Viðskipti innlent

Dagvöruveltan jókst um tæp 4% milli ára í febrúar

Velta í dagvöruverslun jókst um tæp fjögur prósent í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra.

Sala áfengis jókst um eitt prósent í krónum talið, en þar sem verð á áfengi var 4,5 prósentum hærra í febrúar síðastliðnum, miðað við sama mánuð í fyrra, hefur neyslan dregist saman í lítrum talið.

Fata- og skóverslun jókst í febrúar eftir stöðugt samdráttarskeið frá miðju ári, árið 2008. Athygli vekur að föt eru ódýrari nú en fyrir ári, samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×