Viðskipti innlent

Horn fer ekki á markað á næstunni

Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbanka Íslands.
Steinþór Pálsson er forstjóri Landsbanka Íslands.
Horn Fjárfestingarfélag, dótturfélag Landsbankans, verður ekki skráð á markað í þessum mánuði eða næsta, líkt og stóð til. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. Þar segir að á síðustu vikum hafi forsvarsmenn bankans og Horns átt í viðræðum við mögulega fjárfesta en ekki hafi tekist að ná samningum. Á vef Viðskiptablaðsins segir að fjárfestar telji verðmiða félagsins of háan og viðræðurnar hafi strandað á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×