Róbert þarf að borga Björgólfi 2,4 milljarða 13. mars 2012 06:30 Björgólfur og Róbert voru nánir viðskiptafélagar á árum áður. Hér eru þeir saman á ársfundi Actavis árið 2007. Fréttablaðið/anton Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, þarf að greiða eignarhaldsfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði um 2,4 milljarða króna samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Sama dag féll annar dómur í deilu þessara áður nánu samstarfsmanna og niðurstaða hans er sú að tveimur félögum Björgólfs ber að greiða Róbert jafnvirði rúmra sex milljarða króna. Ef marka má fullyrðingar Björgólfs eru félögin hins vegar svo til eignalaus. Róbert og Björgólfur hafa deilt fyrir dómstólum í hálft annað ár, annars vegar um árangursþóknun sem Róbert taldi sig eiga inni hjá félögum Björgólfs frá því að hann var forstjóri Actavis og hins vegar um skuld sem Björgólfur taldi sig eiga hjá Róberti. Fyrrnefnda málið snýst um klausu í samningi sem Róbert gerði við Björgólf þegar hann keypti tólf prósenta hlut í móðurfélagi Actavis, Novator Pharma, árið 2007. Klausan kvað á um að Róbert skyldi fá fjörutíu milljóna evra áhættuþóknun fyrir árslok 2009, að því gefnu að hann væri enn að störfum hjá Actavis eða hefði verið sagt upp án tilefnis. Þar af átti að vera hægt að nota tíu milljónir í beint skuldauppgjör Róberts við Björgólf og tengd félög. Í ágúst 2009 fékk Róbert tölvupóst frá Björgólfi þar sem sagði að Actavis væri yfirskuldsett, gæti ekki greitt af lánum sínum og því væri ekkert eigið fé eftir „í strúktúrnum". Þess vegna væri mjög ólíklegt að Novator Pharma og móðurfélag þess, Novator Pharma Holding, gæti staðið við að greiða áhættuþóknunina. Róbert fór með málið fyrir dóm og krafðist efnda, en Björgólfur greip til varna með ýmsum rökum, meðal annars þeim að Róbert hefði hætt störfum fyrr en samkomulagið kvað á um, í sátt við Björgólf, og það hafi því ekki verið án tilefnis. Í millitíðinni hafði Björgólfur hins vegar lýst því yfir á vefsíðu sinni að hann hefði rekið Róbert frá Actavis, og hann staðfesti þann skilning sinn fyrir dómi. Þetta, og fleira, leiðir til þess að dómurinn telur samkomulagið enn í gildi og félögin, sem Björgólfur segir eignalaus, skulda Róberti þrjátíu milljónir evra. Það, ásamt dráttarvöxtum, jafngildir á sjöunda milljarð króna. Síðara málið snýst um ríflega sjö milljóna evra lán sem félagið BeeTeeBee Ltd. á Bresku Jómfrúareyjunum, í eigu Björgólfs, veitti eignarhaldsfélagi Róberts í mars 2005. Róbert gekkst síðar í persónulega ábyrgð fyrir láninu. Róbert taldi að þeirri kröfu hefði þegar verið skuldajafnað í samræmi við ákvæði samkomulagsins sem fjallað er um í hinu málinu, en dómurinn segir ekkert liggja fyrir um að svo hafi verið. Því skuldi Róbert BeeTeeBee 7,7 milljónir evra, sem með þrjátíu prósenta umsömdum dráttarvöxtum jafngildir nú um 2,4 milljörðum króna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Róbert Wessman dæmdur til að greiða félagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði 2,4 milljarða. Félög Björgólfs skulda Róberti á móti rúma sex milljarða en Björgólfur segir þau hins vegar eignalaus. Björgólfur talaði af sér í bloggfærslu. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, þarf að greiða eignarhaldsfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar jafnvirði um 2,4 milljarða króna samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Sama dag féll annar dómur í deilu þessara áður nánu samstarfsmanna og niðurstaða hans er sú að tveimur félögum Björgólfs ber að greiða Róbert jafnvirði rúmra sex milljarða króna. Ef marka má fullyrðingar Björgólfs eru félögin hins vegar svo til eignalaus. Róbert og Björgólfur hafa deilt fyrir dómstólum í hálft annað ár, annars vegar um árangursþóknun sem Róbert taldi sig eiga inni hjá félögum Björgólfs frá því að hann var forstjóri Actavis og hins vegar um skuld sem Björgólfur taldi sig eiga hjá Róberti. Fyrrnefnda málið snýst um klausu í samningi sem Róbert gerði við Björgólf þegar hann keypti tólf prósenta hlut í móðurfélagi Actavis, Novator Pharma, árið 2007. Klausan kvað á um að Róbert skyldi fá fjörutíu milljóna evra áhættuþóknun fyrir árslok 2009, að því gefnu að hann væri enn að störfum hjá Actavis eða hefði verið sagt upp án tilefnis. Þar af átti að vera hægt að nota tíu milljónir í beint skuldauppgjör Róberts við Björgólf og tengd félög. Í ágúst 2009 fékk Róbert tölvupóst frá Björgólfi þar sem sagði að Actavis væri yfirskuldsett, gæti ekki greitt af lánum sínum og því væri ekkert eigið fé eftir „í strúktúrnum". Þess vegna væri mjög ólíklegt að Novator Pharma og móðurfélag þess, Novator Pharma Holding, gæti staðið við að greiða áhættuþóknunina. Róbert fór með málið fyrir dóm og krafðist efnda, en Björgólfur greip til varna með ýmsum rökum, meðal annars þeim að Róbert hefði hætt störfum fyrr en samkomulagið kvað á um, í sátt við Björgólf, og það hafi því ekki verið án tilefnis. Í millitíðinni hafði Björgólfur hins vegar lýst því yfir á vefsíðu sinni að hann hefði rekið Róbert frá Actavis, og hann staðfesti þann skilning sinn fyrir dómi. Þetta, og fleira, leiðir til þess að dómurinn telur samkomulagið enn í gildi og félögin, sem Björgólfur segir eignalaus, skulda Róberti þrjátíu milljónir evra. Það, ásamt dráttarvöxtum, jafngildir á sjöunda milljarð króna. Síðara málið snýst um ríflega sjö milljóna evra lán sem félagið BeeTeeBee Ltd. á Bresku Jómfrúareyjunum, í eigu Björgólfs, veitti eignarhaldsfélagi Róberts í mars 2005. Róbert gekkst síðar í persónulega ábyrgð fyrir láninu. Róbert taldi að þeirri kröfu hefði þegar verið skuldajafnað í samræmi við ákvæði samkomulagsins sem fjallað er um í hinu málinu, en dómurinn segir ekkert liggja fyrir um að svo hafi verið. Því skuldi Róbert BeeTeeBee 7,7 milljónir evra, sem með þrjátíu prósenta umsömdum dráttarvöxtum jafngildir nú um 2,4 milljörðum króna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira