Herðing haftanna er algjörlega ónauðsynleg aðgerð 13. mars 2012 00:01 „Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar. Páll segir viðbrögð löggjafans vera allt of hörð og þau feli í sér töluverða orðsporsáhættu. „Mér hefði þótt nær ef menn ætluðu að fara í þetta á annað borð að miða við að setja ekki skorður á þegar útgefin bréf sem eru á markaði, heldur á nýja verðbréfaflokka, óútgefna. Ég held að þetta sé mjög hættuleg aðgerð." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var einnig á fundi nefndarinnar í gærkvöldi. Hann segir lagasetninguna enn eitt skrefið í þeirri sneypuför sem gjaldeyrishöftin séu. „Þetta er líka ákveðin einkunn yfir því tali sem hefur verið í gangi af hálfu ríkisstjórnar og Seðlabankans að sannfæra fólk um að hlutirnir séu að lagast. Síðan kemur allt í einu upp neyðarástand sem verður til þess að þarf að herða gjaldeyrishöftin, og það eru skilaboð um að vandinn sé ekkert að minnka heldur vaxa. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans rýrnar enn og ekki var úr háum söðli að detta fyrir," segir Vilhjálmur. Hann segir einnig að breytingarnar setji vinnu allra slitastjórna í uppnám. Ef Seðlabankinn hafi haft áhyggjur af peningum sem þar séu hafi átt að ræða þau mál við slitastjórnirnar og kanna aðrar leiðir en lagasetningu. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis vildi ekki tjá sig um frumvarpið í gærkvöldi. Ekki náðist í fulltrúa annarra slitastjórna. - þeb Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Þetta mun rýra traust manna á Íslandi og virðist vera, að mér sýnist, algjörlega ónauðsynleg aðgerð," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um breytingar á gjaldeyrishöftum. Páll var meðal þeirra sem funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft í gærkvöldi. Til stóð að samþykkja lögin á Alþingi í gærkvöld, til að halda stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og hindra gengisfall krónunnar. Páll segir viðbrögð löggjafans vera allt of hörð og þau feli í sér töluverða orðsporsáhættu. „Mér hefði þótt nær ef menn ætluðu að fara í þetta á annað borð að miða við að setja ekki skorður á þegar útgefin bréf sem eru á markaði, heldur á nýja verðbréfaflokka, óútgefna. Ég held að þetta sé mjög hættuleg aðgerð." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var einnig á fundi nefndarinnar í gærkvöldi. Hann segir lagasetninguna enn eitt skrefið í þeirri sneypuför sem gjaldeyrishöftin séu. „Þetta er líka ákveðin einkunn yfir því tali sem hefur verið í gangi af hálfu ríkisstjórnar og Seðlabankans að sannfæra fólk um að hlutirnir séu að lagast. Síðan kemur allt í einu upp neyðarástand sem verður til þess að þarf að herða gjaldeyrishöftin, og það eru skilaboð um að vandinn sé ekkert að minnka heldur vaxa. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans rýrnar enn og ekki var úr háum söðli að detta fyrir," segir Vilhjálmur. Hann segir einnig að breytingarnar setji vinnu allra slitastjórna í uppnám. Ef Seðlabankinn hafi haft áhyggjur af peningum sem þar séu hafi átt að ræða þau mál við slitastjórnirnar og kanna aðrar leiðir en lagasetningu. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis vildi ekki tjá sig um frumvarpið í gærkvöldi. Ekki náðist í fulltrúa annarra slitastjórna. - þeb
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira