Fleiri fréttir

Taprekstur hins opinbera tæpir 150 milljarðar í fyrra

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 149 milljarða króna árið 2009, eða sem nemur 9,9% af landsframleiðslu og 24,3% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 13,5% af landsframleiðslu 2008 en jákvæð um 5,4% árið 2007.

Greining býst við verulegum frekari gjaldskrárhækkunum OR

Greining Arion banka segir að endurskipulagning Orkuveitu Reykjavíkur (OR) muni meðal annars krefjast þess að verulegar frekari gjaldskrárhækkanir komi til, Reykjavíkurborg leggi til aukið eigiðfé og lán verði endurfjármögnuð.

Bankarnir ákváðu kaupin

„Ég tók enga ákvörðun um það ásamt Björgvin [innskot blm: G. Sigurðssyni, þá viðskiptaráðherra], að kaupa þessi skuldabréf," segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann bendir á að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis komi skýrt fram að bráðabirgðastjórnir nýju bankanna hafi ákveðið að kaupa eignir peningamarkaðssjóða rekstrarfélaga þeirra með hliðsjón af verðmati óháðra endurskoðenda.

Slitameðferð Straums lokið

Lánadrottnar hafa tekið við eigum Straums fjárfestingarbanka af skilanefnd bankans. Á fréttavefnum Financial Times kemur fram að þessi atburðarrás gæti sett fordæmi fyrir slitameðferð stóru bankana þrjá sem féllu í október 2008.

Svaraði athugasemdum vegna gagnavera

Fjármálaráðherra sendi í dag hagsmunasamtökum þeirra sem reka gagnaver svar í dag vegna óska þeirra um skattaívilnanir vegna reksturs gagnavera hér á landi. Fréttir hafa borist af því undanfarna daga að fyrirtæki sem hugðust reka gagnaver hér á landi væru farin að hugsa sinn gang. Ástæðan væri óhagstætt skattaumhverfi.

Laun í bankakerfinu helmingi hærri en annarsstaðar

Laun í bankakerfinu eru uppundir helmingi hærri en laun á almennum vinnumarkaði hér á landi. Meðallaun í stóru bönkunum þremur nema um hálfri milljón á mánuði, en laun sérfræðinga og stjórnenda hífa meðaltalið verulega upp.

GAMMA: Talsverð velta í Kauphöllinni í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 1% í dag í 24,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,3% í 17,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 7,1 ma. viðskiptum.

Skuldatryggingarálagið lækkar hér en hækkar í Evrópu

Skuldatryggingarálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur verið nokkuð stöðugt upp á síðkastið. Íslandsbnaki bendir á það í Morgunkorni sínu að við lok dags í gær hafi álagið staðið í 315 punktum (3,15%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni.

Seðlabankinn mótmælir afstöðu slitastjórnar

Seðlabanki Íslands hefur andmælt afstöðu slitastjórnar Icebank til krafna upp á yfir 200 milljarða króna en nú tekur við formlegt sáttarferli í málinu. Náist ekki að semja verður málinu vísað til dómstóla.

Engin metvelta í Kauphöllinni í gær

Velta á skuldabréfamarkaði í gær var ekki sú mesta frá áramótum. Í tilkynningu frá Nasdaq OMX Iceland kemur fram að veltan í gær var 25,4 milljarðar en ekki tæpir 29 milljarðar eins og ranghermt var á Vísi í gær. Veltumesti dagurinn hingað til á árinu er því enn 12. mars, þegar veltan var rúmir 26 milljarðar.

Ísland fellur um sex sæti í samkeppnisvísitölu

Ísland er nú í 31. sæti í samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) 2010-2011 en var í 26. sæti fyrir ári síðan. Samkeppnishæfnivísitalan byggir á opinberum upplýsingum og könnun sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífinu.

