Arnór Sighvats: Glufurnar voru farnar að vinda upp á sig Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 13. mars 2012 12:07 Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar á gjaldeyrishöftum auka stöðugleika og styðja við gengi krónunnar. Stoppa þurfti upp í göt á gjaldeyrishöftunum þar sem útgreiðslur í gegnum glufuna voru farnar að vinda upp á sig. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar sem gerðar voru á gjaldeyrishöftunum í nótt aðallega snerta erlenda eigendur skuldabréfa og slitastjórnir föllnu bankanna. Lokað er nú á greiðslur af höfuðstól skuldabréfa í erlendri mynt en það er leið sem margir óþolinmóðir erlendir fjárfestar hafa notað til að losa sig hraðar út úr landinu með sitt fjármagn. „Auðvitað er þetta vandamál sem er búið að vera til staðar í nokkurn tíma. Það hefur hins vegar verið að vinda hratt upp á sig að undanförnu, þetta var viðráðanlegur vandi en hann hefur magnast stig af stigi. Það eru að koma fram nýir flokkar sem hafa sömu eiginleika og þessi bréf sem erlendir aðilar hafa verið að kaupa upp í því skyni að taka út höfuðstólinn," segir Arnór. Hann segir að það séu engin takmörk fyrir því hversu mikið flæði hefði getað farið í gegnum þessa glufu með nýjum skuldabréfaflokkum en seðlabankinn vill frekar beina óþolinmóðu fjármagni í uppboðsferli bankans sem er hluti af áætlun um losun gjaldeyrishafta. „Við viljum styðja við krónuna en um leið losa um þessar stöður sem að koma í veg fyrir að við getum losað um höftin án þess að það valdi óstöðugleika. Með því að beina viðskiptunum í þessa farvegi sem við erum búin að opna með þessum útboðum, þá erum við einmitt að stuðla að því að þetta gerist með þeim hætti sem eru í samræmi við stöðugleika." Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar á gjaldeyrishöftum auka stöðugleika og styðja við gengi krónunnar. Stoppa þurfti upp í göt á gjaldeyrishöftunum þar sem útgreiðslur í gegnum glufuna voru farnar að vinda upp á sig. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir breytingar sem gerðar voru á gjaldeyrishöftunum í nótt aðallega snerta erlenda eigendur skuldabréfa og slitastjórnir föllnu bankanna. Lokað er nú á greiðslur af höfuðstól skuldabréfa í erlendri mynt en það er leið sem margir óþolinmóðir erlendir fjárfestar hafa notað til að losa sig hraðar út úr landinu með sitt fjármagn. „Auðvitað er þetta vandamál sem er búið að vera til staðar í nokkurn tíma. Það hefur hins vegar verið að vinda hratt upp á sig að undanförnu, þetta var viðráðanlegur vandi en hann hefur magnast stig af stigi. Það eru að koma fram nýir flokkar sem hafa sömu eiginleika og þessi bréf sem erlendir aðilar hafa verið að kaupa upp í því skyni að taka út höfuðstólinn," segir Arnór. Hann segir að það séu engin takmörk fyrir því hversu mikið flæði hefði getað farið í gegnum þessa glufu með nýjum skuldabréfaflokkum en seðlabankinn vill frekar beina óþolinmóðu fjármagni í uppboðsferli bankans sem er hluti af áætlun um losun gjaldeyrishafta. „Við viljum styðja við krónuna en um leið losa um þessar stöður sem að koma í veg fyrir að við getum losað um höftin án þess að það valdi óstöðugleika. Með því að beina viðskiptunum í þessa farvegi sem við erum búin að opna með þessum útboðum, þá erum við einmitt að stuðla að því að þetta gerist með þeim hætti sem eru í samræmi við stöðugleika."
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira