússins Hörpu en samningur verður undirritaður um miðjan apríl.

Vilja að lífeyrissjóðir íhugi málsókn

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og aðrir lífeyrissjóðir ættu að íhuga málsókn á hendur þeim sem voru hugsanlega aðilar að rangri upplýsingagjöf til hluthafa, eigenda skuldabréfa og annarra hagsmunaaðila í aðdraganda efnahagshrunsins. Það er álit ráðgjafanefndar VR um skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða.

Arnór Sighvats: Glufurnar voru farnar að vinda upp á sig

Aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar á gjaldeyrishöftum auka stöðugleika og styðja við gengi krónunnar. Stoppa þurfti upp í göt á gjaldeyrishöftunum þar sem útgreiðslur í gegnum glufuna voru farnar að vinda upp á sig.

Yfir 50 þúsund borgarar seldust - ætla að fá metið skráð hjá Guinness

Íslendingar keyptu hamborgara fyrir rúmlega fimm milljónir í gær þegar að yfir 50 þúsund hamborgar hjá veitingastaðnum Metró seldust á vefnum hópkaup.is. Það er met hjá síðunni en aldrei hafa fleiri keypt tilboð á síðunni, en fyrra metið átti einmitt Metró þegar alveg eins tilboð stóð til boða í október á síðasta ári. Í tilboðinu í gær var hægt að kaupa hamborgara hjá Metró á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur en það verður að teljast ansi góður afsláttur.

Blóðbað á markaði, íbúðabréf falla um 14%

Lagasetningin um hert gjaldeyrishöft á Alþingi í nótt kallaði fram mikil viðbrögð á skuldabréfamarkaði í morgun. Þannig hafa stutt íbúðabréf eða flokkurinn HFF14 lækkað um 14% í verði og HFF24 hafa lækkað um 2,5%. Þessar lækkanir hafa síðan smitað út frá sér yfir í ríkisskuldabréf.

Verkís fyrst til að fá gullmerki

Verkís er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Gullmerkið í jafnlaunaúttekt Pricewaterhouse Cooper (PwC). Fram kemur í tilkynningu að úttektin greini kynbundinn launamun innan fyrirtækja.

Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða

Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu.

Herðing haftanna er algjörlega ónauðsynleg aðgerð

„Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar.

Horn fer ekki á markað á næstunni

Horn Fjárfestingarfélag, dótturfélag Landsbankans, verður ekki skráð á markað í þessum mánuði eða næsta, líkt og stóð til. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. Þar segir að á síðustu vikum hafi forsvarsmenn bankans og Horns átt í viðræðum við mögulega fjárfesta en ekki hafi tekist að ná samningum. Á vef Viðskiptablaðsins segir að fjárfestar telji verðmiða félagsins of háan og viðræðurnar hafi strandað á því.

Hjón kaupa Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit

Hið gamalgróna hótel, Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit, hefur verið selt. Kaupandi er Reynihlíð hf. sem er í eigu hjónanna Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur.

Landsbankinn selur allt að 5% hlut í Marel

Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 5% eignarhlut í Marel hf. Um er að ræða þegar útgefin bréf í Marel, sem eru í eigu Landsbankans, en alls heldur Landsbankinn nú á 6,84% eignarhlut í Marel.

Enn er fjör á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 98. Þetta eru nokkuð fleiri samningar en nemur meðaltali þeirra á viku síðustu 12 vikurnar sem er 85 samningar.

Sjá næstu 50 fréttir