Viðskipti innlent

Fá starfsleyfi á Jamaíka

Fyrirtæki í eigu Creditinfo hefur fengið starfsleyfi á Jamaíka. Um er að ræða fyrsta fyrirtækið á Jamaíka sem fær leyfi til að innleiða fjárhagsupplýsingakerfi (Credit Bureau). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Creditinfo.

Starfsleyfið er veitt af fjármálaráðherra á grundvelli laga sem samþykkt voru árið 2010. Creditinfo Jamaíka mun nú starfa undir eftirliti Seðlabankans í Jamaíka.

Tilgangur laganna er að tryggja að miðlun upplýsinga um fjárhagsstöðu fari fram með faglegum hætti og að hún uppfylli þarfir viðskiptalífsins fyrir upplýsingar um skuldastöðu. Út frá sjónarhorni neytenda er samningurinn mjög mikilvægur og leiðir til aukinnar skilvirkni í meðferð fjárhagsupplýsinga.

Kristinn Örn Agnarsson, sem hefur unnið að verkefninu fyrir Creditinfo Group, gerir ráð fyrir að öll skilyrði

fyrir leyfisveitingu verði uppfyllt eigi síðar en í lok júlí á þessu ári.

Creditinfo Group er alþjóðlegur þjónustuaðili með starfsemi víða um heim og veitir upplýsingar um skuldastöðu og lausnir við áhættustjórnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×