Segir ríkisstjórn fæla erlenda fjárfesta frá með seinagangi 8. september 2010 13:17 Formaður samtaka um gagnaversiðnað telur seinagang ríkisstjórnar skaða iðnaðinn hér á landi. Seinagangur um nauðsynlegar breytingar á reglugerðum um VSK og óskýr svör ráðamanna vegna uppbyggingu gagnavera hefur dregið mjög úr trúverðugleika Íslands að mati formanns samtaka íslenskra fyrirtækja í gagnaversiðnaði. Hann telur einnig hugsanlegt að aðgerðaleysið hafi fælt erlenda viðskiptavini frá landinu . Meðal aðildarfélaga í samtökunum eru Thor Data Centers, Nýherja samstæðan, Verne Global, Síminn, Titan Global, Greenstone, Glacier Guards, Nordata og fleiri fyrirtæki. „Fjármálaráðuneytið hefur áður lýst sig reiðubúið til að tryggja að samkeppnisumhverfi íslenskra gagnavera sé sambærilegt því sem gerist í Evrópu. Hins vegar hefur seinagangur við að gera nauðsynlegar breytingar reglugerðum um VSK dregið mjög úr trúverðugleika landsins gagnvart erlendum viðskiptavinum," segir Friðrik Þ. Snorrason formaður samtakanna. Í tilkynningu frá samtökunum segir að vegna umræðu um álagningu á innfluttum búnaði fyrir gagnaver er rétt að vekja athygli á því að VSK á innfluttum búnaði gagnavera skapar í raun litlar hindranir. Álagningin býr til innskatt sem gagnaverin fá að fullu endurgreiddan frá ríkinu. Hindranir yfirvalda felast í því að VSK skal greiddur þótt þjónusta gagnavera sé seld úr landi og kvöð á viðskiptavini gagnaveranna að stofna til fastrar starfsstöðvar hér á landi. „Það er í raun mikið hagsmunamál fyrir Ísland að gagnaver rísi hér á landi. Viðskiptaáætlanir Farice um rekstur sæstrengjanna til Bretlands og Danmerkur byggja á því að miðlun gagna til og frá landinu stóraukist með tilkomu gagnavera. Á Farice hvílir tugmilljarða króna lán sem ekki verður hægt að standa undir miðað við núverandi notkun á sæstrengjunum. Íslenska ríkið er að stóru leyti í ábyrgðum fyrir þessum lánum. Því er hætt við að ábyrgðinni verði ýtt yfir á íslenska skattgreiðendur ef hindrunum fyrir byggingu gagnavera verði ekki rutt úr vegi," segir Friðrik að lokum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Seinagangur um nauðsynlegar breytingar á reglugerðum um VSK og óskýr svör ráðamanna vegna uppbyggingu gagnavera hefur dregið mjög úr trúverðugleika Íslands að mati formanns samtaka íslenskra fyrirtækja í gagnaversiðnaði. Hann telur einnig hugsanlegt að aðgerðaleysið hafi fælt erlenda viðskiptavini frá landinu . Meðal aðildarfélaga í samtökunum eru Thor Data Centers, Nýherja samstæðan, Verne Global, Síminn, Titan Global, Greenstone, Glacier Guards, Nordata og fleiri fyrirtæki. „Fjármálaráðuneytið hefur áður lýst sig reiðubúið til að tryggja að samkeppnisumhverfi íslenskra gagnavera sé sambærilegt því sem gerist í Evrópu. Hins vegar hefur seinagangur við að gera nauðsynlegar breytingar reglugerðum um VSK dregið mjög úr trúverðugleika landsins gagnvart erlendum viðskiptavinum," segir Friðrik Þ. Snorrason formaður samtakanna. Í tilkynningu frá samtökunum segir að vegna umræðu um álagningu á innfluttum búnaði fyrir gagnaver er rétt að vekja athygli á því að VSK á innfluttum búnaði gagnavera skapar í raun litlar hindranir. Álagningin býr til innskatt sem gagnaverin fá að fullu endurgreiddan frá ríkinu. Hindranir yfirvalda felast í því að VSK skal greiddur þótt þjónusta gagnavera sé seld úr landi og kvöð á viðskiptavini gagnaveranna að stofna til fastrar starfsstöðvar hér á landi. „Það er í raun mikið hagsmunamál fyrir Ísland að gagnaver rísi hér á landi. Viðskiptaáætlanir Farice um rekstur sæstrengjanna til Bretlands og Danmerkur byggja á því að miðlun gagna til og frá landinu stóraukist með tilkomu gagnavera. Á Farice hvílir tugmilljarða króna lán sem ekki verður hægt að standa undir miðað við núverandi notkun á sæstrengjunum. Íslenska ríkið er að stóru leyti í ábyrgðum fyrir þessum lánum. Því er hætt við að ábyrgðinni verði ýtt yfir á íslenska skattgreiðendur ef hindrunum fyrir byggingu gagnavera verði ekki rutt úr vegi," segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira