Viðskipti innlent

NIB lækkar vexti á lánum Orkuveitunnar

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lækkað vexti á lánum Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess árangurs sem náðst hefur í snúa rekstri Okurveitunnar til betri vegar.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að fulltrúar bankans hafi fylgst náið með framvindu þeirrar aðgerðaáætlunar sem Orkuveitan og eigendur fyrirtækisins samþykktu síðastliðið vor. Allir þættir hennar eru á áætlun.

Málið verður kynnt nánar við birtingu ársreiknings Orkuveitunnar nú í vikulokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×