Mikill viðsnúningur á íbúðamarkaðinum í sumar 7. september 2010 08:24 Greining Íslandsbanka segir að mikill viðsnúningur til hins betra hafi orðið á íbúðamarkaðinum hérlendis í sumar. Kaupsamningum hafi fjölgað um 50% miðað við sama tíma í fyrra.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að sumarið sé yfirleitt rólegur tími á fasteignamarkaði, en viðskipti hafa þó verið heldur líflegri nú í sumar á íbúðamarkaði en á sama tíma fyrir ári. Þannig voru heldur fleiri kaupsamningar um íbúðarhúsnæði gerðir nú í júní, júlí og ágúst, eða samtals um það bil 750 samningar á landinu öllu sem er aukning um 250 samninga frá því á sama tíma fyrir ári síðan eða um 50%.„Þetta er mikill viðsnúningur frá því sem var síðasta sumar þegar velta dróst saman um 40% frá sama tímabili fyrra árs. Bendir það til þess að veltan á íbúðamarkaði sé nú að taka við sér á nýjan leik eftir að hafa verið í miklum dvala undanfarin tvö ár," segir í Morgunkorninu.Engu að síður er veltan enn langt frá því sem áður var, en sumarið 2007 voru að meðaltali gerðir 1.000 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði í mánuði hverjum. Samhliða því sem aukinn skriður virðist vera að koma á íbúðamarkaðinn er að draga úr sókn í leiguhúsnæði.Fyrstu sjö mánuði þessa árs fækkaði leigusamningum um 3,5% frá sama tímabili fyrra árs, sem er viðsnúningur frá þeirri miklu aukningu í þinglýsingu leigusamninga sem ríkt hefur sleitulaust frá bankahruninu. Þá hefur einnig hægt á verðlækkunum íbúðarhúsnæðis undanfarið en þetta virðist allt benda til þess að íbúðamarkaðurinn sé nú kominn yfir það versta í þessari niðursveiflu. Þrátt fyrir að útlit sé nú fyrir að framundan sé líflegri íbúðamarkaður en sést hefur undanfarin misseri er enn enginn viðsnúningur sjáanlegur í íbúðafjárfestingu. Þannig dróst íbúðafjárfesting saman um rétt tæp 45% á öðrum fjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil fyrir ári síðan. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þess hversu mikið er enn til af nýjum eða næstum tilbúnum íbúðum. Þetta eru leifarnar af þeirri gríðarlegu fjárfestingu sem átti sér stað í íbúðarhúsnæði á árunum fyrir hrun, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að mikill viðsnúningur til hins betra hafi orðið á íbúðamarkaðinum hérlendis í sumar. Kaupsamningum hafi fjölgað um 50% miðað við sama tíma í fyrra.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að sumarið sé yfirleitt rólegur tími á fasteignamarkaði, en viðskipti hafa þó verið heldur líflegri nú í sumar á íbúðamarkaði en á sama tíma fyrir ári. Þannig voru heldur fleiri kaupsamningar um íbúðarhúsnæði gerðir nú í júní, júlí og ágúst, eða samtals um það bil 750 samningar á landinu öllu sem er aukning um 250 samninga frá því á sama tíma fyrir ári síðan eða um 50%.„Þetta er mikill viðsnúningur frá því sem var síðasta sumar þegar velta dróst saman um 40% frá sama tímabili fyrra árs. Bendir það til þess að veltan á íbúðamarkaði sé nú að taka við sér á nýjan leik eftir að hafa verið í miklum dvala undanfarin tvö ár," segir í Morgunkorninu.Engu að síður er veltan enn langt frá því sem áður var, en sumarið 2007 voru að meðaltali gerðir 1.000 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði í mánuði hverjum. Samhliða því sem aukinn skriður virðist vera að koma á íbúðamarkaðinn er að draga úr sókn í leiguhúsnæði.Fyrstu sjö mánuði þessa árs fækkaði leigusamningum um 3,5% frá sama tímabili fyrra árs, sem er viðsnúningur frá þeirri miklu aukningu í þinglýsingu leigusamninga sem ríkt hefur sleitulaust frá bankahruninu. Þá hefur einnig hægt á verðlækkunum íbúðarhúsnæðis undanfarið en þetta virðist allt benda til þess að íbúðamarkaðurinn sé nú kominn yfir það versta í þessari niðursveiflu. Þrátt fyrir að útlit sé nú fyrir að framundan sé líflegri íbúðamarkaður en sést hefur undanfarin misseri er enn enginn viðsnúningur sjáanlegur í íbúðafjárfestingu. Þannig dróst íbúðafjárfesting saman um rétt tæp 45% á öðrum fjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil fyrir ári síðan. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þess hversu mikið er enn til af nýjum eða næstum tilbúnum íbúðum. Þetta eru leifarnar af þeirri gríðarlegu fjárfestingu sem átti sér stað í íbúðarhúsnæði á árunum fyrir hrun, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira