Herðing haftanna er algjörlega ónauðsynleg aðgerð 13. mars 2012 00:01 „Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar. Páll segir viðbrögð löggjafans vera allt of hörð og þau feli í sér töluverða orðsporsáhættu. „Mér hefði þótt nær ef menn ætluðu að fara í þetta á annað borð að miða við að setja ekki skorður á þegar útgefin bréf sem eru á markaði, heldur á nýja verðbréfaflokka, óútgefna. Ég held að þetta sé mjög hættuleg aðgerð." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var einnig á fundi nefndarinnar í gærkvöldi. Hann segir lagasetninguna enn eitt skrefið í þeirri sneypuför sem gjaldeyrishöftin séu. „Þetta er líka ákveðin einkunn yfir því tali sem hefur verið í gangi af hálfu ríkisstjórnar og Seðlabankans að sannfæra fólk um að hlutirnir séu að lagast. Síðan kemur allt í einu upp neyðarástand sem verður til þess að þarf að herða gjaldeyrishöftin, og það eru skilaboð um að vandinn sé ekkert að minnka heldur vaxa. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans rýrnar enn og ekki var úr háum söðli að detta fyrir," segir Vilhjálmur. Hann segir einnig að breytingarnar setji vinnu allra slitastjórna í uppnám. Ef Seðlabankinn hafi haft áhyggjur af peningum sem þar séu hafi átt að ræða þau mál við slitastjórnirnar og kanna aðrar leiðir en lagasetningu. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis vildi ekki tjá sig um frumvarpið í gærkvöldi. Ekki náðist í fulltrúa annarra slitastjórna. - þeb Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
„Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar. Páll segir viðbrögð löggjafans vera allt of hörð og þau feli í sér töluverða orðsporsáhættu. „Mér hefði þótt nær ef menn ætluðu að fara í þetta á annað borð að miða við að setja ekki skorður á þegar útgefin bréf sem eru á markaði, heldur á nýja verðbréfaflokka, óútgefna. Ég held að þetta sé mjög hættuleg aðgerð." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var einnig á fundi nefndarinnar í gærkvöldi. Hann segir lagasetninguna enn eitt skrefið í þeirri sneypuför sem gjaldeyrishöftin séu. „Þetta er líka ákveðin einkunn yfir því tali sem hefur verið í gangi af hálfu ríkisstjórnar og Seðlabankans að sannfæra fólk um að hlutirnir séu að lagast. Síðan kemur allt í einu upp neyðarástand sem verður til þess að þarf að herða gjaldeyrishöftin, og það eru skilaboð um að vandinn sé ekkert að minnka heldur vaxa. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans rýrnar enn og ekki var úr háum söðli að detta fyrir," segir Vilhjálmur. Hann segir einnig að breytingarnar setji vinnu allra slitastjórna í uppnám. Ef Seðlabankinn hafi haft áhyggjur af peningum sem þar séu hafi átt að ræða þau mál við slitastjórnirnar og kanna aðrar leiðir en lagasetningu. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis vildi ekki tjá sig um frumvarpið í gærkvöldi. Ekki náðist í fulltrúa annarra slitastjórna. - þeb
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira