Viðskipti innlent

Landsbankinn selur allt að 5% hlut í Marel

Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 5% eignarhlut í Marel hf. Um er að ræða þegar útgefin bréf í Marel, sem eru í eigu Landsbankans, en alls heldur Landsbankinn nú á 6,84% eignarhlut í Marel.

Í tilkynningu segir að Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með sölu hlutanna, sem mun fara fram í útboði þar sem notuð er undanþáguheimild frá útgáfu lýsingar, í samræmi við lög umverðbréfaviðskipti.

Lágmark hvers tilboðs er 100.000 hlutir að nafnverði í Marel, en lágmarksgengi í útboðinu verður 138 krónur á hlut og hámarksgengi verður 142 krónur á hlut.

Útboðinu verður þannig háttað að öll samþykkt tilboð bjóðast tilboðsgjöfum á sama verði. Lægsta samþykkta verð ræður söluverðinu.

Nánari útboðsskilmálar, ásamt tilboðseyðublöðum, verða aðgengilegir hjá Markaðsviðskiptum Landsbankans eftir lokun viðskipta í Kauphöll í dag, mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×