Rannsóknarstofa í hreyfivísindum samdi við Össur

Rannsóknastofa í hreyfivísindum við Námsbraut í sjúkraþjálfun og Össur hf. hafa undirritað samning þess efnis að Rannsóknastofa í hreyfivísindum og Össur muni hafa með sér samstarf við rannsóknir og prófanir á stoð- og stuðningstækjum úr framleiðslulínu Össurar, auk grunnrannsókna sem gætu leitt til þróunar á nýrri vöru. Tveimur samstarfsverkefnum er þegar lokið og kom Nýsköpunarsjóður námsmanna að öðru þeirra.

Kröfuhafar taka yfir Existu

Kröfuhafar Exista ehf. samþykktu með 97,35% atkvæða frumvarp til nauðasamnings fyrir Exista í dag. Samkvæmt nauðasamningnum fá kröfuhafar full yfirráð yfir félaginu.

Ástarbréfin sögð málamyndagjörningur

Slitastjórn Sparisjóðabanka Íslands segir að yfirmenn Seðlabankans hafi leynt raunverulegri stöðu viðskiptabankanna rétt fyrir hrun þegar Seðlabankinn lánaði bankanum ríflega tvöhundruð milljarða króna í endurhverfum viðskiptum. Þessir samningar hafa síðan verið kallaðir ástarbréf.

Engin ríkisaðstoð - ákvörðunin var viðskiptalegs eðlis

Fjármálaráðuneytið segir í tilkynningu að engin fyrirmæli um kaup á eignunum úr sjóðunum voru gefin út af stjórnvöldum vegna peningamarkaðssjóða hér á landi. Ráðuneytið lítur svo á að ákvörðunin hafi verið viðskiptalegs eðlis.

Segir ríkisstjórn fæla erlenda fjárfesta frá með seinagangi

Seinagangur um nauðsynlegar breytingar á reglugerðum um VSK og óskýr svör ráðamanna vegna uppbyggingu gagnavera hefur dregið mjög úr trúverðugleika Íslands og hugsanlega fælt erlenda viðskiptavini frá landinu að mati formanns samtaka íslenskra fyrirtækja í gagnaversiðnaði.

Ólafur Ragnar: Bankarnir ekki á ábyrgð íslenska ríkisins

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson segir að íslensku bankarnir sem hrundu haustið 2008 hafi verið einkabankar og þar með ekki á ábyrgð ríkisins. Hinsvegar hefði íslenska ríkið ætíð staðið við skuldbindingar sínar og greitt að fullu þau lán sem það hefur tekið.

Voldugur og flottur

Maður kann hálfilla við að kalla Audi Q7 jeppling, enda er hann stór og voldugur. Heitið sportjeppi fer honum betur. Tekin var til kostanna 2007 árgerðin af þessum bíl, Audi Q7 TDi með þriggja lítra dísilvél, hlaðinn aukabúnaði og hægindum. Spurningunni um hvort bíllinn standi undir því að vera kallaður „forstjórabíll“ er auðsvarað, hann gerir það vel.

Skattaskýrsla fæðist

„Við erum að leggja lokahönd á áfangaskýrsluna. Hún verður afhent ráðherra í vikunni,“ segir Maríanna Jónasdóttir, fulltrúi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og formaður starfshóps á vegum fjármálaráðuneytis, sem leggja á fram heildstæðar tillögur að breytingum á skattkerfinu.

Vill landið úr höndum hagsmunahópa

Stjórnvöld eiga að nýta kreppuna og byggja upp nýjan iðnað. Draga á úr stuðningi við landbúnað, sjávarútveg og áliðnað. Þrátt fyrir áherslu á ferðaþjónustu má ganga enn lengra, að sögn Seiichiro Yonekura, forstöðumanns í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Japan.

Vill framleiðsluna í hendur fólksins

„Von mín er að draga fram hugmyndir um það hvernig valddreifing í samfélaginu er háð stjórnun á framleiðslugetu og vekja fólk til umhugsunar um það hvernig við getum komið henni í hendur almennings,“ segir Smári McCarthy, einn stofnenda og ritari Félags um stafrænt frelsi á Íslandi.

Skilanefndir bankanna - hvaða fyrirbæri eru þetta?

Skilanefndir og slitastjórnir gömlu bankanna hafa verið í kastljósinu allt frá því að þær tóku við stjórn bankanna í gjörningaveðri á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í október fyrir tæpum tveimur árum.

ESB mundar pennann

Viðræður standa nú yfir um leigu sendinefndar Evrópusambandsins (ESB) hér á landi á húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Stefnt mun að því að skrifa undir leigusamning í vikulokin og áætlar nefndin að opna upplýsingaskrifstofu fyrir gesti og gangandi sem vilja fræðast um ESB í nýju húsnæði á næsta ári.

Færðu 90 milljarða frá Englandsbanka

Skilanefnd og slitastjórn Landsbankans varð að semja við nokkra af stærstu bönkum Evrópu svo þeir tækju ekki innstæður hennar upp á jafnvirði níutíu milljarða króna upp í kröfur. Bankarnir eru margir hverjir kröfuhafar þrotabús Landsbankans.

Forstjóri rauk upp í tekjum

Urgur var meðal starfsmanna Símans eftir að álagningarskrár skattstjóra í sumar gáfu til kynna að forstjóri félagsins, Sævar Freyr Þráinsson, hefði rokið upp í launum milli 2008 og 2009, fengið 5,3 miljónir króna á mánuði í stað 2,5 milljóna áður. Starfsmenn Símans sem höfðu yfir 350 þúsund krónur á mánuði tóku á sig launalækkun eftir hrunið.

SA: Misvísandi skilaboð um hagþróun

Samtök atvinnulífsins vilja vekja sérstaka athygli á þýðingu fjárfestinga fyrir íslenskt samfélag nú þegar afar misvísandi skilaboð um hagþróun koma fram og skapa mikla óvissu um þróun atvinnulífsins og efnahags þjóðarinnar.

GAMMA: Skuldabréfavísitalan hækkaði lítillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 16,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 7,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 7,5 ma. viðskiptum.

Afkoma Íslandsbanka jákvæð um rúma átta milljarða

Afkoma Íslandsbanka á fyrsta árshluta 2010 var samkvæmt könnuðum árshlutareikningi jákvæð um 8,3 milljarða króna og er tekjuskattur tímabilsins áætlaður 2.347 milljónir króna. Frá þessu er greint á heimasíðu bankans en eiginfjárhlutfall hans var 21,5% sem er talsvert hærra en það 16% lágmark sem Fjármálaeftirlitið hefur sett bankanum. Arðsemi eigin fjár var 17,1%.

Samorka óttast spekileka í jarðhitanýtingu

Stjórn Samorku lýsir verulegum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin vegna tafa á verkefnum í jarðhitanýtingu hérlendis. Í tilkynningu frá Samorku segir að á örfáum misserum hafi orðið gríðarlegur tekjusamdráttur hjá lykilþjónustuaðilum orkufyrirtækja á borð við Jarðboranir, ÍSOR-Íslenskar orkurannsóknir og verkfræðistofurnar.

Raungengi krónunnar hefur hækkað um 12,5% í ár

Raungengi krónu hækkaði í ágústmánuði um 2,1% frá fyrri mánuði, sé miðað við hlutfallslegt neysluverð. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans var vísitala raungengis á ofangreindan mælikvarða 76,6 stig í júlí. Það sem af er ári hefur raungengið hækkað um 12,5% á þennan mælikvarða.

Actavis haslar sér völl á sviði líftækni

Actavis ætlar að hasla sér völl á sviði líftækni og mun hefja áreiðanleikakönnun á svissneska líftæknifyrirtækinu Biopartners á næstunni. Ef af kaupunum verður eignast Actavis 51% hlut í Biopartners.

Raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu

Kreditkortavelta heimila jókst um 7,7% í janúar-júlí í ár miðað við janúar-júlí í fyrra. Debetkortavelta jókst um 3,5 % á sama tíma. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 9,8% (miðað við meðaltal vísitölunnar í janúar-júní) sem veldur 3,8% raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu.

Vöruskiptin hagstæð um 2,4 milljarða í ágúst

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ágúst 2010 var útflutningur 41,8 milljarður króna og innflutningur 39,4 milljarðar króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 2,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Sjá næstu 50 fréttir