Viðskipti innlent

Seðlabankinn kaupir evrur og krónur

Seðlabankinn hefur sent frá sér tilkynningu um næstu evru og krónutilboð sín en þau eru næsta þrep bankans í að létta á gjaldeyrishöftunum

Um er að ræða annarsvegar að Seðlabankinn býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur. Krónur þessar verður kaupandinn að nota til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokki sem er með líftíma fram til ársins 2033. Upphæðin sem hér um ræðir er 100 milljónir evra eða um 16,6 milljarðar króna

Hinsvegar býðst bankinn til að kaupa krónur fyrir evrur að upphæð 25 milljarðar króna og er viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaðinum, það er stóru bönkunum þremur, boðið að hafa milligöngu um viðskiptin. Væntanlega verður gengið í þeim kaupum í takt við aflandsgengi krónunnar eða um 240 krónur fyrir evruna.

Athyglisvert verður að sjá hve margir erlendir krónueigendur munu taka þátt í þessu þrepi í afnámi gjaldeyrishaftanna eftir voru höftin hert að mun með löggjöf á Alþingi í vikunni og nær öllum leiðum þeirra til flytja gjaldeyri úr landinu lokað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×